Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 19.12.2013, Qupperneq 90
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 78 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Allir vita að það er undarlegt að veita verðlaun fyrir árangur þar sem mæli- einingin er huglæg. Þess vegna gerir það enginn. Helstu verðlaunahátíðir heims veita nokkurs konar söluverðlaun enda ógjörningur að mæla með óyggjandi hætti hvaða plata eða kvikmynd er best. Gæði eru mæld á fjölbreyttan hátt en lokaniður- staðan ræðst ávallt af huglægu mati fólks, sem stjórnast af ótal tilfinningum. NÚ þegar tilnefningar til íslensku tónlist- arverðlaunanna hafa verið kunngjörðar fer af stað sama umræða og í fyrra. Og árið þar áður. Sumum líst ekkert á listann og efast í kjölfarið um dómgreind dómnefnd- ar. Fullt af frábærum plötum er hvergi að finna á sama tíma og fullt af leiðin- legum plötum eru tilnefndar í fullt af flokkum. Fullkomlega rökrétt umræða … ef það væri til tónlistar- legt metrakerfi, mælt með tón- listarlegu málbandi sem dóm- nefndir kynnu almennt ekki að lesa á. MÁLIÐ er að verðlaunahátíð- ir eru ekki haldnar af örlátu hugsjóna- fólki. Þær eru haldnar til að hampa þeim sem þjóna best hagsmunum þeirra sem veita viðurkenninguna. Þess vegna er ekkert skrýtið að Beyoncé fái stærstu verðlaunin fyrir plöturnar sínar en ekki Will Oldham. Hún selur miklu fleiri plötur og uppskeran er ekki aðeins stjarn- fræðileg auðævi, milljónir aðdáenda og spikfeitur trúlofunar hringur frá Jay-Z, hún hefur líka unnið 17 Grammy-verðlaun, 24 Bill board-verðlaun, tvenn Brit-verðlaun og 9 BET-verðlaun frá því að hún gaf út fyrstu sólóplötuna sína árið 2003. Hún hefur meira að segja verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndaleik. UPPHEFÐIN kitlar eflaust hégóma- girnd Beyoncé en auðvitað skipta verðlaun engu raunverulegu máli. Ef verðlaun væru marktæk væri til dæmis Shakespeare in Love besta myndin sem kom út árið 1998 og Beautiful Day með U2 besta lagið sem kom út árið 2000. Þeir, sem finnst það eðlilegt, þurfa á hjálp að halda. Þá væri Maroon 5 besta hljómsveitin sem steig fram á sjónarsviðið árið 2004 og Fearless með Taylor Swift besta platan sem kom út árið 2008. Loks væri Cuba Gooding Jr. betri leikari en James Woods, Edward Norton og William Macy, Coolio á meðal bestu rappara sinnar kynslóðar og forseti Bandaríkjanna væri friðarsinni. Ef verðlaun væru marktæk „Verkið fjallar um það hvernig minnið virkar, hvernig sumt gleymist og annað ekki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, sem semur nú verkið Farangur í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. „Maður gleymir hversdags- legum hlutum eins og hvar lyklarnir manns eru en svo geta til dæmis löngu gleymdar minningar komið aftur til manns þegar maður finnur lykt sem maður tengir við minn- inguna. Farangurinn eru svo þær minningar sem maður ferðast með áfram af öllum þessum upplifunum í lífinu í einhvers konar huglægu farangursrými. Þetta er það sem við höfum verið að skoða, en svo geta dansverk verið svo abstrakt. Áhorf- endur fara kannski á allt annað ferðalag. Við erum ekki að mata áhorfandann þó að við vitum hvað við viljum segja.“ Undanfarin sex ár hefur Valgerður unnið með belgíska dans- höfundinum Sidi Larbi Cherkaoui. „Ég hef túrað með honum út um allan heim, og síðast fórum við til Sao Paulo í Brasilíu. Hann er ein skærasta stjarnan í samtíma- dansheiminum og er mikið í því að blanda saman ólíku listafólki alls staðar að úr heiminum. Hann stefn- ir til dæmis fólki með samtímadans- bakgrunn, eins og mér, saman með breikurum, flamingódönsurum og magadönsurum. Eins vinnur hann með fjölbreytilegum hópi leikara og tónlistarmanna og annarra lista- manna. Það var mjög skemmtileg reynsla að vinna með honum. Við ferðuðumst út um allan heim og það er auðvitað gaman að sjá heiminn á meðan maður er í vinnunni. Mér fannst kannski ekki síst skemmti- legt að dansa fyrir ólíka áhorfendur. Áður en ég vann með honum hafði ég unnið sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og þá vorum við oft að sýna fyrir sama áhorfenda- hópinn svo ferðirnar um heiminn voru áhugaverð tilbreyting.“ Nýja dansverkið verður frum- sýnt 1. febrúar. „Dansflokkurinn sýnir þrjú verk þetta kvöld og Far- angur verður eitt þeirra.“ Áður en Valgerður fór utan til að vinna með Sidi Larbi Cherkaoui vann hún sem dansari hjá Íslenska dansflokknum í fimm ár. Nú er hún aftur að vinna með Íslenska dansflokknum, en sem danshöfundur. „Ég er að semja verk fyrir hann en geri það líka í sam- vinnu við hópinn. Ég kem með hug- mynd og dansararnir fara lengra með hugmyndina, og við vinnum verkið í sameiningu. Samstarfið er afskaplega þægilegt enda þekki ég hópinn vel. Þetta eru vinir mínir.“ Valgerður er einnig að vinna að öðru verki með öðrum hópi sem verður frumsýnt í janúar. „Hitt dansverkið er ég að semja með Þyri Huld Árnadóttur og Urði Hákonardóttur tónlistarkonu. Það heitir Óraunveruleikir og við frum- sýnum það í Þjóðleikhúsinu.“ ugla@frettabladid.is Túrar með skærustu stjörnu samtímadans Valgerður Rúnarsdóttir semur dans fyrir Íslenska dansfl okkinn. Hún hefur unnið með belgískum danshöfundi í sex ár og túrað með honum út um allan heim. STYTTIST Í FRUMSÝNINGU Farangur verður frumsýnt 1. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pippa Middleton, systir hertoga- ynjunnar af Camebridge, Kate Middleton, trúlofaðist banka- manninum Nico Jackson í byrjun þessa mánaðar er þau voru á ferðalagi um Indland. Pippa og Nico hafa verið saman í fimmtán mánuði og stefna á að ganga í það heilaga á næsta ári. Pippa vakti óskipta athygli í brúð- kaupi systur sinnar árið 2011 þegar hún giftist Vilhjálmi prins. Nýtrúlofaða parið ætlar að eyða öðrum degi jóla hjá Middleton- fjölskyldunni í Bucklebury áður en þau fara í frí í Ölpunum um áramótin. - lkg Pippa trúlofuð VERÐANDI BRÚÐUR Pippa ljómaði í brúðkaupi systur sinnar árið 2011. Á FÖSTU Niall er byrjaður að deita. One Direction-sjarmörinn Niall Horan hefur sést spóka sig um London með Victoria‘s Secret- fyrirsætunni Barböru Palvin. Nú nýverið borðuðu þau kvöld- mat saman og fengu sér drykk á klúbb í borginni. Nokkrum dögum síðar sáust þau saman í bíó. „Þau hlógu og grínuðust saman alla myndina og voru mjög af- slöppuð. Maður sá að þeim leið vel í félagsskap hvors annars,“ segir einn gestur kvikmyndahússins. Niall hefur ekki viljað tjá sig um ástarsambandið. Niall er afar eftirsóttur um allan heim enda hefur stráka- sveitin One Direction gert allt vit- laust síðustu misseri. Þeir lentu í þriðja sæti í breska X Factor árið 2010 en plöturnar þeirra þrjár, Up All Night, Take Me Home og Midnight Memories hafa slegið fjöldamörg met. - lkg Hittir fyrirsætu ANCHORMAN 2 10 FORSÝNING FROZEN 2D 4:45 FROZEN 3D 4:45 HUNGER GAMES 2 7, 9, 10 FURÐUFUGLAR 2D 5 ÍSL TAL FORSÝNING KL. 21 NÁNAR Á MIÐI.IS ANCHORMAN 2 (FORSÝNING) FROSINN 2D FROSINN 3D THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES 2 HROSS Í OSS PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES 2 KL. 9 KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 - 6 KL. 5 - 6 - 8 - 9 KL. 5 - 8 KL. 8 KL. 6 - 8 KL. 10 KL. 6 Miðasala á: og KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 -H.S.S, MBL PHILOMENA SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK USA TODAY LOS ANGELES TIMES Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.