Fréttablaðið - 26.11.2013, Page 10

Fréttablaðið - 26.11.2013, Page 10
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | PIPA R \ TBW A SÍA 1334 55 miðvikudaginn 27. nóvember kl. 16.00–17.30 í sal 104 á Háskólatorgi. Big Data – ógrynni gagna. Ávinningur eða kostnaður? Dagskrá: Setning fundar Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og formaður stjórnar Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands. Big Data – Status Quo & Trends Dr. Morris Riedel, Head of Research Group for High Productivity Data Processing, Jülich Supercomputing Centre (JSC), Þýskalandi. Erindi dr. Riedel verður flutt á ensku. Hagnýting gagna og greininga á Íslandi Hr. Brynjólfur Borgar Jónsson, M.Sc., ráðgjafi hjá Capacent. Léttar veitingar. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dr. Morris Riedel Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL Ríflega sex millj- arða skattafsláttur ríkisins vegna vistvæns eldsneytis mun ekki skila sér í lægra bensínverði í nánustu framtíð. Þvert á móti gæti elds- neytisverð hækkað. Milljarðarnir sex munu að stærstum hluta fara úr landi til erlendra birgja. Um áramót taka gildi ný elds- neytislög sem kveða á um að sölu- aðilum eldsneytis beri að tryggja að að minnsta kosti þrjú og hálft prósent seldrar orku verði af end- urnýjanlegum uppruna. Um þar- næstu áramót hækkar þessi tala upp í 5 prósent. Lögin eru sam- kvæmt tilskipun frá Evrópusam- bandinu en þar er ætlast til að 10 prósenta markinu verði náð 2020. Í raun hefði Ísland því ekki þurft að gera neitt í þessum efnum fyrr en eftir sex ár. Ríkið fellir niður olíugjald á endurnýjanlegt elds- neyti og verður af þeim sökum af um 800 milljónum króna á næsta ári og 1.100 milljónum króna á hverju ári eftir það. Það mun hins vegar ekki skila sér til neytenda í formi lægra eldsneytisverðs. „Nei, við gerum ekki ráð fyrir því að eldsneytisverð muni lækka þar sem þessir orkugjafar sem þarf að flytja inn, þetta lífræna eldsneyti, það er mun dýrara en það eldsneyti sem við selj- um í dag,“ segir Guðrún Ragna Garðars dóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Undir orð Guðrúnar tekur Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmda- stjóri sölusviðs hjá Olíuverslun Íslands. En ef olíufyrirtækin sjá ekki hagnaðinn af 800 milljóna króna afslætti og ekki heldur neytendur, hvert fara þá þessi peningar? „Til þeirra erlendu birgja sem munu selja okkur lífdísilolíu annars vegar og etanól hins vegar,“ segir Guðrún Ragna. Eitt af meginmarkmiðum lag- anna er að draga úr kaupum olíu- félaganna á eldsneyti erlendis og um leið auka innlenda framleiðslu á þessu sviði. Hvorugt virðist hins vegar ætla að ganga eftir. „Því miður er staðan bara sú að innlend framleiðsla er ekki á því stigi að við getum nýtt okkur hana og það er töluvert langt í það.“ - hh Sex milljarða skattaafsláttur nær ekki til neytenda: Afsláttur að mestu til erlendra birgja ELDSNEYTISVERÐ ÓBREYTT Ný eldsneytislög sem taka gildi um áramót hefðu ekki þurft að taka gildi fyrr en eftir sex ár en kosta ríkið um það bil sex milljarða í skatttekjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rannsóknir á orku og umhverfi Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir margvíslegar rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála. Opinn kynningarfundur á verkefnum sem sjóðurinn hefur styrkt verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu kl. 13 - 16.30. Haldin verða átta erindi milli kl. 13 og 15. Að þeim loknum verða önnur verkefni kynnt og boðið upp á léttar veitingar. Guðrún Gísladóttir Þróun landvistkerfis í Húnavatns- sýslum síðustu árþúsundir. Tómas Jóhannesson Mælingar á yfirborði og yfirborðs- breytingum íslenskra jökla með leysimælingum. Fjóla Sigtryggsdóttir Vöktun virkjunarlóna og stíflna. Guðrún Marteinsdóttir Vistfræðileg tengsl ferskvatns- rennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsks. Sigurður Erlingsson Metró - Athugun á gagnsemi lestar- kerfa fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Arnórsson Rætur háhitasvæða: Lekt bergs, ummyndun og kvikugös - jarðefnafræðileg athugun. Snjólaug Ólafsdóttir Örlög brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum. Sigurður Brynjólfsson Hreinsun á H2S og CO2 frá jarðvarma- virkjunum í tveggja þrepa efnarafal með rafsamruna og örverum. Opnað verður fyrir umsóknir næsta árs þann 30. nóv. nk. AIRWAVES Á þremur af fjórum stöðum sem Heilbrigðiseftirlitið heimsótti þurftu tónleikahaldarar að lækka í græj- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEILBRIGÐISMÁL Of mikill hávaði var á þremur tónleikastöðum af fjórum sem Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur mældi á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves sem haldin var í byrjun nóvember. Fulltrúar á vegum Heilbrigðis- eftirlitsins gerðu hljóðmælingar með „nýjum Brüel & Kjær-hljóð- mæli“ en samkomustöðum ber að fara eftir viðmiðunarmörkum sem gefin eru upp í reglugerð um hávaða, að því er segir í tilkynn- ingu frá eftirlitinu. Staðir sem ætlaðir eru til tón- leikahalds geta fengið heimild fyrir meiri hávaða en aðrir stað- ir, en þó skal jafngildishljóðstig aldrei fara yfir 102 desibel. „Á þeim stöðum þar sem hávaði fór yfir viðmiðunarmörk var farið fram á að dregið yrði úr hávaða tafarlaust og í kjölfar eftirlits var gerð krafa um að gerðar yrðu ráð- stafanir til að hávaði innanhúss verði framvegis ekki yfir leyfileg- um mörkum,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu. - kh Mældu hávaða á Airwaves: Létu lækka á þremur stöðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.