Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 34
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26
„Myndirnar okkar hafa feng-
ið mjög góðar viðtökur, vakið
mikið umtal og hrifningu, en
þetta eru stórar og dýrar mynd-
ir þannig að salan hefur svo sem
ekki verið neitt til að hrópa húrra
fyrir,“ segir Sara spurð hvernig
á því standi að þær systur, hún
og Svanhildur, hafi gripið til þess
ráðs að koma málverkum sínum
á framfæri á kaffibollum. „Þegar
frænka okkar kom síðan að máli
við okkur og kynnti okkur þann
draum sinn að fara að fram-
leiða það sem hún kallar „lista-
mál“, sem sagt kaffikrúsir með
áprentuðum málverkum, leist
okkur mjög vel á hugmyndina og
slógum til.“
Fimm af málverkum þeirra
systra hafa verið prentuð á
bolla nú þegar, í litlu upplagi,
en meiningin er að hefja fjölda-
framleiðslu síðar ef allt gengur
upp, bæði á bollum með verkum
þeirra og fleiri málara. „Þá getur
fólk eignast málverkin fyrir til-
tölulega lítið fé og drukkið í sig
listina á hverjum degi,“ útskýrir
Sara. „Það er nú varla hægt að
komast í nánari snertingu við
listaverk en það.“
Sara er með vinnustofu á
Korpúlfsstöðum og þær Svan-
hildur taka þátt í opnu húsi þar á
fimmtudaginn, þegar allir lista-
mennirnir sem þar starfa opna
vinnustofur sínar fyrir almenn-
ingi. „Við erum bara með um
hundrað bolla til að selja,“ segir
Sara, „þannig að það má segja að
þetta séu nokkurs konar kynn-
ingareintök.“ Opna húsið stend-
ur frá kl. 17 til 21 á fimmtudag-
inn og auk opnu vinnustofanna
verða tónlistarmenn á staðnum
og skemmta gestum. „Þetta verð-
ur skammdegishátíð,“ segir Sara.
„Hugsuð til að létta fólki lundina
í myrkrinu og við vonum að sem
flestir leggi leið sína til okkar
og skoði það sem hér er verið að
gera.“ fridrikab@frettabladid.is
Nú getur fólk drukkið í sig listina
Myndlistarmennirnir Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa vakið mikla athygli fyrir dúettmálverk sín sem þær mála í sameiningu. Nú
hafa fi mm af málverkum þeirra verið prentuð á kaffi mál og þær systur hyggja á nýja landvinninga.
SAMVINNA
Þær Sara og
Svanhildur kalla sig
Dúósystur og oftar
en ekki eru þær
sjálfar viðfangsefni
verkanna, settar í
listasögulegt sam-
hengi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LISTAMÁL Fimm
af málverkum
systranna hafa
öðlast framhaldslíf
á kaffikrúsum.
MENNING
BÆKUR ★★★★ ★
Sigrún og Friðgeir– Ferða-
saga
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR
JPV-ÚTGÁFA
Saga þeirra Sigrúnar Briem og
Friðgeirs Ólasonar lækna er saga
bjartsýni, ástar, gleði og óþrot-
legrar þrautseigju og nöturleg
örlög þeirra því enn átakanlegri
en ella. Þetta unga, gáfaða, bar-
áttuglaða fólk fórst ásamt þrem-
ur börnum sínum þegar Goðafossi
var sökkt rétt utan landsteinanna
10. nóvember 1944, óskiljanleg og
grimm örlög. Í bók sinni Sigrún
og Friðgeir segir sagnfræðingur-
inn Sigrún Pálsdóttir sögu þeirra
frá æsku til dauðadags á ákaflega
lifandi og sannfærandi hátt allt
þar til þau hverfa í hafið og það
er varla þurr hvarmur á nokkrum
lesanda að lestri loknum.
Sigrún Pálsdóttir er sagnfræð-
ingur og tekur sér engin skálda-
leyfi, rekur söguna eingöngu út
frá skráðum heimildum og stund-
um saknar lesandinn þess að fá
ekki nánari lýsingar á því hvað
ungu hjónin eru að hugsa og gera,
en engu að síður er frásögnin mjög
lifandi og þau hjón verða ljóslif-
andi fyrir augum lesandans sem
stendur sig að því að hvetja þau
áfram í huganum eins og krakki
í þrjúbíói jafnvel þótt hann viti
vel að þeim verður ekki langs lífs
auðið. Svo sterkum tökum ná per-
sónur þeirra á huga lesandans.
Stærsti hluti bókarinnar fjallar
um ár þeirra í Bandaríkjunum en
þangað halda þau í miðri heims-
styrjöld til að sækja sér frek-
ari menntun í læknisfræðinni.
Að íslenskum sið
treysta þau á eigin
sannfæringar-
kraft, guð og lukk-
una til að komast
inn í bandaríska
háskóla, en það
reynist ekki alveg
eins auðvelt og
þau höfðu haldið.
Tekst þó auðvit-
að fyrir rest og
þegar þau hyggja
á heimför er
Friðgeir orðinn
doktor frá sjálf-
um Harvard og
Sigrún búin með
kandídatsár sitt
meðfram því að eignast tvö
börn, en eitt áttu þau fyrir.
Aldarfarslýsingin í bókinni er
fantavel unnin og liggur við að
maður sjái fyrir sér fátæktar-
hverfin í Harlem, andi að sér
reyknum í djassklúbbunum og
finni lyktina á rottufylltum rann-
sóknarstofum. Kannast auðvitað
við þetta allt úr svarthvítum bíó-
myndum fortíðarinnar en hér er
aukið við þá mynd sem þar birtist
og stríðsáraandinn í Bandaríkjun-
um skilar sér vel.
Aðrar persónur en þau hjón
eru lausari dráttum dregnar og
erfitt að tengjast þeim, enda eru
þær aðeins statistar á leiksviði
læknanna tveggja sem bæði eru
svo stórar og hrífandi persónur
að lesandinn hefur engan áhuga
á því að líta af þeim eitt
augnablik til að
kynnast fólkinu
í kringum þau.
S i g r ú n e r
listagóður penni
og þrátt fyrir að
fylgja ströng-
um vinnureglum
sagnfræðinn-
ar tekst henni að
skapa sögu sem
tekur f lestum
skáldsögum fram
hvað varðar áhuga-
verðar persónur og
spennandi fram-
vindu. Lokakafl-
inn sem lýsir þeim
fimm mínútum sem
það tekur Goðafoss að sökkva er
skrifaður af slíkri tilfinningu og
innsæi að hárin bókstaflega rísa á
höfði lesanda og tárin trilla. Gjör-
samlega mögnuð upplifun.
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Fantavel skrifuð og
áhugaverð saga hjóna sem hlutu
grimm örlög. Magnaðri lesning en
flestar skáldsögur.
Óbætanlegur harmur
„Þetta er skemmtilegt og flott pró-
gramm,“ segir Gissur Páll Gissur-
arson söngvari sem ætlar að koma
fram sem Verdi sjálfur í Salnum í
kvöld, með pípuhatt og hvítan trefil,
og syngja sex aríur eftir tónskáld-
ið í tilefni 200 ára afmælis þess. Sú
frægasta er La Donna è Mobile úr
Rigoletto. Flytjendur með honum
á tónleikunum eru Pamela De Sensi
flautuleikari og Eva Þyri Hilmars-
dóttir píanóleikari. „Eva Þyri og Pamela
verða með skemmtilega úrdrætti úr
óperum Verdis, annars vegar úr
La Traviata og hins vegar
Rigoletto – tipla á helstu
stefjunum,“ lýsir Gissur
Páll.
Það verður greini-
lega stíll yfir þessu
hjá þremenningun-
um því auk tónanna
ætlar Gissur Páll
að segja aðeins frá
Verdi og efninu
sem flutt verður.
„Það er alltaf
skemmtilegt
að fá aðeins
að gægjast
á bak við
verkin,“ segir
hann og tekur
fram að tón-
leikarnir verði í
styttri kantinum
eða bara klukku-
tími að lengd. - gun
Kemur fram sem Verdi
Tónleikar til heiðurs Giuseppe Verdi verða í Salnum
í kvöld því 200 ár eru liðin frá
fæðingu hans.
TENÓRINN Gissur Páll æfir
fyrir hádegi og segir það að
fást við Wagner og Verdi
þá sé eins og að stunda
ólympískar lyftingar í
morgunsárið.