Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 14
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14 AF NETINU Spuni og blaður Spunakerling ráðuneytis setur á blað tilbúnar ávirðingar um hælisleitanda. Upp komst um spunann. Blaðurfulltrúi ráðu- neytisins segir, að fyrirspurnum um málið verði ekki svarað. Fer síðan á fund í dómnefnd verð- launa fyrir ársins beztu blaða- mennsku. Ákveður þar, að fréttir af skandalnum séu ekki hæfar til verðlauna. Þannig er Ísland í dag, fúlt fiskabúr fyrir spuna og falsanir. Í öðru ráðuneyti er spunnið, að minnkun friðlands sé stækkun. Ráðherra stöðvar eldri stækkun og slakar henni svo laskaðri í gegn. Dæmigerður spuni á ferð. Ráðherrar snúast um fals og lygi. Því er gert grín að Íslandi í NY Times. http://www.jonas.is Jónas Kristjánsson Skattar, gjöld og b Staðgreiðsla Staðgreiðsla skatta 2014 er reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir: Af fyrstu 290.000 kr. ................................... 37,30% Af næstu 494.619 kr. ................................... 39,74% Af fjárhæð umfram 784.619 kr. ................. 46,24% Frádráttur vegna lífeyrisréttinda Heimill frádráttur vegna greiðslu launþega til almennra lífeyrisréttinda er 4% af iðgjaldsstofni. Frádráttur vegna séreignarsparnaðar er 2% af iðgjaldsstofni en verður 4% frá 1. júlí. Persónuafsláttur Persónuafsláttur er 50.498 kr. á mánuði. Skattlagning barna Börn fædd 1999 og síðar greiða 6% af tekjum yfir 180.000 kr. Laun frá fleiri en einum launa- greiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gæta þess að rétt hlutfall sé notað við útreikning á stað- greiðslu. Fari laun yfir 290.000 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 39,74% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,24%. Tryggingagjald Tryggingagjald er 7,59%. Fjársýsluskattur Fjársýsluskattur er 5,5%. Fjármagnstekjuskattur Skattur á fjármagnstekjur er 20%. Framtal og álagning Barnabætur Barnabætur með fyrsta barni hjóna eru 167.564 kr. og með hverju barni umfram eitt 199.455 kr. Bætur með fyrsta barni einstæðs foreldris eru 279.087 kr. og með hverju barni umfram eitt 286.288 kr. Skerðingarmörk vegna tekna eru 4.800.000 kr. hjá hjónum og 2.400.000 kr. hjá einstæðu foreldri. Bæturnar skerðast um 3% af tekjum umfram þessi mörk fyrir eitt barn, 5% fyrir tvö börn og 7% ef börnin eru þrjú eða fleiri. Viðbótargreiðsla með hverju barni yngra en 7 ára er 100.000 kr. og skerðist um 3% af tekjum umfram ofangreind mörk. Vaxtabætur Hámark vaxtabóta er 400.000 kr. fyrir einhleyping, 500.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 600.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk. Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta geta ekki orðið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðarkaupa og að hámarki 800.000 kr. hjá einhleypingi, 1.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 1.200.000 kr. hjá hjónum og sam- búðarfólki. Skerðing vegna tekna er 8,5% af tekjustofni. Vaxtabætur einhleypinga og einstæðra foreldra byrja að skerðast við nettóeign 4.000.000 kr. og falla niður þegar hún nær 6.400.000 kr. Vaxtabætur hjóna og sambúðarfólks byrja að skerðast við nettóeign 6.500.000 kr. og falla niður þegar hún nær 10.400.000 kr. Í stofunni heima hjá mér er búnaður til móttöku á um 900 erlendum sjónvarps- rásum um gervihnött auk ótrúlegs framboðs á sjón- varpsþáttum og kvikmynd- um um streymiþjónustur á borð við iTunes, Netflix og Hulu. Einkareknir íslensk- ir ljósvakamiðlar bjóða mér svo afbragðs skemmtun og afþreyingu, hvort sem er í áskrift eða ókeypis á rásum sem fjármagna starfsemi sína eingöngu með auglýs- ingum. Enginn hefur tölu á fjölda erlendra útvarpsstöðva sem standa til boða auk þess að Spotify Radio og Deezer hafa ráðist með látum inn á tónlistarmarkaðinn. Fréttir finnast svo víða að varla er hægt að forðast þær, dagblöð koma án greiðslu inn um póstlúguna, nýir miðlar spretta stöðugt upp á internetinu, Twitter og Facebook tengja svo umræðuna á rauntíma. Þurfa skattgreiðendur að bæta við þessa mynd með ríkisreknum fjölmiðli? Af hverju þarf hver ein- asti skattskyldur lögaðili á Íslandi að greiða nær 20 þúsund krónur á ári til reksturs Ríkisútvarpsins þegar Stöð 2 og Skjár Einn bjóða okkur upp á prýðis afþreyingu? Væri ekki þessum rúmu þremur milljörðum betur varið í tækja- kaup fyrir Landspítalann? Nú eða einfaldlega lækka skatta og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna þann- ig að allir geti kosið hvaða fjölmiðla þeir kaupa? En skattgreiðendur fengju þá ekki sérlega marga þætti þar sem íslensk menning og stjórnmál eru krufin til mergjar. Íslensk nútímatónlist, íslenska sinfónían og íslenskt leik- hús myndu mun sjaldnar ná eyrum þeirra. Minni umfjöllun og grein- ing yrði á heimsfréttum eins og þær snúa að Íslandi. Það yrði líka minna um nýja, leikna íslenska sjónvarps- þætti. Að sjálfsögðu myndum við áfram hafa Stöð 2, Skjá Einn og Bylgjuna sem hafa öll staðið sig afbragðs vel í ójafnri samkeppni við Ríkis útvarpið en við myndum samt missa af miklu því sem skiptir okkur máli. Hætt er við að íslenskur fjölbreyti- leiki myndi minnka mikið þegar enginn yrði ábyrgur fyrir skráningu á íslensku þjóðlífi og menningu. Meiri kröfur Ríkisútvarpið er okkur nauðsynlegt sem alíslensk sjónvarps- og útvarpsstöð með skuldbindingar varð- andi fjölbreytni og hlut- leysi, varðandi íslenskt lýð- ræði og menningu. Okkur er nauðsynlegt að umræða um íslenskar og erlendar fréttir geti farið fram á vettvangi sem ekki er algerlega háður því að ná augum eða eyrum sem flestra því slíkt umhverfi kallar sjálfkrafa á breið- asta og oft um leið lægsta samnefn- ara. Við eigum að geta gert miklu meiri kröfur um gæði til sjálfstæðs ríkisútvarps heldur en allra annarra fjölmiðla. Almannaútvarp þarf alls ekki að vera fámennaútvarp. Því ber hins vegar skylda til að taka tillit til þess að ekki eru allir steyptir í sama mótið. Við höfum öll ólík áhugamál og ólíkar skoðanir. Við sækjumst ekki öll eftir sömu afþreyingu eða upplýsingum en við eigum það öll sameiginlegt að vera Íslendingar. Aðeins á meðan við rekum íslenskt ríkisútvarp getum við gert kröfur um ítarlega greiningu á íslensku þjóðlífi, upplýsingar um það sem íslenskt er og leikið íslenskt efni sem endurspeglar raunveruleika okkar, samtíma, sögu og menningu. Sem sagt kröfur um eitthvað fyrir alla. Einungis ríkisútvarpi er hægt að fela þá ábyrgð að standa vörð um íslenska menningu og íslenskt lýð- ræði. Við þurfum að endurskilgreina hlutverk ríkisins í rekstri fjöl- miðla. Á næstu vikum verður geng- ið frá ráðningu nýs útvarpsstjóra sem þarf að leiða stofnunina inn í nýja öld fjölbreytileikans. Hans bíða ærin verkefni en ég vona að það fyrsta verði að taka niður ljósa- skilti í Efstaleitinu þar sem stendur stórum stöfum RÚV. Við eigum að kalla hlutina þeirra réttu nöfnum og temja okkur aftur að tala um Ríkis- útvarpið. Og vera stolt af því. Um tilvist Ríkisútvarpsins RÍKISÚTVARPIÐ Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður mennta- og menn- ingarmálaráðherra ➜ Ríkisútvarpið er okkur nauðsynlegt sem alíslensk sjónvarps- og útvarpsstöð með skuldbindingar varðandi fjöl- breytni og hlutleysi, varðandi íslenskt lýðræði og menningu. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.