Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 46
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Mér finnst gott að láta gott af mér leiða og fannst vanta myndlist á veggi geðdeildarinnar þannig að ég ákvað að bæta úr því,“ segir Sigurdís Harpa Arnarsdóttir mynd- listarmaður sem á dögunum færði geðdeild Landspítalans olíumálverk að gjöf. Málverkið heiti Sigur og var sérstak- lega málað með Geðdeildina í huga. „Manneskjan á mynd- inni er að vakna og það er það sem gerist á geðdeildinni; fólk vaknar til lífsins á ný,“ segir Sigurdís. Sigurdís útskrifaðist sem myndlistarmaður árið 1994 og hefur síðan haldið rúmlega fjörutíu sýningar. Hún segir erfitt að lifa af listinni en það sé þó hægt. Geðdeild- in er ekki eina stofnunin sem hún hefur styrkt með mynd- list því síðustu ár hefur hún farið í Kvennaathvarfið á aðfangadag og gefið þeim konum sem þar dveljast myndir eftir sig. „Ég á ekki mikið af peningum en gef það sem ég á, því mér finnst mikilvægt að gleðja þá sem eiga um sárt að binda og hvet aðra myndlistarmenn til að gera það sama,“ segir hún. „Það þurfa ekkert að vera jól til þess að maður gleðji aðra. Ef maður er aflögufær á einhvern hátt á maður að gefa með sér.“ fridrikab@frettabladid.is Vill gleðja þá sem eiga um sárt að binda Sigurdís Harpa Arnarsdóttir myndlistarkona vildi lífga upp á umhverfi ð á geðdeild Land- spítalans og færði deildinni málverk eft ir sig að gjöf í tilefni jólanna. Hún segir þó enga ástæðu til að binda gjafmildina við jólin, þeir sem geti eigi að deila með öðrum. GÓÐ GJÖF María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs og Sigurdís Harpa Arnarsdóttir við afhendingu gjafarinnar. „Bærinn er að brenna.“ Með þessum fréttum voru Akur- eyrarbúar vaktir um klukkan fjögur að morgni 19. desember árið 1901. Þeir sem fyrst litu út sáu loga slá upp um þakið á geymsluhúsi sem áfast var við Hótel Akureyri í miðjum bænum þar sem hann er þéttbyggðastur. Þar voru timburhús hvert við annað báðum megin strætisins sem er örmjótt. Brunnu þarna tólf stór hús og urðu 52 heimilislausir. Ekkert slökkvilið var á Akureyri og engin slökkvidæla en bæjarbúar gengu svo rösklega fram við slökkvistarfið að þeim tókst að hefta útbreiðslu eldsins frekar. Annars hefði miðbærinn allur líklega brunnið. ÞETTA GERÐIST: 19. DESEMBER 1901 Tólf stórhýsi brunnu á Akureyri Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES ÞORKELSSON hjúkrunar- og dvalarheimilinu Gund, andaðist að kvöldi mánudagsins 16. desember. Útför verður auglýst síðar. Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir Helga Hannesdóttir Bjarndís Hannesdóttir Henry Olaniyi Ojofeitimi Gunnlaug Hannesdóttir Hlynur Bergvin Gunnarsson Anna Kristín Hannesdóttir Helgi Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA JÓNSDÓTTIR Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést mánudaginn 16. desember á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 30. desember kl 13.:30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Ingibjörg Kjartansdóttir Gestur Björnsson Kjartan F. Kjartansson Dýrleif Ingvarsdóttir Sumarliði M. Kjartansson Björg Hjörleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku sonur okkar, bróðir og barnabarn, SVEINN ZOËGA lést á heimili sínu mánudaginn 16 desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafasjóð Rjóðursins, reikningsnúmer 513-26-22241, kt. 640394-4479. Gunnar Zoëga Valdís Guðlaugsdóttir Jenný Zoëga Guðlaugur Jónsson Sigríður Þorsteinsdóttir Jón Gunnar Zoëga Guðrún Björnsdóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÓLÖF ÓSK SIGURÐARDÓTTIR lést að heimili sínu sunnudaginn 15. desember. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 20. desember klukkan 15.00. Sigrún Björg Bragadóttir Barba Thomas Michael Barba Garðar Bragason Prapha Bragason Sigurður Axelsson Marcia Dias Jóhanna Elsa Axelsdóttir Gísli Vigfús Sigurðsson Björn Sigurðsson Bryndís Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra dóttir okkar, systir, mágkona og barnabarn, ANIKA HELGADÓTTIR Mýrarási 6, Reykjavík, lést á Barnaspítalanum 13. desember sl. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag langveikra barna, og Einstök börn. Helgi Harðarson Guðrún Sóley Guðnadóttir Inga Sigurrós Guðnadóttir Berglind Ósk Guðnadóttir Stefan Johannes Van Nierop Hörður Helgason Hörður Sigmundsson Guðrún Þórðardóttir Okkar kæri, EINAR ERLENDUR HELGASON kennari og myndlistarmaður, Einilundi 4b, Akureyri, lést 15. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju á þorláksmessudag, mánudaginn 23. desember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsfélagið á Akureyri. Ásdís Karlsdóttir Anton Einarsson María Hrefna Einarsdóttir Halla Einarsdóttir Jón Halldórs Bjarnason Hrönn Einarsdóttir Halldór Ómar Áskelsson Logi Már Einarsson Arnbjörg Sigurðardóttir Arna Einarsdóttir Samúel Björnsson Gauti Einarsson Hafdís Bjarnadóttir afa- og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR Sóleyjarima 5, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, sunnudaginn 15. desember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju, föstudaginn 20. desember kl. 13.00. Gunnar Jón Árnason Katla Gunnarsdóttir Haukur Erlingsson Hreiðar Gunnarsson Halla Magnúsdóttir Sverrir Óskar Stefánsson Þórhildur Anna Jónsdóttir barnabörn og langömmubarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar systur minnar, VALGERÐAR GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Lundi, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Valgeir Guðmundsson frá Ísólfsskála. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, móður og systur, BERGLINDAR HEIÐU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra hinna yndislegu vina fyrir veittan stuðning og hlýju. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Bjarnheiður Einarsdóttir Guðmundur Sigursteinsson Bjarnheiður Ninja Sigmundsdóttir Sæunn Árný Sigmundsdóttir Kristján Már Hilmarsson Helga Nanna Guðmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU ÞÓRÐARDÓTTUR. Eiríkur Runólfsson Rúnar Eiríksson Auður Hjálmarsdóttir Jón S. Eiríksson Þórdís Þórðardóttir Emma G. Eiríksdóttir Hafþór Gestsson Þórður Eiríksson Erla Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Vegna stærðar blaðsins á morgun, föstudag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í föstudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.