Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 19
FÖSTUDAGUR 14. febrúar 2014 | SKOÐUN | 19
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Fyrir ári reis milljarður
manna upp og dansaði í 207
löndum gegn kynbundnu
ofbeldi. Ríflega 2.100
Íslendingar sýndu samtaka-
mátt sinn og mættu í Hörpu
og dönsuðu fyrir betri
heimi þar sem konur þurfa
ekki óttast að vera nauðg-
að, barðar, áreittar eða
limlestar fyrir það eitt að
vera kona. En hvaða áhrif
hefur það að dansa gegn
ofbeldi? Afnám ofbeldis
gegn konum og stúlkum
gerist ekki á einni nóttu. Um 20%
kvenna búa í löndum þar sem heim-
ilisofbeldi er ekki refsivert og ein
af hverjum þremur konum upplifir
ofbeldi á lífsleiðinni. Almenn vit-
undarvakning, í raun bylting, þarf
að eiga sér stað í hverju landi fyrir
sig og á alþjóðlegum vettvangi til að
stöðva kynbundið ofbeldi.
Dans er ein leið til þess. Þess
vegna hyggst UN Women á Íslandi
endurtaka leikinn og halda við-
burðinn „Milljarður rís“ til stuðn-
ings þolendum kynbundins ofbeldis
og til að vekja athygli og auka með-
vitund um málefnið. Til að stöðva
ofbeldið þurfa þolendur að stíga
fram og segja sína sögu. Það kall-
ar á umfjöllun sem hefur áhrif á
viðhorf í samfélaginu sem kallar
á breytingar á lögum. Þetta sáum
við gerast á Indlandi í kjölfar hóp-
nauðgunar í lok árs 2012 og fjölda-
mótmæla en þá voru gerðar alls-
herjar breytingar á allri löggjöf er
varðar kynbundið ofbeldi eins og
nauðganir, mansal og kynferðis-
áreitni. Jafnframt voru gerðar rót-
tækar breytingar á meðferð slíkra
mála, allt frá læknisskoðunum til
fræðslu fyrir lögreglu og dómara.
Sýnum samstöðu
Vegna ötuls starfs UN Women og
baráttufólks um allan heim hafa átt
sér stað viss framfaraskref í jafn-
réttismálum úti um allan heim. Á
árinu 2011 samþykkti kambódíska
þingið löggjöf um sýruárásir. Ger-
endur geta átt yfir höfði sér allt að
10-30 ára fangelsisvist fyrir slíka
árás. Evrópusamband-
ið setti inn viðbætur við
lög sem tryggja þolendum
heimilisofbeldis sömu rétt-
indi og brotaþolum annars
konar ofbeldis. Þolendur
heimilisofbeldis geta nú treyst því
að nálgunarbönn og annars konar
vernd gegn gerendum sem veitt er í
einu landi gildi einnig í öðrum ríkj-
um ESB. Einnig samþykkti sádi-
arabíska þingið á árinu 2013 tíma-
mótalöggjöf sem gerir ofbeldi gegn
konum innan veggja heimilis og á
vinnustöðum ólöglegt. Þrátt fyrir
þennan árangur þá er það stað-
reynd að ein af hverjum þremur
stúlkum í fátækustu löndum heims
verður gift fyrir 18 ára aldur og
að daglega eiga sér stað yfir 3.000
nauðganir í Suður-Afríku. Í Evrópu
er helsta dánarorsök kvenna á aldr-
inum 16-44 ára heimilisofbeldi.
Þó að jafnréttisbaráttan sé komin
langt á veg á Íslandi miðað við
önnur lönd þá er kynbundið ofbeldi
jafnframt staðreynd hérlendis og
hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu
þjóðanna lýst yfir áhyggjum sínum
af hárri tíðni heimilisofbeldis og
vægum refsingum.
Ofbeldi gegn konum og stúlkum
er útbreiddasta mannréttindabrot
í heiminum. Það viðheldur fátækt
og veikri þjóðfélagsstöðu kvenna.
Þessu þarf að breyta, því þetta er
ekki róttæk krafa heldur grundvall-
armannréttindi. UN Women skorar
á fyrirtæki, stofnanir og skóla að
fjölmenna og sýna samstöðu í verki.
Byltingin hefst klukkan 12 í dag í
Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akur-
eyri, í félagsheimilinu Herðubreið á
Seyðisfirði og í Menntaskólanum á
Ísafirði. Mætum, dönsum og krefj-
umst þess að mannréttindi kvenna
og stúlkna séu virt.
Dansað gegn
ofbeldi? Hverju
breytir það?
Vegna frétta af fundum
sjávarútvegsráðherra,
Hafrannsóknastofnun-
ar og smábátasjómanna
vegna mikillar ýsuveiði,
má ég til með að koma
upplifun minni að, sem
skipstjóri á línubát af mið-
unum í kringum Snæfells-
nes. Kannski er rétt að
taka fram að ég hef verið
til sjós frá 1968 og skip-
stjóri frá 1988.
Ég hef ekki lagt einn
einasta línuspotta á hefð-
bundna veiðislóð á þessu
fiskveiðiári til þess að forðast
ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af
aflanum á móti þorski á veiðislóð
þar sem ýsa hefur ekki fengist
nema í mjög litlum mæli síðustu
áratugi.
Leggi maður línuna á hefð-
bundna veiðislóð á þessum tíma
árs þar sem eðlilegt væri að ýsan
væri 20-30% af aflanum er hlut-
fallið í dag 80-90% ýsa og mjög
mikil veiði. Við þessar aðstæður
sem hér er lýst neyðumst við til
þess að róa 15 til 20 mílum dýpra
með því óhagræði og kostnaði sem
því fylgir.
Allir ættu að gera sér grein fyrir
því að slíkt er mjög óheppilegt á
þessum árstíma þegar veður geta
verið válynd eins og verið hefur
undanfarnar vikur. Smá-
bátaflotinn kláraði ýsu-
heimildir sínar fyrir jól og
hefur síðan leigt hundruð
tonna úr aflamarkskerfinu
og nú er staðan sú að menn
fá ekki lengur leigt, það er
ekkert framboð af leigu-
kvóta. Nú er útlit fyrir að
mörgum bátum verði lagt
og beitningamönnum sagt
upp þó að talsverðar heim-
ildir í þorski, ufsa og stein-
bít séu óveiddar.
Þrátt fyrir þá alvarlegu
stöðu sem að framan er
lýst þá virðist engin lausn í sjón-
máli hjá stjórnvöldum. Því tel ég
tilefni til að minna á tillögur Sam-
taka smærri útgerða, SSÚ, frá
aðalfundi samtakanna þar sem
m.a. var bent á leiðir til lausnar
þessum vanda. Þar var m.a. lögð
til svokölluð ígildaleið en í henni
felst að menn gætu veitt ákveðinn
hluta af úthlutuðum aflaheimild-
um í ígildum óháð tegund. Önnur
tillaga felst í því að krókaafla-
marksbátar fái heimild til að veiða
eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom
inn á ýmsar leiðir á aðalfundi sam-
takanna sem geta orðið til bóta við
væntanlegar breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða og erum við
reiðubúnir til viðræðna hvenær
sem er.
Meira um ýsu-
vandamál smábáta
SJÁVARÚT-
VEGUR
Bárður
Guðmundsson
formaður SSÚ,
Samtaka smærri
útgerða
KYNBUNDIÐ
OFBELDI
Soff ía
Sigurgeirsdóttir
framkvæmdastýra
UN Women á Íslandi
➜ Vegna ötuls starfs
UN Women og bar-
áttufólks um allan
heim hafa átt sér stað
viss framfaraskref í
jafnréttismálum.
Hér er saga frá Rússlandi Pút-
íns: Maður tekur myndir af sér
með standpínu og slysast til að
dreifa þeim óvarfærnislega.
Heilt bæjarfélag fer yfir um.
„Hvað með börnin?“ spyr fólk.
„Maðurinn býr nálægt skóla!“
(Eins og annað sé hægt í þúsund
manna bæ.) Fjölmiðill hringir
í manninn. Maðurinn þarf að
útskýra að hann sé ekki barna-
níðingur. Segist ætla að reyna
að fjarlægja myndirnar af net-
inu. Athæfið er sagt „ógeðfellt“.
Myndirnar „viðbjóðslegar“. Já,
og ólöglegar þar að auki.
Landið er raunar Ísland. Hér
eru enn lög í gildi sem banna
klám. Það setur Ísland í sama
flokk og lönd á borð við Sádi-
Arabíu, Súdan, Egyptaland,
Kúbu, Írak, Íran, Kína og Norð-
ur-Kóreu. Svona lagasetning er
algjör sérstaða í vestrænu ríki,
en ekki heyrist mér vilji til að
breyta þessu. Öflugir hugsjóna-
hópar standa gegn því.
Bönn í þágu barna
Einhverjir eru á þeirri skoð-
un að þeir sem taki dónalegar
myndir af eigin líkömum án
aðkomu annarra, án nokkurs
fjárhagslegs ávinnings, og án
þess að neinn annar líði neitt
fyrir séu lögbrjótar og eigi þá
að fara í fangelsi. Og af hverju?
Hver eru fórnarlömbin? Jú,
börnin! Þessu er beint gegn
börnum! Eða öllu heldur: börn
gætu séð þetta! Og þetta er svo
ógeðslegt.
Hópur fólks sem vill varpa
ábyrgð á því sem börn þeirra
gera, á netinu, sem annars stað-
ar, yfir á aðra. Þetta stjórnlynda
fólk mun, í þessu samhengi,
aldrei kalla sig annað en „for-
eldra“ því það gefur þá fölsku
mynd að fólkið eigi einhverra
hagsmuna að gæta af því hvern-
ig eitthvert allt annað fólk hagar
sér. Foreldrar eiga nefnilega
börn. Vilja ekki allir passa upp
á börnin?
Fólk velur hvað það skoðar á
netinu. Og ef fólk vill stýra því
hvað börn þess skoða á netinu þá
verður það bara að gjöra svo vel
að vinna þá vinnu sjálft en ekki
að ætlast til þess að allir aðrir
í heiminum lúti þeirra óskum.
Sumir óttast typpamyndir. Ég
játa að ég er mun hræddari við
fólk sem vill banna og refsa með
teygðum vísunum til velferð-
ar barna. Margur viðbjóðurinn
hefur verið látinn hvíla á þeim
undirstöðum.
Skaðsemi af mannavöldum
Ef menn ætla að tala um að hin
og þessi kynlífshegðun sé slæm
eða beinlínis ógeðsleg þá verða
menn að nota aðra mælikvarða
en bara þá hvað öðrum finnist
um hana. Er kynlífshegðunin
skaðleg saklausu fólki? Ef hún
er það ekki þá getur hún ekki
talist lögbrot í frjálslyndu ríki.
Alveg sama hvað áhyggjufullum
foreldrum finnst.
Það ganga sögur af fólki í
öðrum löndum sem misst hefur
vinnuna í barnaskóla út af því að
það hafði einhvern tímann áður
leikið í klámmynd. Þessar sögur
eru notaðar sem víti til varnað-
ar. Af hverju er það viðhorfið?
Það er samfélagið sem ákveður
að útskúfa þessu fólki. Versta
afleiðingin af þeirri „afbrigði-
legu“ hegðun sem felst í því að
láta taka af sér myndir við kyn-
lífsathafnir felst í fordómafull-
um viðbrögðum annars fólks.
Brennimerkingin er ekki nátt-
úruleg. Hún er af mannavöldum.
Samkynhneigð er víða mjög
hættuleg. Menn geta dáið af
því að vera samkynhneigðir, til
dæmis í sumum þeirra landa
sem nefnd voru hér að ofan.
Enn víðar er fólki útskúfað. Er
þá í lagi að kalla samkynhneigð
skaðlega eða viðbjóðslega í þeim
löndum? Auðvitað ekki. Ekki ef
einu neikvæðu afleiðingar þess
að vera samkynhneigður eru af
mannavöldum. „Pabbi kom út úr
skápnum og mér er strítt. Vondi
pabbi.“
Frjálslyndi snýst um frávik
Nú má auðvitað hæðast að því að
einhver vilji standa vörð um rétt
fólks til að taka myndir af sér
með standpínu án þess að fá yfir
sig yfirheyrslu fjölmiðla, rann-
sókn lögreglu og útskúfun sam-
félagsins. Megi þeir sem þykir
sú varnarræða skopleg hlæja
uns jörðin hættir að snúast.
En þetta snýst um frjálslyndi.
Frjálslyndi snýst um að umbera
einmitt það sem einhverjum
finnst skrýtið eða jafnvel ógeðs-
legt. Það er ekki frjálslyndi að
klappa bara af ákafa fyrir því
sem aðrir í kringum mann hafa
þegar gúdderað. Það heitir bara
að fylgja tískunni.
Oj, ógeðslegt
ASUS PRO ADVANCED
STERKBYGGÐ OG ÖRUGG
HAFÐU SAMBAND