Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Innlit. Kristín Soffía Jónsdóttir. Valentínusardagurinn. Dagur í lífi Írisar Bjarkar. Spjörunum úr og bloggarinn. 4 • LÍFIÐ 14. FEBRÚAR 2014 INNLIT GAMLIR MUNIR LIFNA VIÐ Maggý Mýrdal rekur Fonts.is og prentar falleg skilti. Hún er mikill fagurkeri og hefur einstakan áhuga á að gera upp gamla muni. Vegna fjölda fyrirspurna býður Maggý nú upp á námskeið fyrir einstaklinga, vinkonuhópa og saumaklúbba í skiltagerð og því að stensla á hús- gögn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í gegnum fonts@fonts.is. Svefnherbergið „Ég var svo heppin að finna þessar hurðir. Ég er gjörsamlega heilluð af gömlum hlutum með sál og ég var nokkra mánuði að vinna þær upp. Ég lét þær veðrast vel og pússaði þær upp því ég vildi hafa þær vel sjúskaðar. Mig langaði ekki til að sýruþvo þær því að þá tekur maður fallegu áferðina sem hefur mynd- ast á mörgum árum.“ Safnar stólum „Borðstofuborðið var gamalt en ég tók það í gegn og málaði. Stólana hef ég fengið hér og þar finnst gaman að fara í Góða hirðinn og skoða en oft finn ég skemmtilega hluti sem ég mála og pússa upp. Ég safna stólum og finnst ég aldrei eiga nóg af þeim.“ Vinnuaðstaðan „Ég hef verið að gera mikið af skiltum en ég byrjaði með Fonts.is fyrir rúmum þremur árum. Ég hef alltaf verið einstak- lega hrifin af fallegum orðum og fannst svo skemmtilegt að geta boðið fólki upp á skilti á íslensku. Það sem ég er að fást við þessa dagana eru fermingarkort sem verða vonandi fáanleg í flestum blóma- búðum.“ Lista- verk „Málverkið af hestinum er eftir mig. Ég var í listaháskóla í Banda- ríkjunum, The Art Institute, og hef mikinn áhuga á öllu sem við- kemur list og hönnun. Að mála mynd er eins konar vítamín fyrir mig og ég stefni á að halda sýningu með vorinu.“ Píanóið „Pabbi minn, Guðmund- ur Mýrdal, gaf mér þetta píanó þegar ég var lítil en ég fékk það sent frá Bandaríkjunum. Ég var látin læra á það en hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því. Hins vegar eru Sóldögg dóttir mín og Ingunn systir báðar mjög flinkar á það.“ Eldhúsið „Ég er einnig að safna klukk- um núna. Ef ég dett niður á klukku á útsölu þá kaupi ég hana. Þessar sem sjást á veggnum eru úr Rúmfatalagernum og Ilvu.“ Svarta vegginn í eldhúsinu málaði Maggý með krítarmálningu. „Mér finnst svo heimilislegt að hafa krítarvegg og gott að geta skrifað á hann það sem þarf að muna því ég er frekar gleymin.“ Ítölsk gæði tryggja heilbrigt og glansandi hár Án parabena og SLES Fæst í stórmörkuðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.