Fréttablaðið - 14.02.2014, Page 34

Fréttablaðið - 14.02.2014, Page 34
FRÉTTABLAÐIÐ Valentínusardagurinn. Dagur í lífi Írisar Bjarkar. Spjörunum úr og bloggarinn. 8 • LÍFIÐ 14. FEBRÚAR 2014 ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON rithöfundur „Hvorki ég né frúin tökum svona dag hátíðlegan, og því síður bóndadaginn því allir dagar eru ein- stakir og dásamlegir. Þar fyrir utan er frúin á skíð- um á Ítalíu og verður þar á Valentínusardaginn en ég myndi fyrst og fremst heiðra minningu Valdís- ar Gunnarsdóttur á þessum degi því hún flutti hann til Íslands.“ Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum hefur dagurinn verið haldinn há- tíðlegur á ýmsan máta en hefðbundið þykir að dekra við ástina sína, gefa gjafi r, blóm og falleg kort. Tilstandið á Íslandi hefur færst í aukana en ekki eru allir sammála um að dagurinn eigi heima á Íslandi. VALENTÍNUSARDAGURINN HVAÐ GERIR ÞÚ? RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR ritstjóri Bókafélagsins „Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið verið fyrir það að láta „segja mér fyrir verkum“ í þessum efnum með því að láta útlenska siði „ákveða“ hvenær skuli dekrað við makann eða annað slíkt. Hins vegar vill nú þannig til að ég hafði einmitt hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt til að gleðja hann á þessum degi í þetta sinn. Hef ég hugsað talsvert til Valdísar Gunnarsdóttur heitinn- ar og fyrrverandi samstarfskonu á Bylgjunni nú í aðdragandanum og hvernig hún kynnti þenn- an dag fyrir Íslendingum. Hún var á öldum ljós- vakans ötul við að hvetja landsmenn til elsku og ástar og hafi Valentínusardagurinn áhrif á okkur í þá átt er það vitaskuld af hinu góða.“ STEINUNN VALA SIGFÚSDÓTTIR eigandi Hring eftir hring „Við Stebbi erum ekki vön að halda upp á Valent- ínusardaginn á rómantískan hátt, þó við höfum reynd- ar nokkuð sterka tengingu við dagsetningu hans því þann 14. febrúar árið 2004 urðum við par. Við höld- um hins vegar upp á afmælin okkar og förum þá út að borða og gerum vel við okkur tvö ein eða í félags- skap góðra vina okkar. Í ár erum við fjölskyldan að fara í ferðalag norður en strákarnir okkar þrír, Snorri 8 ára, Trausti 7 ára og Nikulás Flosi 4 ára, verða í vetrarfríi í næstu viku. Við ætlum í skíðafrí og heim- sækja Tindastól og Hlíðarfjall en gista í Skagafirði. Kannski ég helli upp á gott og sterkt kaffi og grípi með mér súkkulaði fyrir bílferðina okkar, en langir bíl- túrar geta breyst í unaðsstundir hjá okkur Stebba þar sem gefst tími til að spjalla saman í friði og ró.“ JÓGVAN HANSEN söngvari „Ég er að sinna börnunum mínum tveimur sem eru rúmlega 2 ára og tæpra 4 mánaða og mér finnst það alveg nógu rómantískt. Ég er kannski ekki sá sem gerir mest úr þessum degi því hugmyndin er svo erlend þrátt fyrir að hún sé falleg. Konan á afmæli bráðlega og svo er konudagurinn líka og þá er um að gera að gera eitthvað sniðugt fyrir hana.“ Fjóla Björk Jensdóttir er með há- skólagráðu í ayurvedískum fræð- um sem tengjast jógafræðunum og byggjast á læknisspeki og teng- ingu okkar við náttúruna og veröldina í kringum okkur. Hún rýndi í staðsetningu tungls- ins sem er fullt í dag. „Fullt tungl á Valentínusardegi ýtir undir magn- aðar tilfinning- ar því tunglið er núna baðað í sólar- orku. Sólin er faðir- inn og tunglið er móðir- in. Þetta eru kraftar jing og jang sem sameinast í þessu fulla tungli svo að karlorkan umvefur kvenorkuna. Þessi áhrif verða sér- staklega kröftug fyrir ljón og vatns- bera, en án efa fyrir alla. Fullt tungl táknar vissa hugarljómun og skap- ar uppsveiflu í hugarorku. Margar konur finna hvernig tunglhringur- inn hefur áhrif á tíðahring- inn og almenna líðan en samkvæmt forn- um mýtum er tungl- hringurinn bein- tengdur konunni innra með okkur, sérstaklega horm- ónakerfinu sem öllu stýrir í líkam- anum. Í sjamanisma Indlands og fornum búddisma áttu konur að tengjast hringferli tunglsins til að viðhalda heilbrigðu hormóna- kerfi og æxlunarfærum. Enn í dag iðka heilarar þessar aðferðir á Ind- landi með góðum árangri.“ KARLORKAN UMVEFUR KVENORKUNA Í FULLU TUNGLI Á VALENTÍNUSARDAGINN Fjóla Björk Jensdóttir er ayurvedískur læknir og stjörnu- spekingur og rýnir í áhrif tunglsins á degi ástarinnar. Hrútur Hreinsunin verður á hugarorku og rómantískum vettvangi. Naut Fyrir rísandi naut verður hreinsunin á heimilinu og tilfinningasviðinu. Tvíburi Hreinsunin verður á heilsu- og samskiptasviði. Krabbinn Fyrir krabbann verður hreinsunin í málefn- um fjölskyldu og innkomu. Ljón Fyrir rísandi ljón verður hreinsunin algjör og að öllu leyti, á líkama og sál, og gæti markað nýtt upphaf. Meyja Hreinsunin verður á sviði endurhæfingar og svefns. Merkin og áhrifin Vog Hreinsunin verður á sviði vináttu, hópavinnu og markmiða (æðstu drauma). Sporðdreki Fyrir sporðdrekann verður hreinsunin á sviði atvinnumála og orðstýrs. Bogmaður Hreinsunin verður á sviði menntunar, trúar (siðferðis) og stuðnings. Steingeit Hreinsunin verður á sviði aðskilnaðar og ótta. Vatnsberi Fyrir rísandi vatnsbera verður hreinsunin á sviði sambanda og þinna nánustu. Fiskur Hreinsunin verður á sviði heilsu, lífsstíls og rútínu. AUSTURSTRÆTI 8 - 10 SÍMI 534 0005 Finndu okkur á Facebook Minkapels 38.800 kr Úlfapels 38.800 kr OPIÐ ALLA DAGA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.