Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 58
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 FÓTBOLTI Lítið var um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðin í toppbaráttunni unnu öll sína leiki og Arsenal, sem var á toppnum fyrir helgina, getur endurheimt efsta sætið með sigri á Aston Villa í kvöld. Chelsea fór á toppinn á laugar- daginn með sigri á Hull en Manchester City hrifsaði efsta sætið til sín í gær er liðið vann Newcastle á útivelli, 2-0. Sigurinn var þó umdeildur en Cheick Tiote skoraði mark í stöðunni 1-0 sem var dæmt af vegna rangstöðu. Lík- lega hefði átt að dæma markið gilt. Síðara mark City var svo skorað í uppbótartíma. „Ég skil ekki þessa ákvörðun,“ sagði Alan Pardew, stjóri New- castle, eftir leikinn. „Þetta var röng ákvörðun hjá dómaranum og því miður hafði hún mikil áhrif. Þetta var glæsilegt mark og hefði átt að gilda.“ Liverpool sýndi svo mátt sinn og megin í síðari leik gærdagsins með 5-3 sigur á Stoke. Það var fyrsti sigur Liverpool á Britannia-leik- vanginum í úrvalsdeildarleik. Luis Suarez skoraði tvívegis fyrir Liverpool og er nú kominn með 22 deildarmörk. „Við gerðum mistök í vörninni sem við þurfum að skora en það var frábært að koma hingað og skora fimm mörk,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. Manchester United vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar að liðið hafði betur gegn Swansea á laugar daginn, 2-0. - esá Liverpool skoraði fi mm og City á toppinn Toppliðin unnu öll í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Arsenal getur komist aft ur í efsta sætið í kvöld. Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 og kynna: frá kr. 99.000- pr. mann í tvíbýli GOLFFERÐIR ÚRSLIT EM Í HANDBOLTA A-RIÐILL TÉKKLAND - AUSTURRÍKI 20-30 (9-14) DANMÖRK - MAKEDÓNÍA 29-21 (12-8) STAÐAN Austurríki 1 1 0 0 30-20 2 Danmörk 1 1 0 0 29-21 2 Makedónía 1 0 0 1 21-29 0 Tékkland 1 0 0 1 20-30 0 B-RIÐILL ÍSLAND - NOREGUR 31-26 (16-10) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9/2 (11/3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 6 (9), Rúnar Kárason 4 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 3/2 (5/3), Þórir Ólafsson 3 (6), Arnór Atlason 3 (9), Aron Pálmarsson 2 (3), Vignir Svavarsson 1 (2), Gunnar Steinn Jónsson (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (40/3, 38%), Aron Rafn Eðvarðsson 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 6 (Guðjón Valur Sigurðsson 3, Ásgeir Örn 1, Arnór 1, Vignir 1). Fiskuð víti: 6 (Guðjón Valur 1, Ásgeir 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Róbert 1, Gunnar Steinn 1). Utan vallar: 10 mínútur. Noregur - Mörk (skot): K. Kjelling 7 (9), H. Reink- ind 6 (9), H. Tvedten 4/4 (7/5), A. Lindboe 3 (3), C. O‘Sullivan 3 (5), M. Gullerrud 1 (1), S. Sagosen 1 (1), B. Myrhol 1 (4), K. Björnesen (1), E. Hansen (4). Varin skot: Magnus Dahl 18/2 (36/4, 50%), Ole Erevik 5 (18/2, 28%). Hraðaupphlaup: 4. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: M. Gubica og B. Milosevic, Króatíu. SPÁNN - UNGVERJALAND 34-27 (17-10) STAÐAN Spánn 1 1 0 0 34-27 2 Ísland 1 1 0 0 31-26 2 Noregur 1 0 0 1 26-31 0 Ungverjaland 1 0 0 1 27-34 0 NÆSTU LEIKIR UNGVERJALAND - ÍSLAND MIÐ. KL. 17.00 NOREGUR - SPÁNN MIÐ. KL. 19.15 ENSKA ÚRVALSDEILDIN HULL - CHELSEA 0-2 0-1 Eden Hazard (56.), 0-2 Fernando Torres (87.). SOUTHAMPTON - WEST BROM 1-0 1-0 Adam Lallana (66.). TOTTENHAM - CRYSTAL PALACE 2-0 1-0 Christian Eriksen (50.), 2-0 Jermain Defoe (72.). FULHAM - SUNDERLAND 1-4 0-1 Adam Johnson (29.), 0-2 Ki Sung-Yueng (41.), 1-2 Steve Sidwell (52.), 1-3 Johnson (69.), 1-4 Johnson, víti (85.). EVERTON - NORWICH 2-0 1-0 Gareth Barry (23.), 2-0 Kevin Mirallas (59.). CARDIFF - WEST HAM 0-2 0-1 Carlton Cole (42.), 0-2 Mark Noble (93.). MANCHESTER UNITED - SWANSEA 2-0 1-0 Antonio Valencia (47.), 2-0 Danny Welbeck (59.). NEWCASTLE - MANCHESTER CITY 0-2 0-1 Edin Dzeko (8.), 0-2 Alvaro Negredo (95.). STOKE - LIVERPOOL 3-5 0-1 Sjálfsmark (5.), 0-2 Luis Suarez (32.), 1-2 Peter Crouch (39.), 2-2 Charlie Adam (45.), 2-3 Steven Gerrard, víti (51.), 2-4 Suarez (71.), 3-4 Jonathan Walters (85.), 3-5 Daniel Sturridge (87.). STAÐA EFSTU LIÐA Man. City 21 15 2 4 59-23 47 Chelsea 21 14 4 3 40-19 46 Arsenal 20 14 3 3 39-18 45 Liverpool 21 13 3 5 51-26 42 Everton 21 11 8 2 34-19 41 Tottenham 21 12 4 5 26-25 40 Man. United 21 11 4 6 35-24 37 HANDBOLTI „Þetta var flott byrjun og ég var ánægður með strákana. Það gerðu allir það sem ætlast var til af þeim. Það voru allir að skila sínu í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir sigurinn sæta á Norð- mönnum í gær. Guðjón sagði að allir leikmenn Noregs væru miklir heiðursmenn en hann hefur ekki sömu sögu að segja af norska handboltasérfræðingn- um sem sagði þetta íslenska landslið vera það lélegasta sem Ísland hefði teflt fram á öldinni. „Það er æðislegt að hlusta á svona sérfræð- ing. Ég efast um að norsku leikmennirnir séu glaðir með þetta. Norsku leikmennirnir bera virðingu fyrir okkur. Það þurfti enga auka- hvatningu fyrir þennan leik en það var ágætt að fá hana samt,“ sagði fyrirliðinn og glotti við tönn. „Við spiluðum af svipaðri getu og ég bjóst við en ég átti ekki von á þessari frábæru byrjun. Norðmenn eru með mjög frambærilegt lið og við vissum að þetta yrði slagur. Við réðum vel við allt þeirra og hleyptum þeim aldrei of nálægt okkur.“ Spila ekki nema ég treysti mér til þess Óvissa var um hvort Guðjón Valur gæti spil- að á þessu móti og fáir bjuggust við honum í þessum leik. Það var ekki að sjá að skortur á undirbúningi hamlaði hornamanninum frábæra því hann var stórkostlegur í leiknum og skoraði níu mörk. „Mér leið bara vel og ég spila ekki nema ég treysti mér algjörlega til þess. Þegar ég haltraði aðeins þá rákum við hnén saman. Þetta var ekki kálfinn sem hefur verið að trufla mig. Ég er í fínu lagi og fer ekki í treyju nema ég sé klár í að spila.“ Varnarleikurinn frábær frá upphafi Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var óspar á brosið eftir leik. Eftir mjög erfiðan undir búning fyrir EM blómstruðu strákarnir hans gegn Noregi í gær. „Við vissum eiginlega ekki alveg við hverju mátti búast. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik. Áttum fín svör við þeirra leik og varnarleikurinn var frábær frá upp- hafi. Við gátum því refsað með hraðaupphlaup- um. Sóknar leikurinn var svo mjög beittur nán- ast allan leikinn,“ sagði Aron en hann gat ekki kvartað yfir ótrúlegri byrjun sinna manna. Ungverjar með klóka leikmenn „Það var búið að vinna í því að stilla spennu- stigið vel fyrir fyrsta leikinn og það virðist hafa virkað,“ sagði þjálfarinn en umræða var í Noregi um lélegt íslenskt lið. Gat hann ekki nýtt sér það? „Jú, að sjálfsögðu. Við nýttum okkur það og fleira. Við reyndum að vekja dýrið í okkur fyrir leik og það gekk upp. Dýrið var til staðar en samt yfirvegun.“ Ungverjar bíða handan við hornið og verður mikil vinna hjá þjálfarateyminu að undirbúa liðið fyrir þann leik, en hvað þarf helst að bæta? „Þeir eru öðruvísi lið. Hávaxnari, sterkir en seinir á fótunum. Vörnin verður að halda gegn þeim enda þeir með klóka leikmenn,“ sagði Aron en hann var sjálfur klókur í dag. Rúllaði liðinu vel og skipti rétt inn á. Klassaframmi- staða hjá honum rétt eins og hjá leikmönnunum. henry@frettabladid.is Náðum að vekja dýrið í okkur Þjálfarinn Aron Kristjánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði voru með báða fætur á jörðinni en eðli- lega afar kátir með fl ottan sigur á Noregi. Ummæli um lélegt íslenskt landslið höfðu áhrif á íslenska liðið. Í HÁLOFTUNUM Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt af níu mörkum sínum í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 22 MÖRK Luis Suarez fagnar öðru marka sinna í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.