Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 1
ÖRYGGISMÁL Starfsmenn Toll-
stjóra og Geislavarna ríkisins hafa
á þessu ári gert upptæka allmarga
leysibenda sem eru margfalt afl-
meiri en almenn notkun réttlætir.
Þeir sem reyna að koma slíkum
tækjum inn til landsins eru oft
unglingar.
Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá
Geislavörnum, segir að leysi bendar
sem eru ætlaðir til almennra nota
hafi geislun sem er undir einu
millivatti (mW). Að sögn Þorgeirs
er styrkur aflmesta leysibendis-
ins sem reynt hefur
verið að koma inn í landið 5.000
mW [5W] og var tækið stöðvað í
tolli. Slíkt tæki er stórhættulegt,
enda þarf aðeins endurkastið af
geisla af styrk yfir 500 mW til
að valda augnskaða, auk hættu á
bruna á húð og íkveikjuhættu.
Helst sækjast unglingar eftir því
að eignast svo öfluga leysi benda.
Á vefsíðu, þaðan sem margir af
vinsælustu leysunum koma, er
algengt að styrkur þeirra sé allt
að 2.000 mW. Þeir eru hins vegar
ekki merktir framleiðanda og eru
oft mun öflugri en þeir
eru gefnir upp
fyrir að vera.
Einar
Stefánsson, prófessor og yfirlæknir
augndeildar Landspítala, segir að
almennt valdi brunar í auga af
völdum þessara geisla varanlegum
skaða. Hann segir að kannski sé
alvarlegast að börn og unglingar
líti á tækin sem leikföng, þegar
ekkert gæti verið fjær sanni, og
bætir við að tækin séu 10 til 20
sinnum aflmeiri en þau sem eru
notuð í lækningaskyni.
Alvarlegt atvik kom upp í maí. Þá
var 13 ára gamall piltur færður til
meðferðar á LSH með alvarlegan
skaða á báðum augum af völdum
leysibendis sem var um 200 sinnum
aflminni en þeir sem nú er reynt að
koma inn í landið. - shá / sjá síðu 4
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
Sími: 512 5000
19. desember 2013
298. tölublað 13. árgangur
SKOÐUN Árni Richard Árnason hefur
áhyggjur af Íslendingaheilkenninu
sem teygir sig víða um samfélagið. 44
SPORT Arnór Atlason ætlar að fórna
öllu til þess að komast á EM í janúar
með íslenska landsliðinu. 82
SÉRBLAÐ
Fólk
REGÍNA Í LINDAKIRKJURegína Ósk verður með sína árlegu fjölskyldujóla-
tónleika í Lindakirkju í Kópavogi annað kvöld kl. 20.
Flutt verða lög af jólaplötu hennar ásamt klassísk-
um jólaperlum. Margir landsþekktir tónlistar-
menn koma fram ásamt Regínu, þeirra á meðal
er hinn eini sanni Raggi Bjarna.
GILBERT
Gilbert Ó.
Guðjónsson úrsmíðameistari nýtir áralanga
þekkingu og
reynslu af úrsmíði til að tryggja ströng-
ustu kröfur.
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIRMargar gerðir
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
KRINGLUNNI & SMÁRALIND
OPIÐ TIL
22
Í KVÖLD
5 DAGARTIL JÓLA
MENNING Söngkonan Hallveig Rún-
arsdóttir upplifði kraftaverkastund á
tónleikum í kirkju í Færeyjum. 74
Panta stórhættulega
leysibenda af netinu
Reynt er að flytja til landsins leysibenda sem gefa þúsundfalt sterkari geisla en
almenn notkun réttlætir. Unglingar líta á tækin sem leikföng. Ekkert er fjær
sanni, segir yfirlæknir augndeildar LSH sem lýsir þeim sem „stórhættulegum“.
FÓLK Það er ekki vitað hversu
margar konur koma til með að
nýta sér aðstöðuna í Konukoti um
jólin. Konukot er neyðarskýli fyrir
heimilislausar konur og þar eru
rúm fyrir átta. Engum er þó vísað
frá, þó allt sé orðið fullt er búið um
konurnar á dýnum eða sófum.
Á daginn á meðan lokað er í
Konukoti fara konurnar gjarnan
í Dagsetrið við Eyjaslóð þar sem
Hjálpræðisherinn rekur athvarf
fyrir heimilislausa.
Í Konukoti fá konurnar kvöldmat
og morgunmat áður en þær fara út
í daginn. Í Dagsetrinu fá gestirnir
hádegismat og síðdegiskaffi. Að
meðaltali koma 25 til 30 manns í
Dagsetrið á degi hverjum.
B æði Konukot og Dagsetrið eru
að stórum hluta rekin fyrir gjafafé
og styrki frá Reykjavíkurborg.
Á báðum stöðum stendur undir-
búningur jóla sem hæst. Búið er að
þrífa, baka og skreyta. Fátt eftir
nema að setja upp jólatré. Konukot
verður opið yfir hátíðarnar og Dag-
setrið verður opið yfir jóladagana.
Sjálfboðaliðar koma og sjá um jóla-
matinn sem er samkvæmt hefðinni,
hamborgarhryggur, hangikjöt og
lambakjöt, og allir sem þangað koma
fá jólagjafir. - jme / sjá síðu 10
Sjálfboðaliðar og starfsmenn að ljúka jólaundirbúningi í neyðarskýlum:
Fá jólamat, húsaskjól og gjafir
BIÐ Bergþóra Guðmundsdóttir er ein þeirra sem heimsækja dagsetrið á Eyjaslóð og þegar kvöldar liggur leið hennar oft í Konu-
kot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL
Bolungarvík -1° NV 10
Akureyri -2° NV 12
Egilsstaðir 2° NV 10
Kirkjubæjarkl. -2° NV 12
Reykjavík 0° NV 8
DJÚP LÆGÐ Norðvestan 10-23 m/s í dag
með mikilli slyddu eða snjókomu fyrir
norðan og austan. Snjókoma vestantil
síðdegis. Yfirleitt vægt frost en hlánar á
láglendi A-til. 4
FÓLK Lokalag Áramótaskaupsins í
ár verður frumsamið af Bagga-
lút, Steinda Jr. og Stop Wait Go.
„Ég geri þá kröfu að lagið ómi í
öllum áramótapartíum og bara
langt fram á nýja árið,“ segir
Steindi um lagið. Umfjöllunar-
efnið er Íslendingum vel þekkt.
Í stuttu máli fjallar lagið um að
strengja áramótaheit. Við Íslend-
ingar erum einstaklega góðir í því
að lofa öllu fögru síðustu klukku-
stundir hvers árs, en svo er allt
annað hvort við förum
eftir því,“ Steindi seg-
ist vona að allir lands-
menn skemmti sér
yfir skaupinu. „Ann-
ars fer ég í felur í þrjá
daga þangað til allir
verða búnir að
gleyma skaup-
inu.“
- kak / sjá 90
Steindi með Baggalút:
Lokalagið
frumsamið
Geta hakkað sig inn í
tölvukerfi bíla á ferð
Hægt er að stýra bílum þráðlaust,
aftengja bremsur eða drepa á vélum
með því að brjótast inn í tölvukerfi
þeirra. 18
Sautján ára þreyta Íbúi í Barðavogi
í Reykjavík er langþreyttur á sleifar-
lagi við snjómokstur í hverfinu. 2
Þingmenn fara í jólafrí Samkomu-
lag hefur náðst um þinglok fyrir jól.
Atvinnulausir fá desemberuppbót og
fallið hefur verið frá komugjöldum á
spítala. 6
Illa tekið í steyptar götur Sam-
göngustjóri Reykjavíkur segir malbik
hafa yfirhöndina gagnvart steypu við
gatnagerð. 8
VIÐSKIPTI Almar Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda, gagnrýnir að
frumvarp um
breytingar á
tollalögum leiði
ekki til þess að
innflutningur
á landbúnaðar-
afurðum verði
í samræmi
við núverandi
neyslu.
Hann segir
að það magn
sem heimilt sé að flytja inn hljóði
einungis upp á fimm prósent af
neysluviðmiði frá níunda áratug
síðustu aldar og neysluvenjur
landans hafi breyst síðan þá.
Skrifstofustjóri í atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu segir
ástæðuna fyrir núverandi viðmiði
vera að samningur WTO miði við
þetta tiltekna viðmið.
- hg / sjá síðu 22.
Gagnrýna tollafrumvarp:
Ekki í samræmi
við neysluvenju
ALMAR
GUÐMUNDSSON
STEINDI JR.