Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 2
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI „Við framleiðum sex til átta tegundir af lífrænum bjór að belgískri fyrirmynd og þrjú íslensk fyrirtæki sem vilja flytja þá til Íslands hafa haft samband við mig,“ segir Auðunn Sæberg Einarsson. Hann er einn fjögurra eigenda örbrugghússins Logsdon Farm- house Ales, sem er í Hood River- sýslu í Oregon í Bandaríkjunum. Brugghúsið hóf framleiðslu árið 2011 og þar er bjórnum tappað á kampavínsflöskur. „Okkar vinsælasta vara, bjór- inn Seizoen Bretta, vann til verð- launa árið 2012 á stærstu bjórhátíð Bandaríkjanna, Great American Beer Festival, í flokki svokall- aðra sveitabjóra. Þá fór allt af stað bæði hér innanlands og úti um allan heim,“ segir Auðunn. Hann segir að framleiðsla brugghússins verði að öllum líkindum tvöfölduð á árinu. „Við þurfum að auka framleiðsl- una því bæði New York og Chi- cago eru að biðja um bjór og við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá Englandi og Danmörku. Ann- ars er bjórinn seldur á vestur- strönd Bandaríkjanna, í Vermont- ríki á austurströndinni og svo í Kanada.“ Auðunn flutti til Bandaríkjanna árið 1980 og hefur búið þar síðan fyrir utan þrjú ár á tíunda ára- tugnum þegar hann bjó hér á landi. Hann starfaði áður í veit- ingageiranum og kynntist þá David Logsdon, lífefnafræðingi og öðrum eiganda brugghússins. „David fékk mig út í þetta. Hann er þekktur í bjórheiminum og stofnaði áður og rak þekkt brugg- hús hér í Oregon. Ég vissi að hann væri sterkur í þessu og hikaði því ekki við að fara með honum út í þetta ævintýri, enda kom í ljós að hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera,“ segir Auðunn. Hann og David ætla að koma hingað til lands í lok febrúar og taka þátt í árlegri bjórhátíð Kex Hostels. Auðunn kemur lítið að fram- leiðslunni sjálfri en hann sér um markaðssetninguna ásamt því að teikna merkimiðana sem fara utan á flöskurnar. „Ég er í brugghúsinu fjóra daga í viku yfir sumartím- ann. Þá vinn ég við átöppun og annað slíkt. Ég er hins vegar enginn sér- fræðingur í því að búa til bjór, ég er vínmaður,“ segir Auðunn og hlær. haraldur@frettabladid.is Bruggar lífrænan gæðabjór í Oregon Auðunn Sæberg Einarsson er einn af eigendum örbrugghússins Logsdon Farm- house Ales í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Brugghúsið hefur unnið til verðlauna og bjórinn er seldur í kampavínsflöskum. Þrjú íslensk fyrirtæki bítast um bjórana. Í OREGON Félagarnir Charles Porter bruggari, David Logsdon og Auðunn fyrir utan brugghúsið. MYND/AUÐUNN SÆBERG. FLAGGSKIPIÐ Auðunn teiknar myndirnar á merkimiðunum. Hafa starfsmenn Arion-banka soltið frá hruni? Nei, nei. En við munum klárlega gera okkur mat úr þessu. Arion-banki fékk lánshæfismatið BB+ frá lánshæfismatsfyrirtækinu Standard and Poor‘s. Arion-banki er fyrsti íslenski bankinn til að fá mat frá þessu fyrirtæki frá því fyrir hrun. SÝRLAND, AP Hátt í sjö hundruð hafa látist í bardögum uppreisnar manna við herskáa íslamista í norðurhluta Sýrlands. Þar á meðal eru um eitt hundrað óbreyttir borgarar. Mörg hundruð manns hafa að auki flúið átökin sem hófust fyrir tíu dögum síðan. Þau hafa nú náð til borga og bæja í fjórum sýslum í norðurhluta landsins. Hóparnir eru báðir andvígir ríkis- stjórn Bashar al-Assads, forseta Sýrlands. Íslamistarnir tilheyra hreyfingunni ISIL, en liðsmenn hennar aðhyllast hugmynda- fræði Al-Kaída. Hinn hópurinn samanstendur af liðsmönnum úr nokkrum sveitum uppreisnar- manna. Á sama tíma er ekkert lát á bardögum uppreisnarmanna við stjórnarher landsins. Liðsmenn hersins náðu um helgina að fella um tuttugu uppreisnarmenn í bar- dögum í sýrlensku borginni Homs. Yfir 250 þúsund Sýrlendingar sitja fastir á átakasvæðum og hungurs- neyð í landinu vofir yfir. - hg Bardagar uppreisnarmanna og herskárra íslamista í Sýrlandi standa enn yfir: Um 700 létust á níu dögum HART BARIST Sumar sveitir uppreisnar manna berjast nú bæði við stjórnarher Sýrlands og hóp herskárra íslamista. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Sextán ára stúlka lést þegar fólksbíll sem hún var farþegi í skall framan á flutningabíl í Norðurárdal við Fornahvamm. Ökumaður bílsins, átján ára gamall maður, var fluttur alvar- lega slasaður með þyrlu Land- helgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi rann bíllinn til og hafnaði framan á litlum flutningabíl sem kom úr norðurátt. Ökumann og farþega flutningabílsins sakaði ekki. - eb Stúlka lést í umferðarslysi: Banaslys í Norðurárdal DÓMSMÁL Athugun innanríkis- ráðuneytisins og rekstrarfélags stjórnarráðsins staðfestir að trúnaðargögn hælisleitenda hafi einungis farið til þeirra sem sam- kvæmt lögum eigi rétt á þeim. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá innanríkisráðuneytinu í tilefni af kæru lögmanna hælis- leitenda á hendur ráðuneytinu. Ráðuneytið mun á næstu dögum svara fyrirspurn ríkissaksóknara vegna málsins. - eb Leki úr innanríkisráðuneyti: Segja lög um trúnaðargögn hafa verið virt AFGANISTAN Mikil reiði ríkir í A fganistan eftir að bandarískir hermenn skutu fjögurra ára dreng til bana í Helmand- héraði á föstudag. Yfirmenn í bandaríska hernum hafa reynt að réttlæta atvikið og sagt mikið sandfok hafa verið á staðnum. Því hafi her- mennirnir ekki séð nægilega vel og fyrir mistök talið barnið vera óvin. Frá þessu er greint á vef breska blaðsins Telegraph. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur lýst því yfir að það muni rannsaka aðgerðina en forseti Afganistan, Hamid Karzai, hefur fordæmt aðgerðina, sem hefur aukið á spennu milli ríkjanna. Hann sagði afgönsk stjórnvöld ítrekað hafa mótmælt aðgerðum bandaríska hersins gegn óbreytt- um borgurum. Karzai hefur einnig krafist þess að bandaríski herinn hætti öllum hernaðar- aðgerðum á afgönsku yfirráðasvæði sem fari fram án aðkomu yfirvalda þar í landi. - eh Fjögurra ára afganskur drengur varð fyrir skotum liðsmanna Bandaríkjahers: Hermenn skutu barn til bana FORSETINN Hamid Karzai fordæmdi aðgerð Bandaríkjahers. NORDICPHOTOS/AFP. KÍNA, AP Bærinn Dukezong í Tíbet brann til kaldra kola í stór- bruna á laugardag. Bærinn var yfir þúsund ára gamall. Eldurinn braust út aðfaranótt laugardags og logaði í um tíu tíma. Afar illa gekk að slökkva eld- inn, því slökkviliðsbílar komust ekki um þröngar götur bæjarins. Hundruðir bygginga brunnu og mikið af sögulegum minjum eyði- lögðust í eldinum. Enginn lést í brunanum svo vitað sé. - ue Þúsund ára bær brann: Bærinn brann til kaldra kola BANDARÍKIN, AP Leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu var selt á uppboði í Dallas í Bandaríkjunum fyrir jafnvirði 41 milljónar íslenskra króna. Fimm slík leyfi eru veitt á ári í Namibíu, og þetta er í fyrsta skiptið sem leyfið er selt fyrir utan landsteinana. Ágóðanum af sölu á veiðileyfunum er varið til að vernda stofninn. Svartir nashyrningar eru á lista yfir dýr í bráðri útrýmingarhættu. Um fjörutíu manns mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar safaríklúbbs- ins þar sem uppboðið fór fram á meðan á því stóð. Félagið sem stóð að uppboðinu segir að nashyrningurinn sem leyfið fékkst til að veiða sé of gamall til undaneldis. Hann sé að auki hættulegur öðrum í hjörð- inni. - ue Nashyrningar í útrýmingarhættu veiddir til að verja stofninn: Veiðileyfi selt á 41 milljón króna MÓTMÆLTU Dýraverndunarsinnar segja að veiðileyfin sendi röng skilaboð til almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.