Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 73
FIMMTUDAGUR 19. desember 2013 | MENNING | 61
Kraumslistinn 2013 var kynntur
í sjötta sinn í gær. Á Kraums-
listanum í ár er að finna sjö framúr-
skarandi plötur frá metnaðarfullu
tónlistarfólki.
„Það var ekki auðvelt verkefni að
gera upp á milli allra þeirra góðu
platna sem skipuðu Úrvalslistann
og komu út á árinu enda enginn
vafi á því að tónlistarárið 2013 var
gott og mikill kraftur í íslensku
tónlistarfólki,“ segir Jóhann Ágúst
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Kraums tónlistarsjóðs.
Tuttugu manns áttu sæti í dóm-
nefnd Kraumslistans 2013 en
það voru þau Andrea Jónsdóttir,
Anna Andersen, Arnar Eggert
Thoroddsen, Árni Matthíasson,
formaður dómnefndar, Benedikt
Reynisson, Bob Cluness, Egill
Harðar son, Elísabet Indra Ragnars-
dóttir, Guðni Tómasson, Haukur
Viðar Alfreðsson, Helena Þrastar-
dóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helga
Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði
Magnússon, María Lilja Þrastar-
dóttir, Ólafur Halldór Ólafsson,
Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti
Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn
Edda Magnúsdóttir.
Plöturnar sjö sem sköruðu fram
úr og skipa Kraumslistann eiga
það sameiginlegt að vera frum-
legar, spennandi og fjölbreyttar en
Kraumur mun leggja sitt af mörk-
um á komandi ári við að kynna
þessi verk fyrir erlendum fjöl-
miðlum og fólki sem starfar innan
tónlistargeirans.
Sjóðurinn mun styðja við Kraums-
listaplöturnar og jafnframt auka við
möguleika listamannanna á bak við
þær til að koma verkum sínum á
framfæri erlendis með því að kaupa
ákveðinn fjölda af plötunum og
dreifa þeim til ýmissa starfsmanna
tónlistarbransans erlendis. - glp
Sjö metnaðarfullar plötur skipa Kraumslista ársins 2013
Á listanum í ár er að fi nna sjö plötur frá metnaðarfullu, íslensku tónlistarfólki.
■ Cell7– Cellf
■ Dj. flugvél og geimskip -
Glamúr í geimnum
■ Grísalappalísa - Ali
■ Gunnar Andreas Kristinsson–
Patterns
■ Just Another Snake Cult -
Cupid Makes a Fool of Me
■ Mammút - Komdu til mín
svarta systir
■ Sin Fang - Flowers
➜ Kraumslistinn 2013
Verðlaunaplötur
(listinn er birtur í stafrófsröð)
KYNNINGIN Mynd frá því á kynningu
á Kraumslistanum í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vefsíðan Rolling Stone er búin
að taka saman lista yfir fimm
verstu sjónvarpsþætti ársins
og nær Óskarsverðlaunahátíðin
með kynninum Seth MacFarlane
næstum því að hreppa sigursætið
vafasama.
1. The Goldbergs (ABC)
„Gamaldags fjölskyldugaman-
þáttur frá gamaldags sjónvarps-
stöð. Hvað gæti klikkað? Hver
elskar ekki grín frá níunda ára-
tugnum? Og fólk öskrandi hvað
á annað? Kveikið á kerti fyrir
það sem er eftir af bandarískum
gamanþáttum,“ er skrifað á vef-
síðunni.
2. Óskarinn með gaurnum sem
samdi Ted (ABC)
„Nei, í alvörunni, þetta gerðist.
Þeir leyfðu lúðanum sem skrifaði
kvikmyndina Ted að kynna
Óskarinn. „Seth MacFarlane“ er
nafn hans. Hann truflaði kvik-
myndastjörnur í ræðum þeirra
því hann þurfti meiri tíma til
að syngja lög og segja skrýtlur.
George Clooney vann Óskarinn
fyrir að framleiða Argo en hann
fékk ekki að segja orð því það var
ekki nægur tími þar sem kynn-
irinn vildi syngja einn dúettinn
enn með Kristin Chenoweth.
Þetta gerðist í alvöru,“ er skrifað
á Rolling Stone.
3. Community (NBC)
„Flestir þættirnir voru svo
slæmir að ég gat ekki klárað þá
og Community geymdi það versta
þar til síðast – síðustu tveir þætt-
irnir voru svo hræðilegir að allir
virtust vera að öskra: Hjálpið
mér úr þessum helvítis þætti!“
4. True Blood (HBO)
„Eru þeir komnir að nöktum
búálfum? Veit það einhver?“
skrifar pistlahöfundur síðunnar.
5. Ironside (NBC)
„Þetta var þess virði að reyna
það. Nei, annars, örugglega ekki.“
- lkg
Óskarinn
meðal verstu
EITT ÞAÐ VERSTA True Blood er fjórði
versti þáttur ársins.
OPIÐ MÁN-FÖS 9-18 | LAU 11-15 | ÁRMÚLI 40 | S: 517 4600 | WWW.MARKID.IS
Birt með fyrirvara um myndbrengl og prentvillurÞjónustu samningur til 15. júní fylgir öllum nýjum hjólum!
Mikið úrval
Innifalið í þjónustusamningi:
Almenn yfirferð á hjólinu, stilling á gírum
og bremsum í 6-12 mánuði
10% afsláttur af vinnu á verkstæði og hjólavörum
Hámark 2 virkir dagar biðtími á verkstæði
20% afsláttur af hjálmi
NORCO PLATEAU
Verð áður 79.900kr. Verð nú63.920kr.
Dömu borgarhjól
Dempari í gaffli og sæti
NORCO CITY GLIDE
Verð áður 109.900kr. Verð nú76.930kr.
Klassískt dömu borgarhjól
NORCO STORM 6.1
Verð áður 89.900kr. Verð nú 71.920kr. NORCO STORM 6.2Verð áður 69.900kr. Verð nú55.920kr.
Verð áður 139.900kr. 97.930kr.NORCO CITY GLIDE 8NORCO STORM 9.1Verð áður 94.900kr. Verð nú75.920kr.
29” hjól
Mikið úrval
af hjólavörum
Topp þjónusta - 30 ára reynsla
um Jólin
Ekki gleyma að
leika þér
SETTU
ÚTIVERU Í PAKKANN!
20%AF ÖLLUM
SKÍÐAPÖKKUM
SKÍÐAVÖRUR
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA!