Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI Amma mín og nafna, Unnur Guð-mundsdóttir, gaf mér þessa fallegu kaffikönnu þegar ég byrjaði að búa fyrir allmörgum árum síðan en ég hef alltaf verið svag fyrir svona lagi á kaffikönnum,“ segir Unnur en viðurkennir að kannan hafi lent í geymslunni fyrstu árin. „Það var svo í fyrra að ég var að taka til í geymslunni að ég rakst á könnuna á ný og ákvað í framhaldinu að gera eitthvað við hana,“ segir hún. Unnur hefur gaman af að skoða vefsíður og bækur sem gefa hug- myndir að verkefnum á heimilinu. „Það er skemmtilegt að sjá hvað er hægt að gera margt fínt úr gömlum munum sem margir myndu henda,“ segir hún en þegar hún gróf upp kaffikönnuna mundi hún eftir síðu sem gaf hugmynd að því hvernig hægt væri að búa til óvenju- lega lampa úr gömlum eldhúsmunum. „Þarna var komið fullkomið hlutverk fyrir kaffikönnuna hennar ömmu.“ Unnur fór í IKEA og keypti hefðbund- inn lampastand og skerm. „Síðan fékk ég góða hjálp frá körlunum í vinnunni til að bora gat á botninn og lokið á könnunni og lítið gat á hlið hennar fyrir rafmagnssnúruna. Síðan fór lampa- standurinn inn í könnuna og þessi fíni ugluskermur yfir,“ segir hún brosandi en lampinn fær heiðurssæti á heimilinu þar sem allir koma auga á hann. Unnur fær iðulega hrós fyrir hinn huggulega ljósgjafa og hún hefur gaman af að segja söguna á bak við hann. Lampinn góði stendur henni enn nær nú, en amma Unnar og upphaflegur eigandi könnunnar féll nýlega frá. „Lampinn er því falleg minning um góða konu,“ segir Unnur og brosir. ■solveig@365.is KAFFIKANNAN VARPAR NÝJU LJÓSI HEIMILI Unnur Sigurþórsdóttir breytti fallegri gamaldags kaffikönnu í fínasta stásslampa með einföldum hætti. Lampinn er falleg minning um góða konu. LAMPINN FÍNI Unnur Sigurþórs- dóttir breytti kaffi- könnu ömmu sinnar og nöfnu í fallegan lampa. MYND/GVA Flottar kökur í afmælið VIFTUR Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur, græn gata HljóðlátarVerð frá 7990 viftur.is handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Verslunin Belladonna Efnt verður til málþings um Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, fimmtudaginn 16. janúar klukkan 15-17 í Norðurljósum. Á málþinginu, sem ber heitið Skóflustunga, verður rætt um áhrif Hörpu og Mies van der Rohe-verðlaunanna á byggingarlist og mannlífið í Reykjavík. Málþingið er haldið í tengslum við afmælis- sýningu Mies van der Rohe-verð- launanna, Að móta Evrópu: Bygg- ingarlist í 25 ár - Mies van der Rohe-verðlaunin 1988-2013, sem opnaði í Hörpu 16. nóvember og lýkur nú í vikunni, 16. janúar. Þátttakendur í málþinginu eru valinn hópur fólks sem hefur fjölbreytta aðkomu að Hörpu. Dagskráin hefst með stuttum framsögum frum- mælenda og í kjölfarið verður efnt til hringborðs- umræðna sem verður stjórnað af Hjálmari Sveins- syni borgarfulltrúa og fyrrum útvarpsmanni. Rætt verður um áhrif Hörpu og Mies van der Rohe-verð- launanna, á byggingarlist og mannlífið í Reykjavík. Málþingið er samstarfsverkefni Hörpu, Hönnun- armiðstöðvar Íslands og Arkitektafélags Íslands. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. MÁLÞING Í HÖRPU UM HÖRPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.