Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 54

Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 54
FÓLK|TÍSKA Sissa amma er alltaf svo ótrúlega fín og vel til höfð svo nafnið á búðinni kom alveg um leið, Sissubúð. Við Sirrí höfum báðar sérstakt dálæti á fallegum kjólum, en komumst ekki með tærnar þar sem amma er með hælana hvað varðar elegans,“ segir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, en hún hefur stofnað vefverslunina sissubud. is með föt í anda sjötta og sjö- unda áratugarins, ásamt frænku sinni, Sigríði Elínu Ásgeirsdóttur. Í búðinni leggja þær áherslu á kjóla og segjast ekki kaupa neitt inn nema þeim líki það sjálfum. „Mömmur okkar voru mjög duglegar að sauma á okkur kjóla þegar við vorum litlar og oft vorum við útstungnar af títu- prjónum þegar var verið að máta á okkur. Við æptum og skrækt- um þá, en ætli þetta sauma- æði hafi ekki átt sinn þátt í að smita okkur af kjólabakteríunni. Saumabakterían smitaðist hins vegar ekki. Við erum meira í að kaupa allt tilbúið,“ segir Sigrún hlæjandi. „Við kaupum fötin frá nokkr- um framleiðendum, meðal ann- ars breskum og bandarískum, til dæmis verslum við töluvert við mjög flottan hönnuð sem er í Brooklyn og hannar undir merkj- um Family Affairs. Kjólarnir eru vinsælastir, dömulegir og klass- ískir en þeir eru mjög klæðilega sniðnir og henta öllum konum. Nú förum við að bæta við vörum en áherslan verður áfram á kjólana. Vonandi fáum við skó og fylgihluti á næstu vikum,“ segir Sigrún og bætir við að viðtökurn- ar hafi verið framar vonum. „Sissubúð fer ótrúlega vel af stað og í raun miklu betur en við áttum von á. Ég er bókmennta- fræðingur og hef aldrei komið nálægt tískubransanum áður, en þetta er mjög skemmtilegt verk- efni. Amma fylgist líka vel með öllu en hún opnaði búðina form- lega. Það er sérstaklega gaman að hafa hana með í þessu,“ segir Sigrún. Sissubúð sendir um allt land en einnig má hafa samband við Sigrúnu í gegnum vefsíðuna og fá að skoða og máta. ■heida@365.is LEKKERHEIT SISSU ÖMMU KJÓLAR Tíska sjötta og sjöunda áratugarins er í sérstöku uppáhaldi hjá bókmenntafræðingnum Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur. Hún opnaði netverslun með fatnað frá þessu tímabili fyrir stuttu og nefndi búðina eftir ömmu sinni. MEÐ KJÓLABAKTERÍU Sigrún Margrét Guðmundsdóttir hefur verið veik fyrir fal- legum kjólum frá barnæsku. Hún opnaði vefverslunina Sissubúð.is á dögunum ásamt frænku sinni og nefndi búðina í höfuðið á ömmu þeirra beggja. MYND/DANÍEL KLÆÐILEG SNIÐ Sigrún og Sirrí kaupa ekkert inn nema þeim líki það sjálfum. Kjól- arnir renna út eins og heitar lummur. ELEGANS Nánari upplýsingar eru á www. sissubud.is. Sissubúð er líka á Facebook. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ELEGANS „Við Sirrí höfum báðar sérstakt dálæti á fallegum kjólum, en komumst ekki með tærnar þar sem amma er með hælana hvað varðar elegans.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.