Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 28
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 28 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! TILBOÐS- VERÐ 99.900 KR. VERÐ ÁÐUR 139 .900 KR. UPPLÝSINGAR Litur: Svartur, rauður, og blár Hámarksþyngd: 125 kg Hleðslutími: 6–8 tímar Hámarkshraði: 25 km/klst. Bremsur: Skálabremsur Gírar: Einn gír, 350W Fjöðrun: Vökvademparar T R A F F I C O RAF- SKUTLA TILBOÐSVERÐ99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 139.900 KR. TILBOÐSVERÐ99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 139.900 KR. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 3 4 6 3 Þjónustusími: 561 4210 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta „Það fara um sextíu milljónir króna í þessa viðskiptasmiðju en sú upphæð fer bæði í rekstur henn- ar og fjármögnun verkefna,“ segir Hákon Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Íslenska jarðvarmaklasans. Viðskiptasmiðjan Startup Energy Reykjavík (SER) var formlega stofnuð á félagsfundi klasasamstarfsins síðastliðinn þriðjudag. Henni er ætlað að fjár- magna og styðja við verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins en framkvæmd þess verður í hönd- um Íslenska jarðvarmaklasans og Klak Innovit. „Auglýst verður eftir verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Eftir það verða haldnar tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík í mars þar sem þátt- takendur munu vinna að sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Hákon. Að þeim tíma loknum verður að hans sögn haldinn fjárfestadagur þar sem fyrirtækin kynna hug- myndir sínar fyrir fjárfestum. „Þá mun reyna töluvert á það hversu vel hefur gengið. En reynsl- an með Startup Reykjavík hefur sýnt að fyrirkomulagið hentar vel til þess að efla og undirbúa fyrir- tæki sem eru að taka sín fyrstu skref í mótun og framkvæmd við- skiptahugmynda.“ Hákon segist binda miklar vonir við að mörg spennandi verkefni verði að veruleika í gegnum smiðj- una og nefnir sérstaklega verkefni í tengslum við nýtingu jarðvarma. „Þar liggja gríðarlegir mögu- leikar, annars vegar í að ná betri nýtingu á orkunni og hins vegar í fjölnýtingunni. Margir hafa sýnt þessu áhuga og orkufyrirtækin eiga til dæmis verkefni á vinnslu- stigi sem þau hafa verið að vinna að í samvinnu við marga aðila. Þarna er hugsanlega kominn far- vegur fyrir slík verkefni. Smiðjan er því tæki til að leysa úr læðingi möguleika sem hafa ekki verið í forgangi en gætu skilað miklum framtíðarverðmætum,“ segir Hákon og bætir því við að opnað verði fyrir umsóknir á kynningar- fundi um SER hinn 16. janúar næstkomandi. haraldur@frettabladid.is Setja sextíu milljónir króna í Startup Energy Reykjavík Viðskiptasmiðja fyrir verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu var formlega stofnuð á þriðju- dag. Hún mun fjármagna sjö verkefni sem síðan verða kynnt á fjárfestadegi í Háskólanum í Reykjavík í vor. Á FUNDINUM Um hundrað manns mættu á félagsfund Íslenska jarðvarmaklasans þar sem tilkynnt var um stofnun Startup Energy Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Auglýst verður eftir verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans. Fjármálafyrirtækið GAMMA kynnti í gær nýja vísitölu, Mark- aðsvísitölu GAMMA. Henni er ætlað að veita heildarsýn á þróun íslensks fjármálamark- aðar, að því er fram kemur í til- kynningu. Vísitalan, sem verður send út við lok hvers viðskiptadags, er samsett úr vísitölum ríkis- tryggðra skuldabréfa, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa. „Undirvísitölurnar eru vigt- aðar eftir markaðsverðmæti og er þannig ætlað að endurspegla markaðinn á fullnægjandi hátt,“ segir í tilkynningunni. - hg Samsett úr öðrum vísitölum: Gamma kynnir nýja vísitölu KAUPHÖLLIN Vísitalan er að sögn Gamma sú fyrsta sem nær yfir alla helstu flokka markaðsverðbréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sam- þykkti í gær ríkisaðstoð vegna endurreisnar tveggja íslenskra sparisjóða. Um er að ræða Spari- sjóð Vestmannaeyja og Spari- sjóð Norðfjarðar og aðstoðin var veitt og samþykkt tímabundið í júní 2010 og apríl 2011, sem hluti af aðstoðaráætlun til björgunar fimm smærri sparisjóðum. „Mér þykir miður að það hafi tekið mun lengri tíma en upphaf- lega var gert ráð fyrir að ljúka gerð trúverðugra áætlana um endurskipulagningu sparisjóð- anna. Íslensk stjórnvöld verða nú að taka endanlegar ákvarðanir um framtíð hinna sparisjóðanna þriggja, en endurreisn þeirra hefur enn ekki verið samþykkt af ESA,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA, í tilkynningu á vef EFTA. Heildareignir Sparisjóðs Vest- mannaeyja námu 13 milljörðum króna í árslok 2012 og heildar- eignir Sparisjóðs Norðfjarðar 5,2 milljörðum, en báðir sparisjóð- irnir sinna almennri bankaþjón- ustu, auk þess að sinna annarri tengdri fjármálaþjónustu. „Efnahagshrunið hafði nei- kvæð áhrif á afkomu íslenskra sparisjóða sem í kjölfarið áttu í miklum rekstrarvanda. Flestir sparisjóðir áttu hlut í stóru við- skiptabönkunum, þar á meðal Sparisjóðabanka Íslands hf., sem stofnaður var af sparisjóðunum og gegndi lykilþjónustuhlutverki fyrir þá,“ segir Oda Helen. - skó Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti ríkisaðstoð vegna Sparisjóðs Norðfjarðar og Sparisjóðs Vestmannaeyja: Gefa grænt ljós á ríkisaðstoð við sparisjóði Á NORÐFIRÐI Heildareignir Sparisjóðs Norðfjarðar námu 5,2 milljörðum við lok árs 2012. MYND/AÐSEND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.