Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 87

Fréttablaðið - 19.12.2013, Page 87
FIMMTUDAGUR 19. desember 2013 | MENNING | 75 „Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknar- frestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hend- urnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undan keppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrár- gerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar. - glp Ákveðnir höfundar hvattir til að taka þátt Tíu lög komust áfram í undankeppni Eurovision sem fram fer í febrúar. Tíu til tólf lagahöfundar voru hvattir til að senda lög inn í keppnina en að sögn Heru Ólafsdóttur fékk enginn gulltryggt sæti í undankeppninni. ENGUM LOFAÐ ÞÁTTTÖKU Hera Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, segir keppnina sérstaklega fjölbreytta í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Amor - Lag og texti eftir Hauk Johnson. Flytjandi er Ásdís María Viðars- dóttir. Aðeins ætluð þér - Lag og texti eftir Maríu Björk Sverrisdóttur og Marcus Frenell. Flytjandi er Guðbjörg Magnús- dóttir. Dönsum burtu blús - Lag og texti eftir StopWaitGo. Flytjandi er Sverrir Bergmann. Elsku þú - Lag eftir Vigni Snæ Vigfússon. Texti eftir Þórunni Ernu Clausen. Flytjandi er Vignir Snær Vigfússon. Eftir eitt lag - Lag eftir Ástu Björgu Björgvins- dóttur. Texti eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Flytjandi er Gréta Mjöll Samúelsdóttir. Enga fordóma - Lag eftir Heiðar Örn Kristjáns- son. Texti eftir Heiðar Örn Krist- jánsson og Harald F. Gíslason. Flytjandi er Pollapönk (Heiðar Örn Kristjánsson, Haraldur F. Gíslason, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason). Lífið kviknar á ný - Lag eftir Karl Olgeir Olgeirsson. Texti eftir Karl Olgeir Olgeirs- son og Sigríði Eyrúnu Friðriks- dóttur. Flytjandi er Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Til þín - Lag eftir Trausta Bjarnason. Texti eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur. Flytjandi er Guðrún Árný Karlsdóttir. Von - Lag og texti eftir Jóhann Helgason. Flytjandi er Gissur Páll Gissurarson. Þangað til ég dey - Lag og texti eftir Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason og Lárus Örn Arnarsson. Flytjendur er F.U.N.K. Lögin sem komust áfram SYNGUR TIL ÞÍN Guðrún Árný Karls- dóttir flytur lagið Til þín eftir Trausta Bjarnason og Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.