Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 8
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | LOKSINS E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 9 2 3 BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 SEM GÆTI BORGAÐ SIG AÐ TAKA BÍLALÁN Renault Clio Authentic – Verð: 2.440.000 kr. Bensín, beinskiptur / 4,7 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 1.464.000 kr. NÚLLVEXTIR BL: 976.000 kr. til 36 mánaða. Vaxtalaus afborgun: 27.111 kr. á mán. Dacia Duster 4WD PLUS – Verð 3.990.000 kr. Subaru XV 4WD – Verð 5.390.000 kr. Dísil, beinskiptur með extra lágum gír / 5,3 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 2.394.000 kr. NÚLLVEXTIR BL: 1.596.000 kr. til 36 mánaða. Vaxtalaus afborgun: 44.333 kr. á mán. Sjálfskiptur, bensín / 6,6 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 3.234.000 kr. NÚLLVEXTIR BL: 2.156.000 kr. til 36 mánaða. Vaxtalaus afborgun: 59.888 kr. á mán. HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUMENN Í SÍMA 525 8000 EÐA SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á bl@bl.is. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÚLLVEXTI BL ER AÐ FINNA Á www.bl.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. / N úl lv ex tir B L gi ld a ek ki m eð ö ðr um ti lb oð um . Með nýju núllvaxtaláni BL getur þú fengið allt að 40% af verði bílsins að láni vaxtalaust til allt að 36 mánaða. Engir vextir, engin verðtrygging, enginn þinglýsingarkostnaður og ekkert smátt letur. Sem sagt, engin óvissa og það sem meira er – þú ekur um á nýjum bíl í fullri ábyrgð. Farðu á bl.is og kynntu þér frábæran möguleika til að kaupa nýjan bíl. NÚLLVEXTIR BL – loksins bílalán sem gæti borgað sig að taka. HÖLDUM AFTUR AF VERÐHÆKKUNUM Nú er brýnt að íslensk fyrirtæki, sveitarfélög og ríki leggi sitt af mörkum til að skapa stöðugt verðlag. Verðhækkanir á innlendum vörum og þjónustu senda mjög neikvæð skilaboð út á vinnumarkaðinn enda er lág verðbólga ein helsta forsenda nýgerðra kjarasamninga. Horfum fram á veginn og sýnum ábyrgð! SAMFÉLAG „Fjölskyldur ætt- leiddra barna á Íslandi eru sterkar og vel er haldið utan um börnin. Undantekningarlaust fá þau mikinn stuðning á heimilum sínum og þeim gengur yfirleitt vel í skóla.“ Þetta segir Hanna Ragnars- dóttir, prófessor í fjölmenningar- fræðum við upp- eldis- og mennt- unarfræðideild Háskóla Íslands, sem ásamt Elsu Sigríði Jónsdóttur hefur rann- sakað fjölskyldur ættleiddra barna og aðlögun barnanna og reynslu þeirra af skólagöngu frá 2005. Um er að ræða langtíma- rannsókn. Að sögn Hönnu nær rannsóknin til tveggja hópa barna sem voru ættleidd til Íslands 2002 og 2004 og eru 10 börn í hvorum hópi. „Það er ekki hægt að alhæfa út frá þessu þar sem þetta eru ekki mörg börn. Við vitum ekki hversu vel þetta endurspeglar aðlögun þeirra hundraða barna sem hafa verið ættleidd hingað til lands en þessi börn virðast standa sterk.“ Hún segir að það hafi í raun komið sér á óvart hvað börnun- um gengur vel í skóla þótt þau hafi alist upp í öðru tungumála- umhverfi fyrsta árið. „Þau komu til Íslands frá átta og hálfs mán- aðar aldri til 17 mánaða. Það er ákveðinn styrkur í því að þau hafi haft íslensku sem móður- málsumhverfi frá því að þau voru svona ung.“ Atvik sem snerta litarhátt og uppruna hafa komið upp í skól- unum sem börnin ganga í en tekið hefur verið á þeim, að því er Hanna greinir frá. „Börnin vita öll um uppruna sinn og ekkert er falið fyrir þeim. Atvikin sem koma upp eru rædd bæði heima og í skólanum.“ Hanna tekur það fram að áhugavert verði að fylgjast með börnunum og hvernig sjálfsmynd þeirra verður þegar þau komast á unglingsárin. „Þessi elstu voru 12 ára þegar við töluðum við þau síðast og þau virðast dugleg og ánægð. Rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis hafa leitt í ljós að á unglingsárunum reyni á að vera ættleiddur. Þetta er við- kvæmur aldur. Þótt börnin séu mjög meðvituð um uppruna sinn vakna ýmsar spurningar, eins og til dæmis hvað það þýði í raun að vera ættleiddur og hverjir blóð- foreldrarnir séu. Þau vita mis- mikið um blóðforeldra sína.“ ibs@frettabladid.is Ættleiddum börn- um vegnar vel hér Fjölskyldur ættleiddra barna eru sterkar og börnin fá mikinn stuðning á heimilum sínum. Börnunum gengur vel í skóla og eru meðvituð um uppruna sinn. Ýmsar spurningar kunna að vakna á unglingsárunum, segir fjölmenningarprófessor. ÆTTLEIDD BÖRN Íslenskir foreldrar með ættleidd börn í Peking í Kína. HANNA RAGNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.