Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 47
 | FÓLK | 3 ■ GÓÐUR MORGUNMATUR Ljúffengar morgunpönnsur fyrir tvo: 180 ml af grískri jógúrt 1 egg 1/2 bolli hveiti 1 msk. lyftiduft Hrærið jógúrtina þar til hún er mjúk og rjómakennd. Bætið þá eggi út í og hrærið vel saman. Blandið saman hveiti og lyftidufti í aðra skál og hellið jógúrtblönd- unni út í. Hrærið saman, en deigið er mjög þykkt. Skóflið deiginu með skeið á heita pönnu, það ætti að duga í fjórar stórar pönnukökur eða átta mjög litlar. Snúið pönnukökunni með spaða þegar loftbólur fara að myndast á yfirborðinu. Áður en pönnukökunni er snúið er tilvalið að strá nokkrum bláberjum ofan á hana og snúa svo. Berið fram með sírópi og ávöxtum, smjöri og jafn- vel súkkulaði. GRÍSK JÓGÚRT Í PÖNNSURNAR ● KAFFIHLAÐBORÐ Enn fleiri samverustundir með fjölskyldu og vinum er göfugt markmið á nýju ári. Við slík til- efni er gaman að bjóða upp á hressingu með tertum og brauð- réttum. Tertur geta verið súkku- laðikaka, rjómaterta, ostaterta, gulrótarterta eða uppáhaldsterta eins gestanna. Gott er að hafa sitthvað minna sætt með, eins og kleinur, formkökur eða smákökur. Hafa þarf í huga hvort einhver gesta hafi ofnæmi fyrir eggjum, hveiti eða öðru. Viðmið til útreikninga á magni fyrir hvern og einn gest eru 2-3 tertusneiðar á mann, 2-3 skammtar af brauðréttum og ¼ af flatköku með hangikjöti eða reyktum laxi. Annað viðmið til útreikninga á magni er að áætla einn disk fyrir fjóra, það er sem svari einni tertu á diski dugi fyrir þann fjölda. Heimild: www.leidbeiningastod.is GLEÐISTUND MEÐ VINUM Fyrstu þrívíddarprentararnir sem geta prentað mat voru kynntir á rafeindavörusýningu í Las Vegas á dögunum. Prentararnir kallast Chefjet og Chefjet Pro og eru framleiddir af 3D Systems. Vélarnar eru hugsaðar fyrir kökugerðarmeistara eða svokallaða „pastry kokka“. Vélarnar geta prentað úr mjólkursúkkulaði og sykri í þremur bragðtegundum, mintu-, kirsuberja- og súru epla- bragði. Á sýningunni var sýnt hvernig vélarnar geta útbúið hina flókn- ustu sykur- og súkkulaðiskúlptúra. ChefJet-prentarinn verður til sölu á almennum markaði og mun kosta um fimm þúsund dollara eða 580 þúsund krónur. Hann mun geta framleitt einlitar smáar skreytingar, ChefJet Pro mun hins vegar kosta um tíu þúsund dollara eða rúmlega milljón krónur. Hann getur framleitt stærri skúlptúra og í lit. Báðir prentarar koma á markað síðar á árinu. MATUR PRENTAÐUR Í ÞRÍVÍDD ÞRÍVÍDDAR- PRENTAÐIR SYKUR- SKÚLPTÚRAR RÝMUM Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 AFSLÁTTUR 50% AF VÖLDUM SÝNINGAR INNRÉTTINGUM FYRIR NÝJUM VÖRUM friform.is VEGNA BREYTINGA Í V ERSLUN OKKAR BJÓÐU M VIÐ NOKKRAR SÝNINGARI NNRÉTTINGAR MEÐ 50 % AFSLÆTTI. 30% AFSLÁTTUR AF ÞV OTTAHÚSINNRÉTTING UM Í JANÚAR. VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.AFSLÁTTUR 30% AF ÞVOTTAH ÚSA- INNRÉTTING UM Í JANÚAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.