Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 19.12.2013, Síða 40
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 40 Örn Bárður Jónsson, sókn- arprestur og „áhugamaður um ástkæra, ylhýra málið“, ritar grein í Fréttablaðið 29. nóvember um það sem hann kallar nefnifallsfár. Beinir hann spjótum sínum sér- staklega að póstþjónustunni, sem á sínum tíma ákvað að nöfn póststöðva skyldi rita í nefnifalli. Séra Örn er ekki sá fyrsti sem kvartar yfir þessu. Ágæt grein um þetta efni birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst 1985 undir fyrirsögninni „Er Stafholt í Borgarnesi?“ Höfundurinn, dr. Björn S. Stef- ánsson, benti á þann möguleika að sleppa nafni póststöðvar þegar svo bæri undir, en rita einungis póst- númerið, ef til vill með stafnum P á undan (t.d. P-101). Síðan eru liðnir tæpir þrír áratugir, og flestir virð- ast hafa sætt sig við nefnifallið í póstáritunum. Nafni póststöðvar ofaukið Sjálfur hef ég alla tíð verið ósáttur við þessa reglu. Ég nefni sem dæmi, að þegar ég þurfti að rita bréf til frænda míns sem býr að Núpstúni í Hrunamannahreppi, átti utaná- skriftin að enda á 801 Selfoss. Burtséð frá nefnifallinu eru fullir 40 kílómetrar frá Núpstúni að Sel- fossi. Þetta skánaði að vísu þegar pósthús var opnað að Flúðum, sem er töluvert nær Núpstúni. Í stað 801 Selfoss kom þá 845 Flúðir, og gildir það enn þó að pósthúsið að Flúðum hafi reyndar verið lagt niður. Þótt ég skilji röksemdir póstyfir- valda fyrir nefnifallinu hef ég verið sammála Birni Stefánssyni um það að nafni póststöðvar í utanáskrift sé ofaukið. Ég hef því haft þann hátt- inn á að rita einungis póstnúmerið, en með IS framan við, líkt og útlend- ingum er ætlað að gera. Utaná- skriftin til frænda míns verður þá sem hér segir: Hr. Brynjólfur Guðmundsson Núpstúni Hrunamannahreppi Árnessýslu IS-845 Íslandspóstur hlýtur að teljast fullfær um að ráða í eigin póst- númer, og því ætti að vera óþarfi að tilgreina nafn póststöðvar (sem jafnvel er á vergangi, hafi pósthúsið verið lagt niður). Aðferð mín gæti gagnast öðrum sem þykir ankanna- legt að rita póststöðvarnöfn í nefni- falli. Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiði heimildum makríls verði úthlutað varan- lega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á upp- boði sem myndað gæti öflug- an tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og frétta- maðurinn Þorbjörn Þórðar- son ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmda stjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makríl- afurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnað- ur við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávar- útveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiði- heimilda. Útgerðarmenn telja eðli- legt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað. Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríll- inn aukið verulega nýtingu á skip- um og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir lang- tímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum for- sendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sann- gjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum. Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslu- fyrirtækjum grunn til að skipu- leggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipu- lögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota upp- boðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá mögu- leikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiði- heimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðs- sölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerð- unum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiði- heimildir. Náum við sátt um það? Norðmenn hafa tekið afger- andi forystu meðal þjóða heims í rafvæðingu bílaflota síns. Í nóvember voru raf- bílar um 14% af öllum seld- um bílum í Noregi og Nissan Leaf var mest selda einstaka bílategundin í þessum sama mánuði. Nú eru yfir 17 þús- und rafbílar á vegum Nor- egs og hefur sala þeirra milli ára meira en tvöfaldast. Allt bendir því til þess að opin- bert markmið Norðmanna um 200 þúsund rafbíla í landinu árið 2020 náist og meira en það. Skýr stefna í Noregi Þessi árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna þess að norsk stjórnvöld, bæði ríkisstjórn, þjóð- þing og sveitarstjórnir hafa mótað og stutt þá stefnu að rafvæða bif- reiðaflotann. Um áratugur er síðan slík stefna var fyrst sett fram. Þar á bæ voru menn því vel undir það búnir að taka á móti „alvöru“-raf- bílum sem hafa verið að koma á markaðinn á síðustu 2-3 árum svo sem Nissan Leaf, Tesla o.fl. Með opinberum stuðningi hafa verið settar upp í landinu yfir 200 hraðhleðslustöðvar og fjörutíu bætast við á næstunni. Sveitar- félög hafa haft frumkvæði að upp- byggingu meira en 4.000 minni hleðslustöðva, sem flestar eru í eigu þeirra. Þau hafa einnig veitt rafbílum margs konar forrétt- indi í akstri svo og fríðindi í bíla- stæðum. Horft í allar áttir á Íslandi Þrátt fyrir að hvergi í heiminum séu jafn hagstæðar aðstæður fyrir rafbíla og á Íslandi eru aðeins nokkrir tugir rafbíla á vegum Íslands. Megin ástæða þess að ekki hefur orðið hliðstæð þróun hér lendis og í Noregi er,að mati undir ritaðs, skortur á opinberri stefnu. Hér á landi hefur verið sett fram almenn opinber stefna um orku- skipti í samgöngum sem formlega var gefin út í nóvember 2012. Þar segir í einum stefnuliða skjalsins: „Gerð verði hagkvæmnisathugun á uppbygg- ingu innviða fyrir ALLA kosti orkuskipta, þ.e.a.s. mismunandi orkugjafa og orkubera.“ Hér er beinlínis sagt að stjórnvöld ætli ekki að hafa neina skoðun á því hvers konar orkuskipti eigi að fara fram í samgöngum. Fróðlegt er að bera þetta stefnu- leysi í orkumálum bifreiða saman við þá stefnu sem stjórnvöld hér á landi mótuðu í orkuskiptum til húshitunar á 8. áratug síðustu aldar. Öruggt má telja að hitaveitu- væðingin hér á landi hefði ekki átt sér stað með jafnafgerandi árangri ef engin opinber stefna hefði þá verið mótuð né henni fylgt eftir með margs konar frumkvæði og stuðningi. Þjóðin nýtur þess í dag því talið er að uppbygging hita- veitna um allt land spari árlega um 70 milljarða króna og það að mestu í erlendum gjaldeyri. Ódýrir innviðir Á Íslandi er til staðar ónýtt umframraforka sem duga myndi til að knýja allan bílaflota lands- manna væri honum skipt í rafbíla. Rafmagn er aðgengilegt um mest allt land og því eru allir grunn- innviðir til staðar, þótt sums staðar þurfi að efla flutnings getu raflína. Reikna má með að hver hraðhleðslustöð kosti að jafnaði um fimm milljónir króna og fyrir nokkur hundruð milljónir og á nokkrum mánuðum mætti koma upp öflugu neti slíkra stöðva á öllu landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um yfirburði raforkunn- ar. Hún hefur a.m.k. þrefalt hærri nýtni stuðul en allt brennsluefni og kostar aðeins 5-10% af því sem jarðefnaeldsneytið kostar. Framtíðin er komin Tímabært er að endurskoða þá „allra kosta“-stefnu sem opinber- lega er til staðar um orkuskipti í samgöngum. Að láta markaðinn ráða för í þessu máli er að mínu mati álíka heppilegt og ef olíu- félögin og raforkufyrirtækin hefðu mótað húshitunarstefnuna fyrir 30-40 árum. Þá hafa einstök fyrirtæki í umferðargeiranum lít- inn ávinning af því að rafbílar nái hratt fótfestu hér á landi. „Rafbíla- væðing er ekki lengur framtíðin, hún er nútíminn“ svo vitnað sé í orð formanns orku- og umhverfis- nefndar norska stórþingsins fyrir nokkrum dögum. ➜ Íslandspóstur hlýtur að teljast fullfær um að ráða í eigin póstnúmer, og því ætti að vera óþarfi að tilgreina nafn póst- stöðvar. ➜ Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfi st að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöfl - unar. ➜ Þrátt fyrir að hvergi í heiminum séu jafn hag- stæðar aðstæður fyrir raf- bíla og á Íslandi eru aðeins nokkrir tugir rafbíla á vegum Íslands. Meginástæða þess að ekki hefur orðið hliðstæð þróun hérlendis og í Noregi er, að mati undir- ritaðs, skortur á opinberri stefnu. Makríll - úthlutun og uppboð veiðiheimilda Rafbílar – stefna óskast ORKUMÁL Magnús Jónsson veðurfræðingur og áhugamaður um rafb ílavæðingu SJÁVAR- ÚTVEGUR Darri Gunnarsson framkvæmdastjóri Nefnifallsfárið ÍSLENSKT MÁL Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur Pekanhnetur og jurtir: 2 dl pekanhnetur 2–3 sellerístilkar, skornir í bita 1/2 blaðlaukur, skorinn smátt 1/2 rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, skorinn smátt 1 grænt epli, skorið í teninga 1/2 fenníka, skorin smátt 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður, smátt skorinn 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 4 msk fersk estragonblöð, skorin smátt 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1 msk hlynsíróp kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Kastaníuhnetur, ávextir og beikon: 2 dl kastaníuhnetur 1/2 dl furuhnetur 4 plómur, 4 apríkósur, 2 nektarínur, flysjaðar, steinninn fjarlægður og skornar í báta 1 dl vínber, steinlaus og skorin í tvennt 1 grænt epli, skorið í teninga 2 sellerístönglar, skornir smátt 8 sneiðar beikon, fínt skorið og steikt. 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1–3 msk hlynsíróp (fer eftir súrleika ávaxtanna) kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Skolið fuglinn vel undir köldu vatni að innan og utan. Þerrið vel með eldhúspappír. Saltið (gjarnan með kryddjurtasalti) að innan. Að fylla kalkúna er ekki eingöngu sem meðlæti með hátíðarrétt- inum heldur er það líka bragð- og kryddkeimurinn sem skiptir máli. Best er að matreiða kalkúnann við lágan hita og lengi í ofni. Þumalfingursreglan er 120° og 40 mínútur á kíló. Pensla hann stöðugt með bráðnu smjöri sem hefur verið kryddað með salti og pipar. Einnig er vinsælt að væta viskustykki upp úr bræddu smjörinu og leggja ofan á. Þá smyr fuglinn sig sjálfur. Að loknum eldunartímanum er fuglinn tekinn út og ofninn hækkaður upp í 220°. Þegar það hitastig er komið smellið þá kalkúnanum í ofninn og brúnið við háa hitann í nokkrar mínútur. Athugið að fara þá ekkert frá ofninum og fylgist mjög vel með svo að kalkúninn brúnist ekki of mikið og brenni. Pekanhnetur og jurtir. Blandið hnetunum og öllum jurtunum saman, nema rósmarín og timjangreinunum í víða skál. Hellið bræddu smjörinu yfir, kryddið og piprið rausnarlega með bæði hvítum og svörtum pipar. Látið brauðteningana út í og blandið vel saman með sleif. Rósmarín- og timjangreinarnar stingast svo heilar með fyllingunni þegar hún fer í kalkúnann og verða fjarlægðar að lokinni eldun. Kryddjurtagreinarnar gefa ilm og angan í fyllinguna. Kastaníuhnetur, ávextir og beikon. Blandið innihaldinu saman eins og lýst er hér að ofan. Rósmarín og timjangreinar einnig not- aðar á sama hátt. KALKÚNI OG TVÆR FYLLINGAR 5–6 kílóa kalkúni fyrir 10–12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.