Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 13. janúar 2014 | MENNING | 23 Hafin er sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers þessara félaga í okt/nóv. sl. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í okt/nóv. 2013. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 miðvikudaginn 22. janúar en þá lýkur atkvæða- greiðslu um samninginn. Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tímafrests þá er nauðsynlegt að póstleggja svar- umslagið í síðasta lagi laugardaginn 18. janúar. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu félaganna til kl. 12.00 miðvikudaginn 22. janúar en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Efling-stéttafélag Verkalýðsfélagið Hlif Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði – Póstatkvæðagreiðsla er hafin Reykjavík, 9. janúar 2014. Kjörstjórn Flóabandalagsins Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Verð: 10.270.000 kr. Volvo XC90 Momentum D5 AWD UUV86 Skráður des. 2012, 2,4TDCi dísil, sjálfsk. Ekinn 40.000 km. Tilboð: 2.750.000 kr. Mazda3 Advance UZR99 Skráður mars 2013, 1,6TDCi dísil, beinsk. Ekinn 35.000 km. Ásett verð: 2.950.000 kr. Verð: 1.990.000 kr. Ford Fiesta Trend BHV32 Skráður maí 2013, 1,0i bensín, beinskiptur. Ekinn 34.000 km. Tilboð: 2.990.000 kr. Ford Focus Trend Edition JTE22 Skráður apr. 2013, 1,6TDCi dísil, beinsk. Ekinn 31.000 km. Ásett verð: 3.190.000 kr.Við tökum notaðabílinn þinn uppí á hagstæðu verði og þú getur fengið milligjöfina lánaða - möguleiki á engri útborgun. Fylgstu með á FACEBOOK Notaðir bílar - Brimborg Nýlegir bílar hafa mun lægri rekstrarkostnað en eldri bílar. Viðhaldið er minna og eyðslan lægri.Kynntu þér málið! LÆKKAÐU REKSTRARKOSTNAÐINN Mikið úrvalnýlegra bíla Tilboðsbílarnir fara beint á Facebook! Í ábyrgð Í ábyrgð Í ábyrgð Í ábyrgð Urður Hákonardóttir tónlistarkona býr til tónlist í danssýningunni Óraunveruleikjum. Sýningin er samstarf hennar og dansaranna Þyri Huldar Árnadóttur, og Val- gerðar Rúnarsdóttur, og verður frumsýnd á fimmtudaginn. „Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég bý til tónlist alveg ein opin- berlega,“ segir Urður, en hún er í hljómsveitinni Gus Gus. „Ég kynntist Þyri Huld þegar Gus Gus gerði sýninguna Á vit með Reykjavík Dance Production. Þá bar ég ekki ein ábyrgð á tónlist- inni, eins og núna. Í gegnum Þyri og hina dansarana kynntist ég Val- gerði, en ég hafði kannast við hana í gegnum tíðina. Við vorum allar spenntar fyrir því að gera eitthvað saman.“ Í Óraunveruleikjum lögðu stelp- urnar upp með að rannsaka hver væru mörk hins raunverulega heims og óraunveruleikans. „Þetta er auðvitað mjög vítt efni, og við komumst ekki að neinni niðurstöðu beinlínis. Allt í heiminum heyrir auðvitað undir raunveruleika og óraunveruleika. Það er ekki allur heimurinn undir í verkinu samt sem áður, þetta er enginn enda- punktur í stúdíu á alheiminum, heldur okkar ferðalag í gegnum þessar pælingar. Á æfingaferlinu var ímyndaraflið okkur hugleikið, og einnig tálsýnir og sjónhverf- ingar. Þetta þróaðist út í einhvers konar leiki. Það er einkar viðeig- andi, því í leikhúsi á maður á að leika sér. Við erum að leika okkur og hvetjum áhorfendur til að leika sér.“ Urður er ánægð með samstarf- ið við Þyri og Valgerði. „Þær eru æðislegir listamenn. Við höfum verið mjög samstíga í öllu sem við höfum gert. Ég fór ekki bara heim og bjó til lag. Öll tónlist hefur orðið til á æfingum þar sem dansinn varð til. Við höfum allar verið með puttana í öllu. Þó að ég hafi umsjón með tónlistinni þá eiga þær líka einhvern heiður að henni, og það er eins með annað í sýningunni.“ Hópurinn frumsýnir Óraunveru- leiki í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 16. janúar. Aðrar sýningar eru 17., 25., og 26. janúar. Aðeins þessar fjórar sýningar. ugla@fréttabladid.is Samstíga listakonur í Óraunveruleikjum „Í fyrsta sinn sem ég bý til tónlist alveg ein opinberlega,“ segir Urður Hákonar- dóttir í Gus Gus. Hún bjó til danssýninguna Óraunveruleiki. Við höfum allar verið með puttana í öllu. Þó að ég hafi umsjón með tónlistinni þá eiga þær líka einhvern heiður að henni, og það er eins með annað í sýningunni. Urður Hákonardóttir FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.