Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Dagur í líf i Írisar Bjarkar. Spjörunum úr og bloggarinn. 10 • LÍFIÐ 14. FEBRÚAR 2014 DAGUR Í LÍFI ÍRISAR BJARKAR LJÓSMYNDARA 13.00 hitti ég Heru og við fórum saman í árumyndatöku. Ára er orka sem umlykur hverja manneskju og orkan hefur mismunandi liti og lögun. Hver litur, staðsetning og lögun hefur mismunandi þýðingu. Uppruna- lega fór ég til þess að nota þetta í rannsóknarvinnu fyrir lokaverk- efnið mitt og þar sem Hera hefur áhuga á svona hlutum líka þá tók ég hana með. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt enda ekki alla daga sem áran manns er mynd- uð og maður fær 17 blaðsíðna skýrslu um orkustöðvarnar sínar. 17.00 fór ég aftur upp í skóla til þess að skanna inn filmur. Því miður var enginn skanni laus í þetta skiptið þannig að í staðinn vann ég myndir frá myndatöku gærdagsins. 20.30 fór ég út að hlaupa. Ég og Sandra vinkona mín á Íslandi erum hlaupavinir, þ.e.a.s. við notum símaappið Runkeeper. Hún hleypur á Íslandi og ég í London og svo getum við fylgst hvor með ann- arri í gegnum símann. Við skráð- um okkur í hlaupaprógramm í app- inu sem segir okkur að hlaupa 4 sinnum í viku þar til við náum að fara 10 km á 55 mínútum. Þetta er allgjör snilld því annars myndi ég örugglega ekki koma mér af stað. 21.30 Síðbúinn kvöldmatur sem kærastinn minn, Hilmar, eldaði fyrir mig, ýsa í raspi. 23.30 Upp í rúm að sofa eftir lang- an dag. 7.00 Fór á fætur, tók mig til fyrir daginn og fékk mér morgunmat. Í þetta skiptið chia-graut með banana, berjum og möndlu-mjólk, vatnsglas og vítamín. 11.00 kíkti ég á bó kasafn- ið í skólanum mínum í tvo tíma til þess að vinna í lokaritgerði nni minni. É g smellti myn d af Vogue- safni skólan s, en hér sjá ið þið blöð frá 1929 til dags - ins í dag, br esk, banda- rísk, japöns k og að sjálf - sögðu ítölsk . Ekkert smá flott safn. 9.00 Síðasta föstudag var mér boðin frí klipping sem hármódel hjá Vidal Sassoon-hárgreiðslustofunni. Ég samþykkti með því skilyrði að við myndum halda sömu klippingunni en bara stytta það. Það er sko alls ekki leiðinlegt að fá fría klippingu hérna úti þar sem hún er mjög dýr, en á þessari stofu kostar einung- is klippingin í kringum tuttugu þús- und krónur. Ég leit líka á þetta sem tækifæri til þess að hitta nýtt fólk í sama bransa og ég. 15.00 Eftir myndatökuna fórum við Hera í hádegismat á Pot, þar sem við lásum skýrslurnar okkar og spjölluðum. Ég er svo heppin að engir tveir dagar í lífi mínu eru eins. Þennan dag var engin myndataka heldur undirbúningur og eftir- vinnsla. Dagurinn var í furðulegri kantinum en mjög skemmtilegur. Mind Xtra Smart verslun fyrir konur Firði Hafnarfirði • Sími 556 3400 1.000 • 2.000 • 3.000 AÐEINS 3 VERÐ Á ÚTSÖLUVÖRUM SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR ALLT Á AÐ SELJAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.