Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 12
13. janúar 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Aðalkennari:
Hjörvar Steinn Grétarsson nýbakaður stórmeistari.
Skráning í síma 568 9141. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
skólans sem er opin alla virka daga frá kl. 10-13.
Einnig er hægt að skrá nemendur eða senda inn fyrirspurnir á
netfangið skaksamband@skaksamband.is
Kennsla barna 6 – 9 ára
hefst laugardaginn
25. janúar nk.
Vetrarnámskeið 10 skipti.
Kennt verður
alla laugardaga.
E
kki á morgun heldur hinn verður á Viðskiptaþingi 2014
fjallað um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi. Þingið
er haldið undir yfirskriftinni „Open for business?“
Þingið er árviss viðburður þar sem saman kemur
rjómi íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs. Fastir liðir
eru að formaður Viðskiptaráðs og forsætisráðherra landsins haldi
ræður.
Í ljósi yfirskriftar samkomunnar má gefa sér að gjaldeyrishöft
beri á góma, höft sem hér fæla frá erlenda fjárfesta og torvelda
uppbyggingu og framþróun í íslensku efnahagslífi.
Í áramótablaði Markaðarins lýsti Páll Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar, þungum áhyggjum af skaðsemi haftanna og
benti á að skaðinn gæti verið
lúmskur og varanlegur. Á Við-
skiptaþingi fjallar Árni Oddur
Þórðarson, forstjóri Marel,
um þróun fyrirtækisins frá
örmarkaði til alþjóðamarkaðar.
Í viðtalinu í Markaðnum bendir
Páll Harðarson á að hefðu verið
við lýði gjaldeyrishöft dagsins í
dag þegar Marel var að hefja vegferð sína væri fyrirtækið ekki
til í núverandi mynd. „Í núverandi umhverfi er ljóst að þeim hefði
verið settur stóllinn fyrir dyrnar því á þeim tíma hefði ekki verið
litið á þau sem þjóðhagslega mikilvæg,“ segir Páll. Marel hefði
ekki fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum til fjárfestinga
í útlöndum. Hann segist í viðtalinu hræddur um að afleiðingar
þeirrar stefnu sem nú sé rekin eigi eftir að lifa með landinu til
mjög langs tíma. „Þarna sjáum við fram á nokkuð sem gæti lýst
sér í varanlegum skaða fyrir þjóðarbúið.“
Afnám hafta er eitt mikilvægasta viðfangsefni efnahags-
stjórnarinnar, en Seðlabankinn fer bæði með framkvæmd hafta
og áætlun um afnám þeirra.
Þótt mörgum þyki hægt ganga og skiptar skoðanir séu um
aðferðafræðina er harla einkennilegur bragur á því að í nýjum
ráðgjafahópi ríkisstjórnarinnar um afnám hafta sé ekki að finna
fulltrúa Seðlabankans. Í bankanum hlýtur að vera að finna þá
yfirsýn sem þarf til þess að inna verkefnið vel úr hendi. Mögulega
speglast þarna núningur ríkisstjórnar og Seðlabanka sem lítt er
til þess fallinn að vekja traust á efnahagsstjórninni.
Einhverrar sýnar er vonandi að vænta í ræðu forsætisráðherra
á Viðskiptaþingi og mögulega fregnir úr störfum sérfræðinga-
hóps hans. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem forsætisráðherra
Framsóknarflokks viðrar á Viðskiptaþingi væntingar um gott
starf nefndar undir forystu sérfræðings úr fjármálageiranum. Á
Viðskiptaþingi 2005 bar Halldór Ásgrímsson, þá forsætisráðherra
og formaður Framsóknarflokksins, von í brjósti um að hér gæti
orðið til alþjóðleg fjármálamiðstöð. Fyrir vinnu nefndar um það
markmið fór Sigurður Einarsson, þá stjórnarformaður KB banka.
Það er einkennilegt í meira lagi af ríkisstjórninni að snúa baki
við raunhæfustu leiðinni að afnámi hafta með aðild að Evrópu-
sambandinu og í framhaldinu stuðningi Seðlabanka Evrópu við
örgjaldmiðilinn sem hér er haldið úti. Það eitt, með ákvörðun um
að taka í framhaldinu upp evru, myndi strax stuðla að stöðugleika
í efnahagsmálum sem aftur styddi við önnur efnahagsleg mark-
mið.
Spennandi verður að fylgjast með umræðu um þessi mál á
Viðskiptaþingi á miðvikudag.
Skrítinn núningur ríkisstjórnar og Seðlabanka.
Glötuð tækifæri
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Of seint í rassinn gripið?
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, var
gestur Gísla Marteins Baldurssonar
í þættinum Sunnudagsmorgunn á
RÚV í gær. Þar ræddu þeir meðal
annars makríldeiluna, endurskoðun
fiskveiðistjórnunarkerfisins og
áform ráðherra um að setja
makrílinn inn í kvótakerfið. Þegar
Gísli spurði ráðherra af
hverju kvótinn yrði ekki
boðinn upp á markaði
svaraði hann á þá leið
að það gæti stangast á
við lög með tilheyrandi
málaferlum.
Honum var þá
bent á að líklega
væri hægt að
fá undanþágu
frá þeim og þá greip ráðherra til
gamalkunnugs bragðs og sagði:
„2010 áttu menn þennan möguleika
og þáverandi ríkisstjórn hafði oft
áhuga á að fara með hluti á uppboð
í fiskveiðistjórnunarkerfi en gerði
ekki“.
Allir sáttir
Þegar kvótakerfið sjálft kom til
tals tók Gísli undir orð ráð-
herra: „Eins og þú hefur
sjálfur sagt í greinum sem
þú hefur skrifað, það er
orðin nokkuð góð sátt um
kvótakerfið…,“ og ráðherra
mótmælti auðvitað
ekki eigin
skrifum.
Hvernig
er það,
er ekki enn ágætlega stór hópur
í samfélaginu sem vill meina að
kvótakerfið hafi leitt af sér mikið
óréttlæti og raskað bæði atvinnu- og
byggðamálum víða um land?
Ráðherra sagði einnig að
ákvörðun um að setja makrílinn
inn í kvótakerfið þyrfti ekki að
þýða svipað ástand og skapaðist
hér í kringum 1990 þegar þeir
kvótaeigendur sem höfðu engan
áhuga á að nýta sér sín úthlutuðu
gæði gátu stórgrætt á því að selja
heimildirnar.
„Það er hægt að taka á því með
skattlagningu,“ sagði ráðherra.
Mikið hefði nú verið gaman
ef hann hefði sagt: „Það
verður tekið á því með
skattlagningu“.
haraldur@frettabladid.is
Almenn ánægja var með það í þjóðfélag-
inu skömmu fyrir jól þegar samningar
náðust á hinum almenna vinnumark-
aði um hóflegar launahækkanir til þess
að standa vörð um stöðugleikann í land-
inu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar
bíða staðfestingar berast afar slæm tíð-
indi um verðhækkanir vítt og breytt um
þjóð félagið. Ekki er mikill tími til stefnu
til að vinda ofan af þessari þróun. Undir-
búningur að atkvæðagreiðslu um kjara-
samninginn er þegar hafin og niðurstaðan
á að liggja fyrir 22. janúar.
Það er líka gott að sjá að menn ætla
alls ekki að gefast upp og láta verðbólg-
una taka völdin enn einu sinni. Aðildar-
félög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru
átaki til að sporna gegn óeðlilegum verð-
hækkunum sem landsmenn eru að verða
fyrir barðinu á um þessar mundir, www.
vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón
að sjá þegar maður skoðar þessa síðu
hversu margir hafa þegar stokkið á verð-
hækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð
sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með
átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita
verslunar- og þjónustuaðilum aðhald,
hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva
verðhækkanir. Hins vegar að að brýna
fyrir almenningi að vera á verði og
fylgjast vel með þróun verðlags.
Vilja menn virkilega fórna þeim tæki-
færum sem við höfum til að auka stöðug-
leikann í landinu. Ég vona svo sannarlega
að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér
og afturkalli verðhækkanir. Emmessís
dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun
fyrir nokkrum dögum sem var til fyrir-
myndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama.
Neytendur ættu líka að láta sig það
miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru
sem ætla ekki að taka þátt í þeirri sam-
stöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur
af verðhækkunum og þar með verðbólg-
unni í landinu, sem er okkar helsti óvinur.
Við þurfum að standa saman og rjúfa víta-
hring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet
fólk til að nota þetta góða framtak, www.
vertuaverdi.is, til að láta vita af óeðli-
legum verðhækkunum.
Vertu á verði
VERÐLAGSMÁL
Elín Hirst
alþingismaður
➜ Neytendur ættu líka að láta
sig það miklu máli skipta hvaða
fyrirtæki það eru sem ætla ekki
að taka þátt í þeirri samstöðu sem
nauðsynleg er til að halda aftur
af verðhækkunum og þar með
verðbólgunni í landinu, sem er
okkar helsti óvinur.