Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 56
SPORT 13. janúar 2014 MÁNUDAGUR
FRÁBÆR INNKOMA Rúnar Kárason kom inn á og skoraði fjögur falleg mörk fyrir Ísland gegn Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HANDBOLTI Handboltasérfræðingar
höfðu miklar áhyggjur af varnar-
leik íslenska liðsins fyrir mótið en
strákarnir sýndu strax í byrjun að
þær áhyggjur voru með öllu óþarf-
ar. Þeir mættu gríðarlega einbeittir
út á völlinn, grimmir sem aldrei
fyrr og smelltu í lás strax í upphafi.
Norðmenn vissu vart sitt rjúk-
andi ráð. Þeir voru í vandræðum
með að koma skoti á markið og
fengu síðan vel útfærð hraðaupp-
hlaup í andlitið hvað eftir annað.
Eftir aðeins sjö mínútur var staðan
orðin 6-1 og strákarnir að leika við
hvurn sinn fingur. Það var hreinn
unaður að fylgjast með þeim á vell-
inum.
Mesti móðurinn var farinn af
mönnum eftir rúmlega tíu mín-
útna leik. Þá náðu Norðmenn að
minnka muninn í þrjú mörk, 8-5, en
þá sögðu strákarnir okkar hingað
og ekki lengra. Þeir skelltu aftur í
fluggírinn og breikkuðu bilið á ný.
Mestur var munurinn í hálfleikn-
um sjö mörk, 16-9, en sex mörkum
munaði í hálfleik, 16-10.
Þessi hálfleikur var í einu orði
sagt stórkostlegur og eflaust
enginn sem átti von á slíkri
frammistöðu, nema kannski leik-
mennirnir sjálfir.
Það var ekki alveg sami kraft-
ur í leik íslenska liðsins framan
af síðari hálfleik. Ákveðið aga-
leysi var í leik beggja liða og því
fylgdu margar sveiflur. Norðmenn
minnkuðu muninn í þrjú mörk og
Ísland svaraði með því að ná fimm
marka forskoti að bragði. Alltaf
þegar Norðmenn voru að komast
nálægt svaraði Ísland með stæl.
Það var alltaf einhver til í að stíga
upp og Norðmenn minnkuðu mun-
inn aldrei í meira en þrjú mörk.
Sigur íslenska liðsins var glæsi-
legur. Eftir mikið mótlæti í undir-
búningnum þjappaði liðið sér
saman og skilaði frábærum leik.
Fyrri hálfleikur var flugeldasýning
og liðið sýndi síðan mikinn styrk í
þeim seinni. Liðið varð fyrir áfalli
snemma leiks þegar Aron Pálmars-
son meiddist en það breytti engu.
Það lögðu allir sín lóð á vogarskál-
arnar. Þessi sigur lofar góðu fyrir
framhaldið. Þjálfarinn treysti
mörgum leikmönnum, rúllaði á
mörgum mönnum og allir stóðu
fyrir sínu.
Járnmaðurinn Guðjón Valur fór
fyrir sínu liði í leik sem fæstir
bjuggust við að hann myndi spila.
Ótrúlegur íþróttamaður sem sýndi
mátt sinn enn eina ferðina. Ásgeir
Örn sýndi mikinn andlegan styrk
með því að bugast ekki eftir að illa
hafði gengið framan af. Hann steig
svo upp og skilaði flottum leik.
Rúnar leysti hann vel af hólmi og
skoraði flott mörk. Hægri vængur-
inn að skila sínu og rúmlega það.
Varnarleikurinn var frábær frá
fyrstu mínútu. Sverre og Vignir
eins og klettar og rifu aðra með
sér. Þegar vörnin skilar sínu þá
dettur Björgvin Páll í stuð og á því
var engin undantekning núna. Hinn
einlægi fögnuður hans eftir hvert
varið skot er smitandi, bæði til liðs-
ins og ekki síst áhorfenda sem voru
frábærir.
Þetta var samt sigur liðsheildar.
Liðs sem hefur risastórt hjarta og
mikið stolt. Með þennan baráttu-
anda að vopni óttast ég ekki fram-
haldið.
Tróðu upp í Norðmenn
Strákarnir okkar sýndu Norðmönnum í gær að Ísland er enn betri handboltaþjóð
er Ísland vann sannfærandi fi mm marka sigur, 31-26. Strákarnir mættu í leikinn
sem grenjandi ljón og gengu nánast frá leiknum á upphafsmínútunum.
HANDBOLTI „Ég endurræsti bara
tölvuna,“ sagði ein af hetjum
íslenska liðsins í gær, Ásgeir Örn
Hallgrímsson, afar kátur. Það
hafði gengið mjög brösuglega hjá
honum framan af leik en hann
fór hamförum í síðari hálfleik er
Ísland gekk frá leiknum.
„Þetta var ekkert frábær leikur
hjá mér. Það var slatti af mistök-
um hér og þar. Ég fylgdi bara lið-
inu. Strákarnir voru að spila vel og
þá datt maður bara inn í það líka.
Það þýddi ekkert að draga sig inn
í skel heldur varð ég að sýna að ég
hefði eitthvað fram að færa. Von-
andi heldur þetta áfram.“
Einn af handboltasérfræðingum
Noregs sagði fyrir leikinn að
íslenska landsliðið væri það léleg-
asta sem Ísland hefði haft á öld-
inni. Það kunnu strákarnir ekki
að meta. „Ég veit ekki alveg
hvaðan þeir höfðu þennan hroka.
Mér fannst þeir vera ansi yfir-
lýsingaglaðir. Við vinnum þá
nánast alltaf á stórmótum og þetta
er bara rugl í þeim. Það sprakk í
andlitið á þeim. Þessi sigur gefur
okkur mikið. Við vorum flottir á
löngum köflum núna og slæmu
kaflarnir voru stuttir.“
- hbg
Hrokinn sprakk framan í þá
Ásgeir Örn Hallgrímsson sagði yfi rlýsingaglaða Norðmenn hafa kveikt í sér.
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Daníel
Rúnarsson
danielr@365.is
Frá EM í Álaborg
FÓTBOLTI Elísa Viðarsdóttir hefur
ákveðið að semja við sænska úrvals-
deildarfélagið Kristianstad og verður
þar með fjórði Íslendingurinn hjá
liðinu. Fyrir voru Guðný Björk Óðins-
dóttir, Sif Atladóttir og þjálfarinn
Elísabet Gunnarsdóttir. Margrét
Lára, systir Elísu, var sömuleiðis hjá
félaginu en tekur sér frí frá boltanum
þetta árið þar sem á von á barni.
Elísa, sem er 22 ára gömul, hefur
leikið með ÍBV allan ferilinn. Hún
hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár
og á að baki 110 leiki í deild og bikar.
Hún skoraði í þeim tíu mörk.
- esá
Elísa til Svíþjóðar
HANDBOLTI Aron Pálmarsson meiddist á ökkla snemma í leiknum
gegn Noregi í gær og spilaði ekkert eftir að hafa skorað tvö mörk
á fyrstu tíu mínútum leiksins.
„Ég sneri mig á ökkla og fékk smávægilega tognun.
Ég verð þó klár í næsta leik,“ sagði Aron í samtali við
Fréttablaðið eftir leikinn í gær.
„Þetta var sárt. Það var vont að lenda og bremsa
sig niður. En liðið var að spila frábærlega þannig að
þjálfarinn hefði eflaust ekkert skipt mér inn á,“ sagði
hann í léttu bragði. „Ég fæ nú tvo daga til að gera
mig kláran í næsta leik og ég verð tilbúinn.“
Aron hafði verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn
tíma en var í góðu standi fyrir leikinn í dag. „Það er búið
að tala um þetta helvítis hné á mér í marga mánuði. En
þá stíg ég ofan á einhvern Norðmann og misstíg mig.
Það var frekar svekkjandi,“ bætti Aron við. - hbg
Aron segir meiðslin ekki alvarleg
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
Veldur síður
lyfjaáhrifum um
allan líkamann eins
og þegar töflur eru
teknar inn