Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 16
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT ÞETTA GERÐIST 12. JANÚAR 1977 Lokkaprúður álfur kemur í heiminn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR GUNNARSSON Berjarima 4, Reykjavík, lést fimmtudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartaheill. Svanlaug H. Árnadóttir Kristín Helga Ólafsdóttir Hafþór Freyr Sigmundsson Guðrún Halldóra Ólafsdóttir Kjartan Jónsson Árni Baldvin Ólafsson Bryndís Eva Sverrisdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR (EDDA) Rofabæ 31, lést þriðjudaginn 7. janúar á Landspítalanum Fossvogi. Útför hennar fer fram í Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, þriðjudaginn 14. janúar kl. 14.00. Katrín Ásgeirsdóttir Guðmundur Ólason Lára Ásgeirsdóttir Brandur Einarsson Hólmfríður Ásgeirsdóttir Magnús Guðmundsson Lára G. Nielsen barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1559 Elísabet I. krýnd í Westminster Abbey. 1610 Galíleó Galílei uppgötvaði Kallistó, fjórða tungl Júpíters. 1898 Grein Zola, J áccuse, birtist í frönsku blaði. 1930 Fyrsta myndasagan um Mikka mús kom út. 1942 Fulltrúar níu þjóða sem hersetnar voru af Þjóðverjum sam- þykkja að þeir verði lögsóttir fyrir stríðsglæpi að styrjöld lokinni. 1949 Fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri lengd, „Milli fjalls og fjöru“ eftir Loft Guðmundsson, frumsýnd. 1953 Josip Broz Tito kosinn forseti Júgóslavíu. 1964 Karol Wojtyla verður biskup í Kraká. Hann varð seinna Jóhannes Páll páfi. 1968 Tet-sóknin hefst í Víetnam. 1975 Guðmundur Sigurjónsson verður stórmeistari í skák, 27 ára gamall. Hann var annar Íslendinga til þess að ná þessum titli. Fyrstur var Friðrik Ólafsson. 1976 Jarðskjálfti upp á 6,2 stig á Richter veldur skemmdum á Kópaskeri. 2002 Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, féll í yfirlið eftir að saltkringla stóð í honum. „Við foreldarnir erum náttúrulega að vinna hörðum höndum við að láta þetta ævin- týri verða að veru- leika því þetta er svo ómetanleg lífsreynsla fyrir þau. Svo erum við með svo unga krakka að v ið reynum að safna styrkjum hjá menn- ingarsjóðum, hjá ríkinu og stórfyr- irtækjum til að styðja við bakið á þeim,“ segir Sigríður Valdís Berg- vinsdóttir, hársnyrtir á Passion á Akureyri. Sigríður Valdís á son í leik- listarhópnum Sögu sem undir- býr þátttöku í viðamiklu sam- norrænu leikverki undir stjórn danska leikstjórans Jóakims. Eftir 12 ára hlé fer unglinga- leikhúsið, Fenris af stað að nýju en upphaflega verkið var sýnt árið 1985. Hugmyndin er að setja upp eitt leik- verk sem ungmenni alls staðar að frá norrænu löndunum taka þátt og leika ja fn a n á s í nu eigin tungumáli en þema verksins er unglingurinn. „Við foreldrarnir erum búnir að ráða Grétu Krist- ínu Ómarsdóttur, sem er bæði leik- stjóri verksins hér heima og umsjón- armaður krakk- anna þegar þau verða á ferðalag- inu, því við getum ekki ferðast með þei m.“ Verk ið verður sýnt víðs vegar á Norður- löndunum en ferða- lagið byrjar á Íslandi og verður sýnt á Hofi á Akureyri, í Reykjavík og á LuNGA á Seyðisfirði. Þaðan mun leiðin liggja í Norrænu þar sem við tekur tíu daga ferðalag um Norðurlöndin. Jóakim, leikstjóri Ragnarock, er upphafsmaður Fenris-verkefnisins sem hann hefur tileinkað ungu leik- listarfólki. Upphafið má rekja til lauslegra tengsla milli sex unglinga- leikhópa á Norðurlöndum sem urðu til vegna alþjóðlegs árs unglinga á vegum Sameinuðu þjóðanna. Alls taka um 80-100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk íslensku unglinganna eru krakkar frá Fær- eyjum, Finnlandi, Noregi og Dan- mörku. Sigríður Valdís segir hópinn hafa hist á Finnlandi til að stilla saman strengi rétt fyrir áramót og það hafi reynst mikið ævintýri fyrir soninn sem var fjarri fjölskyldu sinni í fyrsta sinn um áramótin, aðeins 14 ára gamall. Næsta ferðalag er fyrirhugað um páskana til Danmerkur í vinnubúðir og í sumar mun Akureyrarbær taka á móti 80 ungmennum sem munu án efa setja svip sinn á bæinn. Krakkarnir átta sem skipa leikhópinn heita Svan- ur Berg Jóhannsson, Kristín Tómas- dóttir, Máney Dís Davíðsdóttir, Frey- steinn Sverrisson, Axel Gústavsson, Embla Eir Halldórsdóttir, Kristrún Jóhannesdóttir og Sveinn Andri Lund. marinmanda@frettabladid.is Norræna leikverkið hefst á Íslandi Leikhópurinn Saga á Akureyri undirbýr þátttöku í samnorræna verkefninu Fenris sex sem fer fram um mitt sumar. Verkefnið fer nú af stað aft ur eft ir tólf ára hlé. FENRIS 2014 Leiklistarhópurinn allur samankominn í Finnlandi. ➜ Danski leikhópurinn Ragnarock og íslenski leikhópurinn Saga eru einu leikklúbbarnir sem hafa verið með í öllum Fenris-verkefnum frá upphafi, sem hafa verið fimm talsins. SIGRÍÐUR VALDÍS BERGVINSDÓTTIR Enski leikarinn Orlando Jonathan Blanchard Bloom fæddist þennan dag árið 1977. Hann sló í gegn árið 2001 í hlutverki sínu sem hinn hárprúði álfaprins, Legolas, í þríleiknum The Lord of the Rings. Árið 2003 lék hann stórt hlutverk í the Pirates of the Caribbean, járnsmiðinn Will Turner. Árið 2005 var Bloom fenginn til að fara með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Kingdom of heaven undir leikstjórn Ridley Scott. Á síðasta ári stóð Bloom í skilnaði við eiginkonu sína, hina áströlsku Victoria Secret-fyrirsætu Miröndu Kerr en saman eiga þau soninn, Flynn Christopher Bloom, sem er þriggja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.