Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 20
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir
skrifar grein í Fréttablaðið þann
6. febrúar þar sem hún hefur
áhyggjur af því að umræða um
nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa
byggist á vanþekkingu. Í greininni
fjallar hún þó ekki um þau atriði
sem Rótin hefur gagnrýnt og snúa
að því að ríkisvaldið hafi ekki sett
nægilega skýran ramma um starf
ráðgjafa. Gagnrýni Rótarinnar
er byggð á svörum frá landlækn-
isembætti, velferðarráðuneyti
og menntamálaráðuneyti. Engar
praktískar upplýsingar eru um
skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfs-
menn á heimasíðu SÁÁ og okkur
hefur ekki borist svar við ósk um
upplýsingar. Á heimasíðu Starfs-
menntar segir að samstarf sé um
námið við SÁÁ en við eftirgrennsl-
an kom í ljós að samstarfið felst
eingöngu í fjárhagsaðstoð Starfs-
menntar.
Fjölmargir fyrrverandi ráðgjaf-
ar hjá SÁÁ hafa leitað til okkar og
kvartað yfir því að ráðgjafanemar
séu háðir duttlungum yfirmanna
SÁÁ, engin námskrá sé til og námið
laust í reipunum. Innan okkar raða
er svo fjöldi kvenna sem hefur farið
í gegnum meðferð og þekkir störf
ráðgjafa frá þeirri hlið.
Rétt er að rifja upp sögu ráð-
gjafa starfsins en það hefur mjög
mikla sérstöðu innan heilbrigð-
iskerfisins og Kristbjörg Halla
getur kynnt sér hana nánar í dokt-
orsritgerð Hildigunnar Ólafsdótt-
ur um AA-samtökin á Íslandi. Sér-
staðan byggist á þeirri trú manna,
sem ættuð er úr 12 spora kerfinu,
að þeir sem sjálfir hafi glímt við
vímuefnavanda séu bestir til að
hjálpa fólki að ná tökum á sínum
vanda.
Auknar kröfur
Nú er það ekki svo að Rótin sé á
móti jafningjahjálp. Við teljum
hins vegar að hún eigi ekki vel
heima í heilbrigðiskerfinu þar sem
sífellt auknar kröfur eru gerðar
til þess að byggt sé á gagnreyndri
þekkingu. Eftirfarandi ákvæði er
að finna í ráðningarsamningum
starfsmanna hjá SÁÁ og stangast
á við þá fullyrðingu Kristbjarg-
ar að meðferð SÁÁ byggi ekki á
sporastarfi:
„Ráðgjafar skulu stunda AA eða
Al-Anon og þeir starfsmenn SÁÁ,
sem eru alkóhólistar eða aðstand-
endur þeirra skulu stunda AA eða
Al-Anon.“
Í grein á heimasíðu SÁÁ lýsir
Magnús Einarsson starfi ráðgjafa
á eftirfarandi hátt:
Þeir „hjálpa fólki að taka
ákvarðanir varðandi framtíð sína“,
„bera hitann og þungann af með-
ferðinni. Þeir eru í mestri nálægð
við sjúklingana og bera því mikla
ábyrgð. Þeir halda fyrirlestra, sjá
að mestu um hópmeðferð og ein-
staklingsráðgjöf varðandi vímu-
efna- og spilafíkn“ og svo „starfa
áfengis- og vímuefnaráðgjafar
meðal annars við forvarnir og
rannsóknir“.
Samkvæmt þessari lýsingu
bera ráðgjafar sem hafa enga
akademíska menntun ótrúlega
mikla ábyrgð á sjúklingum SÁÁ
og starfa auk þess við rannsókn-
ir. Það hlýtur að vera einsdæmi í
heilbrigðiskerfinu að starfsstétt
sem er með mun minni formlega
menntun en t.d. sjúkraliðar beri
jafn mikla ábyrgð á meðferð sjúk-
linga. Til að fá löggildingu þurfa
ráðgjafar einungis kennslu í 300
klst. sem samsvarar um 15 eining-
um á framhaldsskólastigi.
Einokun í meðferðarmálum
Eins og staðan er í dag ríkir ákveð-
in einokun í meðferðarmálum
á Íslandi og það sama má segja
um möguleikann á að fá löggild-
ingu frá Landlækni sem áfengis-
og vímuefnaráðgjafi. Fólk með
framhaldsmenntun á háskólastigi í
fíknifræðum getur t.d. ekki fengið
starfsleyfi sem áfengis- og vímu-
efnaráðgjafar af því að krafist er
3.000 klst. vinnu á meðferðarstofn-
un, reynslan er metin meira virði
en fagleg þekking á háskólastigi.
Innan stjórnsýslunnar er vitað
að úrbóta er þörf og í svörum land-
læknisembættisins kemur fram að
„nauðsynlegt væri að endurskoða
þær námskröfur sem gerðar eru
til þessarar stéttar og taka þá mið
af menntun sambærilegra stétta í
nágrannalöndum okkur. Sú vinna
er ekki komin formlega af stað en
það verður farið í hana. Ekki er
hægt að segja að svo stöddu hve-
nær það yrði.“
Þessi vinna þarf að hefjast sem
fyrst. Markmið Rótarinnar er að
stuðla að bættri og faglegri með-
ferð. Við höfum þá sýn að þeir sem
sjá um meðferðina séu með bestu
mögulegu sérfræðimenntun sem
byggð er á árangurstengdum rann-
sóknum. Litlar upplýsingar liggja
fyrir um opinberar niðurstöður
um árangur meðferðarstarfs og
er það til mikils vansa.
Staðreyndir um menntun
áfengis- og fíkniráðgjafaÍ mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði
ferðamannaparadís. Hing-
að til lands myndu útlend-
ingar streyma og bera með
sér gull til hagsbóta fyrir
fámenna þjóð við ysta haf.
Hugmyndin um öfluga
ferðaþjónustu og traustan
ferðamannaiðnað hefur
alltaf verið góðra gjalda
verð. Íslendingar vita að
land þeirra býr yfir ein-
stökum töfrum, stórkostlegri nátt-
úru og fegurð óbyggða sem á sér
fáa samnefnara. Fallega staði má
finna víða en sérstaða Íslands og
aðdráttarafl er fjölbreytileikinn,
ósnert víðerni og náttúrukraftar.
Það er mál margra að nú sé
Ísland orðið uppselt. Landið þoli
illa fleiri ferðamenn og 7-800 þús-
und gestir á ári sé hæfilegur fjöldi.
Landsvæði og náttúruperlur hafa
látið á sjá og sumir vinsælir ferða-
mannastaðir eru komnir að efstu
þolmörkum, enda upplifa ferða-
menn allt of mikið fjölmenni á ein-
staka stöðum. Troðning og kraðak.
Náttúruperlur og vinsælir ferða-
mannastaðir kalla nú á viðhald,
sérstaka umhyggju og lagfæring-
ar. Til þess þarf fjármagn. Það fé
á núna að koma frá þeim sem nota
og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra hefur unnið að tillögum um
fjármögnunarleiðir um skeið. Þar
hefur ráðherra verið fastur í hug-
mynd um náttúrupassa. Þann 15.
nóvember síðastliðinn brást hún
við harðri gagnrýni á náttúrupass-
ann, sem kom fram á Umhverfis-
þingi síðastliðið haust. Sagði hún í
viðtali við RÚV að gagnrýni á nátt-
úrupassann væri ekki tímabær þar
sem ekki væri búið að útfæra fram-
kvæmdina.
Versta mögulega leiðin
Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í
viðtali að náttúrupassinn yrði tek-
inn upp á þessu ári þó gjaldtaka
hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur
náttúrupassinn að verða
orðinn útfærður og gagn-
rýni tímabær. Hugmyndin
um náttúrupassa til að fjár-
magna eðlileg og nauðsyn-
leg verkefni til viðhalds og
verndar náttúru Íslands er
versta mögulega leiðin sem
í boði er.
Sjálfsmynd íslensku
þjóðarinnar er mótuð af
ríkri tilfinningu fyrir sam-
eigninni á hálendi Íslands.
Óspilltri náttúru og öræfum sem
búa yfir fágætri fegurð. Náttúru-
perlum og ómengaðri jökla- og
fjallasýn sem er óviðjafnanleg.
Þessa sameign okkar og tilfinn-
ingu þjóðarinnar gagnvart henni
verður að vernda sama hvað það
kostar. Þetta hefur almenningur
og forystufólk vitað um aldir og
tryggt aðgengi þjóðarinnar með
ríkum og heilögum almannarétti
til umgengni við landið.
Það er í hrópandi mótsögn við
grunnhugmyndina um almanna-
rétt, og raunar hreint glapræði, ef
íslenskar fjölskyldur eiga að greiða
beint fyrir náttúrupassa til að fá
að ferðast um hálendið og náttúru-
perlur með börn sín. Þetta er landið
sem börnin okkar eiga að erfa og
njóta og hugmyndin um náttúru-
passa ræðst gegn tengslum þjóð-
arinnar við landið og náttúruna.
Fyrir nú utan það hversu fráleit
framkvæmdin við náttúrupassa
yrði. Flókin og götótt.
Það liggur fyrir einföld og skil-
virk hugmynd að leið sem auðvelt
yrði að útfæra og myndi skila sér
margfalt betur. Það er leið komu-
eða brottfarargjalds á alla ferða-
menn til eða frá landinu. Einfalt
og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó
að allir sem gjaldið greiddu myndu
aðeins greiða það einu sinni á ári,
þannig að þeir sem ferðuðust oftar
myndu ekki greiða gjaldið oftar
innan ársins. Hvernig væri nú að
ganga fram með góðu fordæmi og
velja bestu leiðina sem í boði er?
Að velja bestu leiðina
HEILBRIGÐISMÁL
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Kristín I. Pálsdóttir
Edda Arinbjarnar
Þórlaug Sveinsdóttir
í ráði og vararáði Rótarinnar
➜ Innan okkar raða er svo
fjöldi kvenna sem hefur
farið í gegnum meðferð og
þekkir störf ráðgjafa frá
þeirri hlið.
FERÐA-
ÞJÓNUSTA
Þórarinn Eyfjörð
formaður Útivistar
HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgiSkaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000Auglýsingar 512-5401 | visir.is
ANDLEG VAKNING
ÍSLENDINGA
Í amstri hversdagsins hefur þörfin fyrir að hlúa að
andlegri heilsu til jafns við þá líkamlegu aldrei verið meiri.
Fréttablaðið ræddi við þrjá einstaklinga sem hafa gert núvitund
og hugleiðslu að lífsstíl.
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
Ég hataði sjálfa mig
Erna Gunnþórsdóttir gerði garðinn
frægan fyrir rúmlega áratug sem
ein af fyrstu glamúrfyrirsætum
Íslands. Erna hefur nú sagt skilið
við módelbransann og er á leiðinni
í læknanám en hún opnar sig um
einelti og vímuefnaneyslu.
Blaðaljósmyndir ársins 2013
Það er fjölbreytt og skemmtilegt úrval mynda sem kemur til greina sem
bestu myndir ársins 2013, valdar af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. Frétta-
blaðið tók saman brot af því besta.
Sjötugur skíða-
göngukappi
50 ár eru síðan Þórhallur
Sveinsson keppti fyrir Íslands
hönd á Vetrarleikunum í
Austurríki. Hann rifjar upp
gamla tíma og segir frá
nýjum áskorunum en hann
er á leiðinni í lengstu skíða-
göngu heims, Vasagönguna.