Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 14
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýl- um milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbygg- ingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkost- legt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmála- umræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleið- ingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heims- styrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti for- sætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjan- legar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvæn- ismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjöl- kvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tæki- færi og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síð- ara eigi við um okkar mann? Er tjón tækifæri? UMHVERFIS- MÁL Jón Ólafsson prófessor við Háskólann á Bifröst. ➜ Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Möguleg viðbrögð Stjórnarandstaðan brást ókvæða við yfirlýsingum forsætisráðherra um helgina um að hún myndi ekki hika við að ljúga til að gagnrýna boðaðar skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sem kynntar verða á föstudaginn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar- innar, sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að Sigmundur Davíð sæi óvini í hverju horni og það væri áður óséð að menn reyndu að þagga niður viðbrögð við tillögum sem ekki séu fram komnar. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, sagði málflutninginn undarlegan og að flokkurinn hefði verið málefnalegur þegar kæmi að þessum málum. Það hlýtur að verða spennandi að fylgjast með viðbrögðum forsætis- ráðherra við þessum viðbrögðum stjórnarandstöðunnar um ætluð viðbrögð hennar við mögulegum tillögum sem ekki enn hafa litið dagsins ljós. Nýtt ríkisfang borgarstjóra Jón Gnarr gerði mannanafnanefnd að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann kvartaði yfir því að útlendingar hefðu það betra en Íslendingar þegar kemur að ættarnöfnum. Borgarstjórinn er ósáttur við að hafa ekki fengið að breyta milli- nafni sínu formlega úr Gunnar í Gnarr sem og að dóttir hans sem skírð hafi verið Camilla heiti formlega Kamilla. Telur hann vænlegast að leita nýs ríkisfangs þar sem ríkið þurfi að við- urkenna eftirnöfn erlendra manna. Hann lýsir eftir ríki sem er tilbúið að veita honum ríkisfang þar sem hann hafi ekki efni á að fara í dómsmál. Óhætt er að segja að borgarstjóri hafi nokkuð til síns máls í gagnrýni sinni, en mannanafnanefnd hefur átt bágt undanfarin misseri eftir að hafa tapað dómsmáli um lögmæti kvenkynsnafnsins Blær, sem dómstólar dæmdu lögmætt. Áhugavert væri að fá niður- stöðu slíks dómsmáls Jóns Gnarr sem yrði líklegast síðasti naglinn í kistu nefndarinnar ynni hann málið. fanney@frettabladid.is þar sem bæði er r dansað ZUMBA Fitness og ZUMBA Toning. Einföld og skemmtileg dansspor. Þri. og fim. kl. 16:30 Þjálfari: Hjördís Zebitz Verð kr. 13.900.- í form! H annes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um fram- göngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn. Illugi Jök- ulsson bregst við með því að skrifa Hannesi opið bréf á sínu bloggi þar sem hann segir meðal annars: „Í fyrsta lagi þykir mér undarlega ósmekklegt af þér að vera búinn að skrá svona nákvæmlega hjá þér alla sem hafa lækað skoðun sem þér fellur ekki, jafnvel þótt sú skoðun snúist reyndar um sjálfan þig.“ Vinir og við- hlæjendur beggja bloggara bregðast snöfurmannlega við og endalausir umræðuþræðir myndast á Facebook-síðum þeirra félaganna Hannesar og Illuga þar sem meðal annars kemur fram að það sé nú ekkert nýnæmi að lækarar séu nafn- greindir í fjölmiðlum og vísa ýmsir til þess er Hildur Lillien- dahl og fleiri töldu upp alla sem lækað höfðu status Rúnars Helga Vignissonar rithöfundar um ónærgætna umfjöllun um kynferðisbrotamál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Umræðan fer um víðan völl og fólki er skipt í fylkingar eftir lækum eða vöntun á þeim, hraunað yfir andstæðinga og samherjar mærðir og umræðan eltir eigið skott út í það óendanlega. Þessi umræða er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er lækun statusa á Facebook heldur rýr mælikvarði á stuðning fólks við hina eða þessa skoðunina. Flestir skruna yfir fréttaveituna með hálfum huga og eru ansi gikkglaðir á læktakkanum þegar þeim þykir vinir sínir komast vel að orði eða vekja athygli á þekkilegum málstað. Hugsa það ekkert nánar og halda áfram að skruna. Það er því heldur óþægilegt að rekast á nafn sitt á lista yfir meinta stuðningsmenn þessa eða hins í fjölmiðlum nokkrum klukkustundum síðar. Í öðru lagi er alls engan veginn hægt að skipta fólki í skoðanaflokka eftir lækum á Facebook. Þar tíðkast hin og þessi lækbandalög og nánast sama hvaða vitleysu ákveðnir aðilar pikka inn, þeir hljóta samstundis fjölda læka frá aðdáendum sínum. Það er því í mörgum tilfellum manneskjan sem verið er að læka – ekki skoðunin. Í þriðja lagi lýsir það ákaflega hvimleiðum ritskoðun- artilhneigingum að telja og tíunda læk á Facebook, skipta fólki upp í stuðningsmenn og andstæðinga og skella stimplavélinni í gang í jötunmóð. Heldur einhver í alvöru að fólk þrauthugsi læk sín og standi og falli með þeim? Að læka statusa á Facebook er í besta falli samkvæmisleikur sem fólk tekur þátt í af því allir hinir gera það, ekki tæki til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það er orðinn frekar ógnvekjandi heimur þegar eitt sárasaklaust læk gerir þig að vitorðsmanni í aðför að öðru fólki, málstað eða málefnum. Fer ekki að verða tímabært að slaka á ofsóknarkenndinni, hætta að sjá djöfulinn í hverju horni og láta læk annarra sem vind um augu þjóta? Þau eru nefnilega oftast algjörlega óhugsað taugaviðbragð í gikkfingrinum, ekki yfirlýsing sem mark er takandi á. Rafræn ritskoðun ryður sér til rúms: Lækaðu mig, þá mun ég læka þig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.