Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 6

Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 6
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu oft stöðvaði Tryggingastofn- un greiðslur til fólks í fyrra? 2. Fyrir hvað fékk íslenska fyrirtækið Cooori fyrstu verðlaun í keppninni Japan Night? 3. Hvað heitir félag kvenna í tónlist? SVÖR: VEISTU SVARIÐ? 1. 277 sinnum. 2. Tungumálaforrit með gervigreind. 3. KÍTON.. Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. HEILBRIGÐISMÁL Um 83 prósent notenda eru mjög eða frekar ánægð með þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og liðlega 75 prósent bera mikið eða frekar mikið traust til hennar. Þá telja tæplega 89 prósent að mjög eða frekar vel hafi verið leyst úr erindi þeirra þegar þau komu síðast á heilsugæslustöðina sína. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þjónustukönnun sem rannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins í lok síðasta árs. „Ég tel að Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins geti unað nokk- uð vel við þessar niðurstöður. Þær sýna að þrátt fyrir erfitt árferði og mikið aðhald í rekstri hefur okkur tekist að halda uppi þjón- ustu sem notendur eru almennt sáttir við,“ segir Svanhvít Jakobs- dóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuð borgarsvæðisins. „Þetta má meðal annars þakka frábæru starfsfólki sem hefur lagt mikið á sig og verið tilbúið að laga sig að breyttum aðstæð- um til að halda uppi sem bestri þjónustu.“ Hún bendir á að framlög til Heilsugæslunnar voru lækkuð um tæpar 400 milljónir króna á árunum 2009 til 2012, og lækka að auki um 100 milljónir króna í ár. Ekki síst í ljósi þessa sé niður- staða könnunarinnar ánægjuleg og viðurkenning á því góða starfi sem fer fram innan Heilsugæsl- unnar. - fb Þjónustukönnun leiðir í ljós að 83 prósent notenda eru mjög eða frekar ánægð með Heilsugæsluna: Sjúklingar ánægðir þrátt fyrir niðurskurð STJÓRNSÝSLA Fiskistofa hefur ekki framfylgt opinberu eftirliti með merkingum norskra eldisseiða í sjókvíum. Strangar reglur eru um eftirlit. Landssamband veiðifélaga (LS) krefur Fiskistofu um svör og vill rannsókn á því hvort reglur um laxeldi séu brotnar. Óðinn Sigþórsson, formaður LS, sendi fiskistofustjóra bréf á mánu- dag til að fá upplýsingar um hvern- ig eftirliti með laxeldi í sjó er hátt- að. Tilefni bréfsins var óskýr svör um eftirlit með laxeldi í sjókvíum frá starfsmönn- um Fiskistofu á stjórnarfundi LS í nóvember, eins og segir í bréfinu. Eyþór Björns- son fiskistofu- stjóri segir það rétt sem kemur fram í bréfi LS að eftirliti sé ekki sinnt sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar innar hvað þetta tiltekna verkefni varðar. „Þetta verkefni hefur ekki komist á koppinn ennþá og það er rétt sem segir í bréfinu að við höfum ekki verið að framfylgja þessu. Ég gengst við því. Þetta er klárlega eitthvað sem við þyrftum að gera betur og við erum að bregð- ast við þessu,“ segir Eyþór og bætir við að fljótlega verði óskað eftir ráð- gjöf Veiðimálastofnunar um hvern- ig það verði best gert. Óðinn segir að gert hafi verið samkomulag við stjórnvöld um að falla frá því að seiði væru örmerkt með því skilyrði að seiðin væru auð- kennd og með því væri hægt að lesa af erfðamörkum ef eldislax veiddist á stöng í veiðiám. „Þetta er stórmál fyrir okkur af því að eldisfiskur á Íslandi er allur af norskum uppruna,“ segir Óðinn og undirstrikar þá hættu sem íslenska stofninum er búin af erfða- blöndun við norskan lax. Eyþór segir að Fiskistofa hafi fyrst í apríl á síðasta ári sett á fót sérstaka fiskeldisdeild, en fiskeld- ið hafði til þess tíma verið hálfgert olnbogabarn og til skiptis verið á ábyrgð Matvælastofnunar og Fiski- stofu. Í kjölfar reglugerðarsetning- ar árið 2012, sem gerir miklar kröf- ur um eftirlit, var hins vegar sett á fót fiskeldisdeild innan Fiskistofu og til starfa ráðnir sérfróðir menn um fiskeldi í fyrsta skipti. Frá áramótum hefur aðeins einn maður starfað í fiskeldisdeildinni, en þeir hafa verið tveir. Starfsmað- urinn sér um alla stjórnsýslu og eft- irlit með fiskeldi. Eyþór segir hins vegar að aukið fjármagn þurfi til að bæta eftirlitið. svavar@frettabladid.is Eftirliti með laxeldi í sjó ekki framfylgt Fiskistofa hefur ekki framfylgt eftirliti með merkingum norskra eldisseiða í sjóeldi á Íslandi. Landssamband veiðifélaga krefst svara og lýsir yfir þungum áhyggjum. ■ Stjórn Landssambands veiðifélaga bókaði eftir ársfund í nóvember 2013: „Ekki hefur verið sannreynt að ákveðið hlutfall eldisseiða sé uggaklippt eins og áskilið er í reglugerð. Enn sem komið er virðist eftir- litið fremur laust í reipunum og telur stjórnin það óviðunandi.“ ■ Reglugerð nr. 401/2012 um merkingar útsettra eldisseiða í sjó: 29. grein: Fiskistofa skal gera kröfur um auðkenningu laxfiska þannig að 10% af útsettum seiðum í sjókvíar verði uggaklippt. Fiskistofa getur krafist þess að hærra hlutfall af útsettum seiðum sé uggaklippt ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. Veiðimálastofnun skal veita Fiskistofu ráðgjöf um framkvæmd 1. málsl. þessarar greinar. Tíunda hvert seiði skal uggaklippt HEILSUGÆSLA 83 prósent notenda eru mjög eða frekar ánægð með Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ELDISLAX Í Noregi er verið að herða reglur um sjókvíaeldi á laxi, þrátt fyrir að lax- inn sé af þeirra eigin stofni. MYND/SIGURJÓN HEILBRIGÐISMÁL Tómas Gíslason, framkvæmdastjóri Neyðarlínunn- ar, segir ekki við Neyðarlínuna, Mýflug eða Landhelgisgæsluna að sakast þótt veikur maður í Öræfa- sveit hafi ekki verið fluttur með flugi til Reykjavíkur heldur með sjúkrabíl. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþing- ismaður sagði í Fréttablaðinu í gær frá óánægju konu í Öræfasveit sem vildi fá sjúkraflugvél fyrir mann sinn en hefði verið tjáð að vélin væri ekki tiltæk. Þá hefði henni verið sagt að ekki borgaði sig að fá þyrlu og hún látin aka með sárkval- inn manninn til móts við sjúkrabíl. Tómas Gíslason sendi af þessu til- efni athugasemdir til Silju. Tómas segir að læknir mannsins hafi hringt í Neyðarlínuna í hádeginu 8. janúar og verið „pollrólegur að vega og meta fljótlegustu og einföldustu leiðina til að koma manni úr Öræfa- sveit í aðgerð í Reykjavík“ en ekki viljað kalla til þyrlu því málið væri ekki svo „akút“ að þess þyrfti. „Mýflug væri alveg í myndinni en þar sem þeirra vél getur ekki lent í Freysnesi eða á Kirkjubæjar- klaustri, þá væri um það að ræða að flytja sjúkling fyrst á Höfn og fá sjúkravél þangað. Um hádegið var Mýflug að lenda á Vopnafirði að taka sjúkling, sem var á leið á Akureyri, og hefði því getað verið á Höfn um tveimur tímum síðar,“ lýsir Tómas stöðunni þennan dag. „Niðurstaðan er því að fagmenn mátu málið og komust að niður- stöðu, sem var sú að senda sjúk- linginn landleiðina, en þó ekki með neinum látum,“ segir Tómas. - gar Neyðarlínan segir ekkert athugavert við sjúkraflutning manns úr Öræfum: Segir ekki við Mýflug að sakast FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það hafa verið lækni veiks manns sem ákvað að hann yrði fluttur með sjúkrabíl í stað þess að bíða eftr sjúkraflugvél. ÓÐINN SIGÞÓRSSON EYÞÓR BJÖRNSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.