Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.02.2014, Qupperneq 22
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Staðan á íslenskum vinnumarkaði kemur ekki á óvart. Kaupmátt- arskerðingin tekur í. Þol- inmæði margra er þrot- in. Þeir sem kusu gegn nýgerðum kjarasamningi hafa annaðhvort ekki haft trú á því tækifæri sem hann átti að skapa eða höfðu ekki vilja til að taka sameiginlega í árarnar inn í stöðugleika og framfarir, eins og boðað var. Kannski var það glappaskot að sleppa þessu tækifæri. Kannski var vitlaust gefið. Íslenska krónan, sem leikið hefur dapurlegt hlutverk í kjaraskerð- ingum launafólks í heila öld, er enn í öndvegi. Engin áform eru um að farga því tæki. Engin áform eru um að þjóðin eigi kost á varanlegum stöðugleika og nýjum tækifærum. Kjaraum- hverfið er ekki trúverð- ugt, endurreisn efnahagslífsins stendur á sér, étið sjálfir ykkar kauphækkanir, segir fólkið. Stéttarfélög sem felldu samn- ingana standa frammi fyrir því að þurfa að semja ein fyrir sína félagsmenn. Félög á mestu láglaunasvæðum landsins hafa ætíð notið góðs af samfloti við stærstu félögin innan ASÍ. Nú reynir á þau sjálf að spjara sig. Hætt er við að heldur miði afturá bak en áfram í þeim slag, því miður. Þolinmæði þarf til að ná sátt- um um kjaraumhverfið. Annars eru líkur á því að við hjökkum í sömu láglaunasporunum. Okkar menntaðasta fólk flyst brott, yfirgefur kotsamfélagið handa okkur hinum til að þrátta í. Vandinn sem við er að etja á sér aðdraganda í hruninu og í lokuðu hagkerfi krónunnar. Gengi hennar mun ekki standa af sér 10-15% launahækkun fyrir alla. Hefðbundin víxlverk- un gengis, launa og verðlags fer af stað með þekktum afleiðing- um verðbólgu og kjaraskerðinga. Leið hóflegra launahækkana sem byggir á aukinni framleiðni, líkt og annars staðar á Norður- löndunum, virðist vera eina færa leiðin til að bæta lífskjör smátt og smátt, ár eftir ár. Þannig muni kaupmáttur launa vaxa umtalsvert. Sú leið er einung- is fær, ef um hana verður sátt. Slíka sátt þurfa aðilar vinnu- markaðarins að sammælast um, einnig BSRB og BHM. Hringavitleysa Í kjarasamningum eftir hrun tókst að verja kaupmátt hinna lægst launuðu. Um það var sátt þótt svigrúm væri lítið. Bent er á að kjarasamningar ASÍ-félaga séu ekki boðlegir. Sérhæfður fiskvinnslumaður hafi 220 þús. krónur í mánaðarlaun eftir taxta. Heildarlaun starfsfólks í fiskvinnslu eru hins vegar um 360 þús. krónur á mánuði. Með- allaun samkvæmt kjarakönnun Eflingar og flóafélaganna eru 357 þús. krónur á mánuði, þar af voru 31% með meira en 400 þús. krónur, en ekki 210 til 250 þús. eins og strípaður taxtinn segir til um, þó víst finnist fólk á svo lágum launum. Úr því verður að bæta. Heildarlaun byggja m.a. á yfirvinnu, með 80% álagi á dagvinnukaup, vaktaálögum og öðrum kaupaukum. Íslend- ingar skila um fjórðungi lengri vinnutíma en þekkist á Norður- löndum. Þar er yfirvinnu- og vakta álög í engu samræmi við það sem hér gerist og yfirvinna fátíð. Standi vilji til þess að koma til móts við láglaunafólk á stríp- uðum launum, mætti hækka grunntaxta, en lækka yfirvinnu- og önnur álög í staðinn, þannig að t.d. 10-15% hækkun grunn- taxta leiði einungis til um 3% hækkunar heildarlauna yfir til- teknu lágmarki, svo dæmi sé tekið, þannig að kjarabætur í heild raski ekki stöðugleika. Slík nálgun yrði áfangi að því marki að dagvinnulaun dygðu til framfærslu og settu aukna framleiðnikröfu á atvinnurek- endur. Í Finnlandi var svigrúm til launahækkana um 3,5% fyrir nokkrum árum. Finnska verka- lýðshreyfingin var sammála um að tilteknir hópar hefðu dreg- ist aftur úr. Þessir hópar fengju þess vegna meira en aðrir á kostnað heildarinnar, enda rask- aði það ekki heildarsvigrúmi til launahækkana fyrir alla. Félagar BHM og kennarar hafa dregist aftur úr öðrum. Þeir hópar eiga samleið með láglaunahópunum innan ASÍ. Þeir þurfa meiri hækkanir en aðrir. Það þarf að gerast á kostn- að heildarinnar þannig að það raski ekki grundvallarmarkmiði um kaupmáttaraukningu allra, innan ramma þess svigrúms sem er. Gangi það ekki eftir heldur hringavitleysan áfram á kostnað allra. Þá er fjandinn laus. Fjandinn laus? KJARAMÁL Skúli Thoroddsen félagi í BHM ➜ Félög á mestu láglauna- svæðum landsins hafa ætíð notið góðs af samfl oti við stærstu félögin innan ASÍ. Nú reynir á þau sjálf að spjara sig. Hætt er við að heldur miði afturábak en áfram í þeim slag, því miður. FYRIR AÐSTOÐ INNANLANDS gjofsemgefur.is 9O7 2OO2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.