Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 38

Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 38
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 38 að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleð skapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs. Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brot- legir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfs- breyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrif- um vímuefna en þeim sem lög- reglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Rétturinn til þess að komast heilu og höldnu milli staða Við sem notum umferðina dag- lega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindis- félag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við öku- menn til að vera búnir að skipu- leggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim. Í tilefni þess að ný ríkis- stjórn ætlar að efla íslenska menningu (svo) og einnig að RÚV fór af stað með þátt um íslenskt mál, Orðbragð, í haust, vil ég leggja mitt af mörkum með þessari stuttu grein. Vinsamlega klippið hana út úr blaðinu, plastið og setjið upp á vegg og lesið daglega. Ekki segja „hérna“ Hugsaðu áður en þú talar. Ef þú hugsar ekki hraðar en þú talar, skaltu varast að segja „hérna“ í öðru hverju orði, eins og fjórir af hverjum fimm Íslendingum, því fátt sker jafnilla í eyru. Ef þú hefur ekki tekið eftir þessu, skaltu hlusta á viðtalsþætti í útvarpi og sjónvarpi, t.d. Í viku- lokin, Sunnudagsmorgun, Kast- ljósið eða Kiljuna og fréttaviðtöl. Forðastu að hefja mál þitt eða svar með „Ammmmm...“ sem smeygði sér inn í íslenskuna með amerískum sjónvarpsþáttum. Ekki segja: „Aaaaa...“ eða ein- hvern annan sérhljóða og allra síst með kokhljóði, ef þú þarft að hugsa þig um. Aldrei segja „sko“ í lok setningar. Hvorki segja né skrifa „sem sagt“… … nema þú hafir útskýrt eitthvað ítarlega í löngu máli, þá dregur þú mál þitt saman og segir: „Sem sagt, þannig er farið að því … “ Fjöldi Íslendinga ofnotar „sem sagt“ í daglegu tali, t.d. frétta- menn, viðmælendur þeirra og stjórnendur sjónvarpsþátta – að ógleymdum þýðendum norrænna sakamálasagna sem nota það allt að þrisvar til sjö sinnum á sömu blaðsíðunni. Ég benti síðastnefnda hópnum á þetta í grein í Frétta- blaðinu 10. apríl 2012, „Er sem sagt, sko?“, (bls. 19) og útskýrði aðferð til að forðast það. Aðferðin felst í því að láta Word-forritið finna „sem sagt“ og lýsa það upp með gulu – fylla skjáinn af blaðsíðum og þá er eins og einhver hafi pissað yfir textann. Þetta er mjög sálræn upplifun og fær þann sem reynt hefur, að forðast „sem sagt“ eða annað sem hann/hún vill forðast að ofnota. Aðeins einn „sem sagt“ þýð- andi hafði samband við mig með tölvupósti. Hann taldi sig bund- inn af Bernarsáttmálanum frá 1887 (tók gildi á Íslandi 1947) sem HKL hefði bent sér á og að hann yrði að vera trúr upphaf- lega handritinu. Ekki hefur HKL fylgt eigin ráðum er hann þýddi „Vopnin kvödd“ 1941 (Farwell to Arms) eftir Ernest Miller Hem- ingway né við endurútgáfuna 1977. Fyrsta þýðing hans á titl- inum var „Kveðja til vopnanna“, sem er afleit þýðing. HKL átti síðan í miklu stríði við þýðinguna; fékk ákúrur frá Kennarafélagi Suður-Þingeyinga fyrir aðför að íslensku ritmáli og alnafni hans, skólastjóri í Vestmannaeyjum, taldi um fjögur þúsund ritvillur áður en hann skrifaði ádeilugrein í Tímann. En Sigfús Daðason, skáld, rit- aði í varnargrein: „… var þýðing Halldórs mér einnig fyrsta lexía í þýðingarfræði, og mér lærðist þá þegar að frumtexti og þýðing er sitt hvað.“ Ekki tala í nafnhætti Íþróttafréttamenn eru verstu nafnháttanotendurnir, en nýbúar eiga líka erfitt með beygingu íslenskra sagna, svo þeir nota nafnhátt í staðinn. Þeir segja: „Ég er ekki að skilja þetta“ í stað: „Ég skil þetta ekki“. Og Íslendingar taka undir þetta og segja: „Herjólfur er ekki að sigla …“ í stað: „Herjólfur siglir ekki.“ Í lífsstílsþætti var sagt: „Hvað ertu að nota á húðina … í stað: „Hvað notarðu á húðina?“ Í Útsvari var spurt: „Eruð þið ekki að finna fyrir því … “ í stað: „Finnið þið ekki fyrir því?“ Stór- lax í viðskiptaheiminum sagði: „Hefur ekki verið að skila sama árangri …“ í stað: „Hefur ekki skilað sama árangri …“ Í tilefni ofangreinds þáttar um íslenskt mál á RÚV hófst grein í Frétta- blaðinu á setningunni: „Við erum að fara að vaða í tökur á þessu.“ … og dæmi nú hver fyrir sig. Það versta við svona greinar er að þeir sem þyrftu að lesa þær gera það ekki, því bið ég þig, lesandi góður, að benda þeim á greinina sem þér finnst að ættu að lesa hana. Besta ráðið gaf ég í upphafi: Klippið greinina út, plastið, hengið upp á vegg og lesið daglega. Til varnar íslenskri tungu MENNING Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðar- maður ➜ Hugsaðu áður en þú talar. Ef þú hugsar ekki hraðar en þú talar, skaltu varast að segja „hérna“ í öðru hverju orði, eins og fjórir af hverjum fimm Íslendingum, því fátt sker jafnilla í eyru. Ef þú hefur ekki tekið eftir þessu, skaltu hlusta á viðtals- þætti í útvarpi og sjónvarpi, t.d. Í vikulokin, Sunnudags- morgun, Kastljósið eða Kiljuna og fréttaviðtöl. Nú í jólamánuð- inum eru margir sem gera sér g l að a n d a g, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér daga- mun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugg- lega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu? Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lög- brot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 pró- millmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður. Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá ein- hvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur Hvernig kemst ég heim? UMFERÐAR- öRYGGI Einar Guðmundsson formaður Brautarinnar ➜ Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikil- vægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigu- bíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. AF NETINU Niðurlægjandi samkomulag Margir fagna mjög samkomulagi um lok þingsins. Sam- komulagið hljóðar upp á millifærslu upp á 800 milljónir króna. Með öðrum orðum: peningar eru færðir til á milli liða, m.a. teknir úr starfsendurhæfingarsjóði og fluttir yfir til desemberuppbóta fyrir atvinnuleitendur, til að mæta tekjutapi af gistináttaskatti af sjúklingum og smá viðbætur í sjóði skapandi greina. [...] Þessar 800 milljónir eru um 1% af EBITDA í sjávarútvegi á síðasta ári. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja ekki þá peninga. Þeir vilja heldur skera niður. Án þess að ætla að gera lítið úr samkomulaginu á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, þá myndi ég hvetja fólk til stillingar í fangaðarlát- unum. Fjárlagafrumvarpið er eftir sem áður niðurlægjandi fyrir okkur öll. http://www.bvg.is Björn Valur Gíslason ➜ Fjöldi skráðra brota hjá lögreglu Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þ. 12. des. 2013 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi 2012-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr.105/2006 um umhverfismat áætlana. Nýtt aðalskipulag sem tekur til tímabilsins 2012-2030 er endur- skoðun á aðalskipulagi 1998-2018. Endurskoðun hefur staðið yfir undanfarin ár og felur í sér margvíslega greiningarvinnu, samráð hefur verið haft við íbúa og hagsmunaðila með kynningafundum og auglýsingum.  Aðalskipulagstillagan ásamt fylgigögnum liggur frammi í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 27, Höfn virka daga á opnunartíma frá 19. des.  til og með 10. feb. 2014. Sömu gögn eru einnig til sýnis hjá Skipulagstofnun, Laugarvegi 166, 3. hæð.  Athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 29. okt. 2013 eru lagðar fram með aðalskipulagstillögunni ásamt viðbrögðum sveitarfélagsins sem samþykkt voru 12. des. 2013. Tillöguna og önnur kynningargögn má nálgast á vef sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér wtillö- guna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en 10. febrúar 2014. Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is BjöRN VALUR GíSLASON ALþINGIS- MAÐUR 2007 2008 2009 2010 2011 2012 1285 1124 891 829 824 843 344 331 446 518 589 702 Ölvun við akstur Fíkniefna akstur Grillað með Jóa Fel Jólagjöfin handa grillmeistaranum! Í bókinni er fjöldi uppskrifta af frábærum grillmat. Bókin er í stóru broti, ríkulega myndskreytt, á fjórðahundrað blaðsíður og á frábæru verði. Tilnefnd til hinna virtu GOURMAND VERÐLAUNA Best Barbecue Cookbook 2013 Sölustaðir: Bónus, Eymundsson, Fjarðarkaup, Garðheimar, Hagkaup og bakarí Jóa Fel.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.