Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 28
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 28
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3
ellingsen.is
Munið
gjafabréfi
n!
TILBOÐS-
VERÐ
99.900 KR.
VERÐ ÁÐUR 139
.900 KR.
UPPLÝSINGAR
Litur: Svartur, rauður, og blár
Hámarksþyngd: 125 kg
Hleðslutími: 6–8 tímar
Hámarkshraði: 25 km/klst.
Bremsur: Skálabremsur
Gírar: Einn gír, 350W
Fjöðrun: Vökvademparar
T R A F F I C O
RAF-
SKUTLA
TILBOÐSVERÐ99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 139.900 KR.
TILBOÐSVERÐ99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 139.900 KR.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
3
3
4
6
3
Þjónustusími: 561 4210 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta
„Það fara um sextíu milljónir
króna í þessa viðskiptasmiðju en
sú upphæð fer bæði í rekstur henn-
ar og fjármögnun verkefna,“ segir
Hákon Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Íslenska jarðvarmaklasans.
Viðskiptasmiðjan Startup
Energy Reykjavík (SER) var
formlega stofnuð á félagsfundi
klasasamstarfsins síðastliðinn
þriðjudag. Henni er ætlað að fjár-
magna og styðja við verkefni og
fyrirtæki í orkutengdum iðnaði
og þjónustu. Landsvirkjun, Arion
Banki, klasasamstarfið GEORG
og Nýsköpunarmiðstöð Íslands
koma að fjármögnun verkefnisins
en framkvæmd þess verður í hönd-
um Íslenska jarðvarmaklasans og
Klak Innovit.
„Auglýst verður eftir verkefnum
og á endanum fjárfest í sjö þeirra.
Eftir það verða haldnar tíu vikna
æfingabúðir í Háskólanum í
Reykjavík í mars þar sem þátt-
takendur munu vinna að sínum
nýsköpunarverkefnum,“ segir
Hákon.
Að þeim tíma loknum verður að
hans sögn haldinn fjárfestadagur
þar sem fyrirtækin kynna hug-
myndir sínar fyrir fjárfestum.
„Þá mun reyna töluvert á það
hversu vel hefur gengið. En reynsl-
an með Startup Reykjavík hefur
sýnt að fyrirkomulagið hentar vel
til þess að efla og undirbúa fyrir-
tæki sem eru að taka sín fyrstu
skref í mótun og framkvæmd við-
skiptahugmynda.“
Hákon segist binda miklar vonir
við að mörg spennandi verkefni
verði að veruleika í gegnum smiðj-
una og nefnir sérstaklega verkefni
í tengslum við nýtingu jarðvarma.
„Þar liggja gríðarlegir mögu-
leikar, annars vegar í að ná betri
nýtingu á orkunni og hins vegar í
fjölnýtingunni. Margir hafa sýnt
þessu áhuga og orkufyrirtækin
eiga til dæmis verkefni á vinnslu-
stigi sem þau hafa verið að vinna
að í samvinnu við marga aðila.
Þarna er hugsanlega kominn far-
vegur fyrir slík verkefni. Smiðjan
er því tæki til að leysa úr læðingi
möguleika sem hafa ekki verið í
forgangi en gætu skilað miklum
framtíðarverðmætum,“ segir
Hákon og bætir því við að opnað
verði fyrir umsóknir á kynningar-
fundi um SER hinn 16. janúar
næstkomandi. haraldur@frettabladid.is
Setja sextíu milljónir króna
í Startup Energy Reykjavík
Viðskiptasmiðja fyrir verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu var formlega stofnuð á þriðju-
dag. Hún mun fjármagna sjö verkefni sem síðan verða kynnt á fjárfestadegi í Háskólanum í Reykjavík í vor.
Á FUNDINUM Um hundrað manns mættu á félagsfund Íslenska jarðvarmaklasans
þar sem tilkynnt var um stofnun Startup Energy Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Auglýst
verður eftir
verkefnum og
á endanum
fjárfest í sjö
þeirra.
Hákon Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Íslenska
jarðvarmaklasans.
Fjármálafyrirtækið GAMMA
kynnti í gær nýja vísitölu, Mark-
aðsvísitölu GAMMA. Henni
er ætlað að veita heildarsýn á
þróun íslensks fjármálamark-
aðar, að því er fram kemur í til-
kynningu.
Vísitalan, sem verður send
út við lok hvers viðskiptadags,
er samsett úr vísitölum ríkis-
tryggðra skuldabréfa, hlutabréfa
og fyrirtækjaskuldabréfa.
„Undirvísitölurnar eru vigt-
aðar eftir markaðsverðmæti og
er þannig ætlað að endurspegla
markaðinn á fullnægjandi hátt,“
segir í tilkynningunni. - hg
Samsett úr öðrum vísitölum:
Gamma kynnir
nýja vísitölu
KAUPHÖLLIN Vísitalan er að sögn
Gamma sú fyrsta sem nær yfir alla
helstu flokka markaðsverðbréfa.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN.
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sam-
þykkti í gær ríkisaðstoð vegna
endurreisnar tveggja íslenskra
sparisjóða. Um er að ræða Spari-
sjóð Vestmannaeyja og Spari-
sjóð Norðfjarðar og aðstoðin var
veitt og samþykkt tímabundið í
júní 2010 og apríl 2011, sem hluti
af aðstoðaráætlun til björgunar
fimm smærri sparisjóðum.
„Mér þykir miður að það hafi
tekið mun lengri tíma en upphaf-
lega var gert ráð fyrir að ljúka
gerð trúverðugra áætlana um
endurskipulagningu sparisjóð-
anna. Íslensk stjórnvöld verða nú
að taka endanlegar ákvarðanir
um framtíð hinna sparisjóðanna
þriggja, en endurreisn þeirra
hefur enn ekki verið samþykkt
af ESA,“ segir Oda Helen Sletnes,
forseti ESA, í tilkynningu á vef
EFTA.
Heildareignir Sparisjóðs Vest-
mannaeyja námu 13 milljörðum
króna í árslok 2012 og heildar-
eignir Sparisjóðs Norðfjarðar 5,2
milljörðum, en báðir sparisjóð-
irnir sinna almennri bankaþjón-
ustu, auk þess að sinna annarri
tengdri fjármálaþjónustu.
„Efnahagshrunið hafði nei-
kvæð áhrif á afkomu íslenskra
sparisjóða sem í kjölfarið áttu í
miklum rekstrarvanda. Flestir
sparisjóðir áttu hlut í stóru við-
skiptabönkunum, þar á meðal
Sparisjóðabanka Íslands hf., sem
stofnaður var af sparisjóðunum
og gegndi lykilþjónustuhlutverki
fyrir þá,“ segir Oda Helen.
- skó
Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti ríkisaðstoð vegna Sparisjóðs Norðfjarðar og Sparisjóðs Vestmannaeyja:
Gefa grænt ljós á ríkisaðstoð við sparisjóði
Á NORÐFIRÐI Heildareignir Sparisjóðs
Norðfjarðar námu 5,2 milljörðum við
lok árs 2012. MYND/AÐSEND