Fréttablaðið - 14.02.2014, Síða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og fyrirsætur. Innlit. Kristín Soffía Jónsdóttir. Valentínusardagurinn. Dagur í lífi Írisar Bjarkar. Spjörunum úr og bloggarinn.
2 • LÍFIÐ 14. FEBRÚAR 2014
HVERJIR
HVAR?
Lífi ð
www.visir.is/lifid
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valli
„Hugmyndin að markaðnum
kviknaði þegar Karen Lind
bloggari hringdi til okkar og
spurði hvort við gætum tekið
á móti snyrtivörum sem hún
væri ekki að nota. Við vorum
mjög þakklát fyrir það og fljót-
lega læddist þessi gjörningur
út í bloggheiminn og leiddi til
sjónvarpsviðtals í Kastljósi,“
segir Kristín Helga Guðmunds-
dóttir verkefnastjóri í Konu-
koti. „Það er hlýhugur á bak-
við gjafirnar og það liggja verð-
mæti allt í kringum okkur sem
geta nýst gestum Konukots
mjög vel.“ Kristín Helga segir
að flóamarkaðurinn hafi orðið
til þegar góðgerðarnefnd eRót-
arýklúbbsins starfaði með sjálf-
boðaliðum Konukots við að setja
markaðinn á laggirnar ásamt
því að fleiri konur fóru að
hreinsa til í skápunum sínum.
Umframflíkur og fylgihlutir
sem nýtast ekki í Konukoti eru
til sölu ódýrt á flóamarkaðnum
en ágóðinn rennur til starfsemi
Konukots. Flóamarkaðurinn er
opinn frá 12-17 alla laugadaga í
Eskihlíð 4. Konukot er neyðar-
athvarf og hugsunin á bak-
við það er að sinna tímabundið
grunnþörfum kvenna sem eiga
ekki í nein hús að venda með
húsaskjól, mat og hreinlæti.
„Velferðarsvið Reykjavíkur-
borgar og Rauði krossinn eru að
greiða fyrir reksturinn og það
er okkar mál að láta það ganga
upp. Allt svona hjálpar starf-
seminni en að meðaltali eru 30
starfsmenn sem sinna sjálf-
boðastarfi í Konukoti ásamt
starfsfólki.“
ÞAÐ ER HLÝHUGUR
Á BAKVIÐ GJAFIRNAR
Kristín Helga Guðmundsdóttir verkefnastjóri sinnir fl óamarkaði á laugardögum til
styrktar starfseminni í Konukoti.
Kristín Helga Guðmundsdóttir og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, dóttir hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
R
eykjavík Fashion Festival
fer fram samhliða Hönn-
unarmars, dagana 27.-30.
mars og er undirbúning-
urinn í fullum gangi. Í vik-
unni fór fram val (casting) á fyrir-
sætum fyrir tískusýningarnar og
var mikil eftirvænting í loftinu.
Lífið fékk að fylgjast með ferlinu
hjá RFF en Andrea Brabin hafði
yfirumsjón með valinu. „Þetta eru
sjö mismundandi hönnuðir og allir
hafa mismunandi áherslur. Sumir
eru að leita að kvenlegri týpum en
aðrir strákatýpum. Ferlið hefur
gengið vel og ég hugsa að það verði
valin í kringum 40-50 módel frá
mismunandi skrifstofum,“ segir
Andrea Brabin, eigandi Eskimo
Models.
FÖNGULEGAR FYRIRSÆTUR Á RFF
Val á fyrirsætum fyrir Reykjavík Fashion Festival fór fram hjá Elite í vikunni.
Valdar verða
fjörutíu til fimm-
tíu fyrirsætur
fyrir tískusýn-
ingar Reykjavík
Fashion Festival.
Fatahönnunarneminn Manuela Ósk Harð-
ardóttir er í París um þessar mundir á vegum
Listaháskóla Íslands. Hún fór á tónleika hjá
Ásgeiri Trausta í boði WOW air í borg ást-
arinnar í vikunni. Í Reykjavík tók fjöldi fólks
einnig þátt í mikilli gleði þegar Sagafilm hélt sína
árlegu uppskeruhátíð á dögunum. Fagnaðurinn
var haldinn í stúdíói Sagafilm og þangað mættu
meðal annars leikkonurnar Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Ef þú vilt verða hamingjusamasta
manneskja veraldar þá er þetta app
fyrir þig. Spirit Junkie er hugverk
Gabrielle Bernstein markþjálfa og er
einfalt í notkun. Appið pípir á þeim
tímasetningum sem þú stillir og birtir
fallegar og jákvæðar yfirlýsingar eða
setningar sem áminningu um jákvætt
hugarfar á hverjum degi.
Spirit junkie
http://gabbyb.tv/-
spirit-junkie-app
Þessi síða inniheldur allt milli him-
ins og jarðar fyrir foreldra sem
vilja sanka að sér upplýsingum um
barnauppeldi og fá ýmis ráð við
hinu og þessu sem tengist börnum.
HuffPost Parents
https://www.facebook.
com/HuffPostParents