Fréttablaðið - 26.11.2013, Side 4
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
5-13 m/s.
ROK OG RIGNING Bætir heldur í vindinn er líður á daginn og má búast við
hvassviðri eða stormi og mikilli úrkomu um tíma í dag, einkum á vestanverðu landinu.
Milt í veðri en kólnandi á morgun með minnkandi vindi og éljum.
9°
15
m/s
9°
16
m/s
10°
15
m/s
10°
17
m/s
Á morgun
8-18 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
4°
2°
3°
-2°
0°
Alicante
Basel
Berlín
15°
5°
3°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
4°
4°
2°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
21°
London
Mallorca
New York
6°
15°
10°
Orlando
Ósló
París
25°
-2°
5°
San Francisco
Stokkhólmur
16°
3°
8°
10
m/s
9°
15
m/s
9°
10
m/s
7°
11
m/s
10°
11
m/s
10°
13
m/s
6°
15
m/s
5°
2°
5°
4°
3°
ATVINNULÍFIÐ Þangslætti hjá Þör-
ungaverksmiðjunni á Reykhólum
er nú lokið á þessari vertíð. Alls
voru slegin 14.000 tonn af þara á
vertíðinni og framundan næstu
mánuði er mjölvinnsla úr hrossa-
þara.
Öll framleiðsla verksmiðjunnar
er seld fyrirfram og er meiri eftir-
spurn en unnt er að anna. Munu
markaðir eins og Japan, Indland
og Suður-Afríka, sem lokuðust í
kreppunni, vera smám saman að
taka við sér á ný.
Í tilkynningu segir Garðar
Jónsson, starfandi framkvæmda-
stjóri Þörungaverksmiðjunnar, að
afkoma vertíðarinnar sé vel við-
unandi þrátt fyrir að hvorki væri
slegið né framleitt mjöl í fjórar
vikur í sumar vegna viðhalds.
Fjárfest var fyrir nærri 100 millj-
ónir króna í verksmiðjunni á þessu
ári. Meðal annars var keyptur nýr
stjórnbúnaður og rafkerfi endur-
nýjað. Þá var fjárfest í verkefn-
um sem lúta að öryggis-, gæða- og
umhverfiskröfum. - skó
Vertíð hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum lengri vegna góðs tíðarfars:
Lokaðir markaðir að opnast
SÍÐUSTU ÞANGPOKARNIR Hér er
verið að landa síðustu þangpokum
vertíðarinnar. MYND/ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN
JÓL Jólablaðið 2013 fylgir Frétta-
blaðinu í dag. Í blaðinu, sem er
120 síður, er að finna fjölda girni-
legra uppskrifta, viðtöl við áhuga-
vert fólk og hugmyndir að ýmsu
jólaföndri og -skrauti.
Meðal efnis má nefna Jólaspil
sem fjölskyldan getur spilað í
aðdraganda jóla, viðtal við Agnesi
M. Sigurðardóttur biskup og
umfjöllun um jólasiði til forna og
jólahald þriggja hettumunka sem
búa í Reyðarfirði.
Þá eru gefnar fjölbreyttar upp-
skriftir að aðalréttum, eftirrétt-
um og meðlæti, til dæmis dýrindis
súkkulaðisósu sem nota má með
dádýrssteik eða annarri villibráð.
Jólablað Fréttablaðsins 2013:
Uppskriftir, við-
töl og jólaskraut
JÓLIN 2013 Jólablað Fréttablaðsins er
troðfullt af skemmtilegu efni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÁVARÚTVEGUR Niðurstöður
liggja nú fyrir úr haustralli Haf-
rannsóknastofnunar Íslands.
Meðal niðurstaðna var að heildar-
vísitala þorsks mældist sú hæsta
frá 1996 þegar farið var í fyrstu
stofnmælinguna að haustlagi. Sú
hækkun er í góðu samræmi við
stofnmat sem gert var í vor. Einn-
ig kom fram að meira er af þorski
sem lengri en 80 sm.
Stofnvísitala ýsu hækkaði nú
frá síðasta ári og er nú svipuð og
árið 2009. - skó
Haustralli Hafró lokið:
Þorskstofninn
aldrei sterkari
FÓLK Kristrún Heimisdóttir, lektor
við Háskólann á Akureyri, hefur
verið ráðin fram-
kvæmdastjóri
Samtaka iðnað-
arins.
Hún hefur
áður starfað hjá
SI og var lög-
fræðingur sam-
takanna í tæp
fimm ár. Var
hún valin í starf-
ið úr hópi 45 umsækjenda.
Kristrún segist í tilkynningu frá
SA vera full tilhlökkunar. Hennar
fyrsta verk verður að heimsækja
sem flest fyrirtæki til að heyra
sjónarmið þeirra. - skó
Nýr framkvæmdastjóri SI:
Kristrún ráðin
KRISTRÚN
HEIMISDÓTTIR
SVEITARSTJÓRNIR Sveitarstjórn
Dalvíkurbyggðar ákvað í síðustu
viku að endurskoða áformaðar
breytingar á þjónustugjaldskrám
sem taka áttu gildi um næstu ára-
mót.
„Með þessari ákvörðun vill
sveitarstjórn leggja af mörkum til
að sporna við verðbólgu og auka
kaupmátt komandi kjarasamninga.
Sveitarstjórn telur að allir verði
að bera sameiginlega ábyrgð og
vinna saman að því markmiði,“
segir í samþykkt sveitarstjórnar-
innar. - gar
Dalvík endurskoðar hækkun:
Vilja sporna við
verðbólgunni
FJARSKIPTI
Bjóða út ljósleiðara
Bæjarráð Snæfellsbæjar hefur sam-
þykkt að heimila útboð um ljósleið-
araverkefni. Um er að ræða sam-
starfsverkefni þriggja sveitarfélaga
á svæðinu. Kynna á sveitarfélögum
niðurstöður útboðs og hvort eða
hversu mikið fjármagn þurfi frá hverju
sveitarfélagi til framkvæmdanna.
KJARAMÁL Forystufólk Alþýðusam-
bands Íslands og Samtaka atvinnu-
lífsins hélt fund um komandi
kjarasaminga með ríkissáttasemj-
ara í gær. Rætt var um svigrúm
til launahækkana og mikilvægi
aðhaldssemi í verðlagsákvörðunum
ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja.
Viðræðunefnd SA og ASÍ hittist á
óformlegum fundi til þess að ræða
vinnuáætlun viðræðnanna. Ákveð-
ið var að nefndin hittist aftur í dag.
„Þetta var ágætt upphaf en það
er alveg ljóst að mat manna á stöð-
unni er mjög misjafnt,“ segir Þor-
steinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir samtökin ekki hafa sett fram
kröfur um launaliðinn á þessari
stundu en markmiðið með fund-
inum hafi verið að átta sig á stöð-
unni.
Tímarammi viðræðnanna hefur
ekki verið settur, en aðilar höfðu
áður sett sér sameiginlegt mark-
mið um að ljúka viðræðum fyrir
lok samningstímans, sem lýkur 30.
nóvember næstkomandi.
„Það er ótímabært að segja til
um það hversu langan tíma þetta
mun taka, en það er ljóst að þetta
verður mikið verkefni. Í okkar
huga er mikilvægara að ná góðri
niðurstöðu, þótt það taki tíma,“
segir Þorsteinn, en bætir því við
að viðræðurnar séu komnar á fulla
ferð og að það muni ekki standa á
þeim að vinna eins hratt og kost-
ur er.
Á fundinum voru launahækk-
anir ræddar í þaula og segir Þor-
steinn ljóst að aðilar leggi ólíkt mat
á svigrúmið til hækkana. Mönnum
beri þó saman um að svigrúmið sé
ekki mikið. „Það er bara verkefni
sem við vinnum úr í framhaldinu,“
segir Þorsteinn.
Aðilar eru almennt sammála um
að verðlagsþróun á samningstím-
anum skipti sköpum um trúverðug-
leika kjarasamninga. Verðlags-
ákvarðanir ríkis, sveitarfélaga og
fyrirtækja skipti höfuðmáli og því
mikilvægt að þessir aðilar sýni
aðhaldssemi í þeim efnum.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir nauðsynlegt að ræða hvernig
fyrirtækin komi til móts við laun-
þega með verðlækkunum. Mörg
sveitarfélög hafi hlýtt kalli Reykja-
víkurborgar um verðskrárlækkan-
ir en ekkert hafi heyrst frá stærstu
fyrirtækjum landsins. „Ætla þau
að gefa út yfirlýsingu um að þau
ætli ekki að velta launahækkun-
um út í verðlag?“ spyr Gylfi. „Þau
gætu lýst því yfir hvert fyrir sig.
Það yrði gott innlegg í þessa veg-
ferð,“ segir hann. eva@frettabladid.is
Svigrúmið til launa-
hækkana ekki mikið
Viðræðunefnd SA og ASÍ hittist á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara. Engar
kröfur hafa verið settar fram, en ljóst að mat á svigrúmi til launahækkana er ólíkt.
Forseti ASÍ kallar eftir yfirlýsingu um verðlagshækkanir frá fyrirtækjum landsins.
KJARAVIÐRÆÐUR Viðræðunefnd ASÍ og SA hittist á óformlegum fundi með ríkis-
sáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þetta var
ágætt upp-
haf en það er
alveg ljóst að
mat manna
á stöðunni er
mjög misjafnt.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins
1.112 gjaldþrot voru skráð hér á landi
árið 2012.
Þeim fækkaði þá um tæp 30% frá
árinu áður.
Flest gjaldþrot voru í byggingarstarf-
semi og mannvirkjagerð.
LEIÐRÉTT
Litir víxluðust í grafík sem fylgdi frétt
um könnun á afstöðu fólks til inngöngu
í Evrópusambandið í Fréttablaðinu í
gær. Eins og fram kom í texta fréttar-
innar eru 58,3 prósent á móti aðild en
41,7 prósent fylgjandi aðild.