Fréttablaðið - 14.02.2014, Qupperneq 56
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 40
VIDEODROME
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
ROBOCOP 8, 10:25(POWER)
LEGO - ÍSL TAL 2D 3:50
LEGO - ÍSL TAL 3D 3:50, 6
DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8, 10:20
47 RONIN 3D 10:30
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2D 3:45, 6
SECRET LIFE OF WALTER MITTY 8
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
S.G.S - MBL
5%
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
KEFLAVÍK
AKUREYRI
TIME
ENTERTAINMENT WEEKLY
BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT
HOLLYWOOD REPORTER
VARIETY
ENTERTAINMENT WEEKLY
ROGEREBERT.COM
CHICAGO SUN-TIMES
JOBLO.COM
- THE GUARDIAN
36.000 GESTIR!
SÝNINGUM FER
FÆKKANDI!
NÁNAR Á MIÐI.IS
NYMPHOMANIAC PART 1 KL. 8 - 10:15
ROBOCOP KL. 8 - 10:15
INSIDE LLEWYN DAVIS KL. 5.50
DALLAS BUYERS CLUB KL. 5.50
NYMPHOMANIAC PART 1
ROBOCOP
INSIDE LLEWYN DAVIS
DALLAS BUYERS CLUB
AUGUST: OSAGE COUNTY
THE BOOK THIEF
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 5.40 - 8
KL. 10.30
KL. 6
KL. 9
ÍLEGO SL. TAL 2D
LEGO ÍSL. TAL 3D
ÍLEGO SL. TAL 3D LÚXUS
ROBOCOP
ROBOCOP LÚXUS
HER
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 2D
SECRET LIFE OF WALTER MITTY
THE HOBBIT 3D 48R
KL. 3.30 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 5 - 8 - 10.35
KL. 8 - 10.35
KL. 8 - 10.30
KL. 3.30
KL. 8 - 10.30
KL. 5.40 - 9
Miðasala á: og
„Bibbi úr Skálmöld og Óttar
Proppé úr Ham ætla að syngja
bakraddir með okkur á laugar-
dagskvöldið,“ segir rauði pollinn,
Haraldur Freyr Gíslason, söngv-
ari og gítarleikari í Pollapönk.
Það er því ljóst að hljómsveitirnar
Pollapönk, Botnleðja, Dr. Spock,
Ham og Skálmöld munu í fyrsta
skipti í sögunni stíga saman á svið
í Háskólabíó á laugardagskvöld-
ið, þegar úrslitin í Söngvakeppni
Sjónvarpsins fara fram.
Pollarnir voru staðráðnir í að
bæta atriðið sitt ef þeir kæmust
í úrslit. „Það var alltaf planið að
byggja ofan á atriðið ef við kæm-
umst áfram, nú erum við líka að
nálgast regnbogafánann í litum,“
segir Haraldur.
Alþingismaðurinn og gullbark-
inn Óttar Proppé verður fjólublái
pollinn og Bibbi (Snæbjörn Ragn-
arsson), verður appelsínuguli
pollinn. „Appelsínuguli pollinn er
svokallaður skyndihjálparpolli og
mun hjálpa fólki í vanda. Fjólublái
pollinn eða Alþingispollinn ætlar
að gera Ísland að fordómalausri
þjóð,“ útskýrir Haraldur.
Pollapönk hefur æft af kappi
frá því að sveitin komst áfram.
„Við höfum æft daglega frá því
við komumst áfram og tökum þetta
gríðarlega alvarlega. Það skiptir
okkur mjög miklu máli að gera
þetta vel,“ segir Haraldur og bætir
við að þeir geti vart beðið eftir því
að stíga á svið.
Óttar og Bibbi eru miklir rokk-
arar en líklega síst þekktir fyrir
bakraddasöng. „Nú erum við með
raddir í öllum regnbogans litum
þannig að þetta verður litríkt og
skemmtilegt.“
Það er þó enn óákveðið hvort
Bibbi og Óttar verða með hljóð-
færi á sér, en þeir munu pottþétt
munda míkrófóninn af mikilli fag-
mennsku. „Þó að enginn af okkur
hafi unnið söngvakeppni fram-
haldsskólanna þá lofa ég fögr-
um söng,“ segir Haraldur léttur í
lundu.
Þá hefur enn ekki verið ákveðið
hvort bakraddasöngvararnir verði
fullgildir meðlimir Pollapönks
eftir Eurovision-flutninginn. „Þeir
verða með okkur á laugardaginn
en við sjáum svo til með fram-
haldið, við þurfum að sjá hvort
þeir hafa pollaandann í sér. Þeir
eru samt fordómalausir, ég finn
það strax.“
Pollapönk flytur lagið Enga for-
dóma í Háskólabíói á laugardags-
kvöldið.
gunnarleo@frettabladid.is
Pollarnir fá aðstoð
frá Ham og Skálmöld
Hljómsveitin Pollapönk sem tekur þátt í Eurovision um helgina hefur fengið mikla
reynslubolta til að aðstoða sig– þá Óttar Proppé úr Ham og Bibba úr Skálmöld.
LITSKRÚÐUG
HLJÓMSVEIT
Pollapönk fær
aðstoð frá Bibba úr
Skálmöld og Óttari
Proppé úr Ham
í Söngvakeppni
Sjónvarpsins á
laugardagskvöldið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Appelsínuguli pollinn
er svokallaður skyndi-
hjálparpolli og mun hjálpa
fólki í vanda. Fjólublái
pollinn eða Alþingispoll-
inn ætlar að gera Ísland að
fordómalausri þjóð.
Haraldur Freyr Gíslason
Allar Önnur í Afríku, Malíkar Græn-lands, Litháar, kaffidrekkandi Kín-
verjar, Svíar sem flokka ekki rusl, gagn-
kynhneigðir skautadansarar, ófullnægðar
unglingsstelpur, graðir búddistar, glaðir
Samar, Indverjar í ástarsorg, Finnar í Hlíð-
unum, konan sem seldi mér ilmvatn á Rue
du Borg Tibourg, strákarnir sem rændu
mig í sumar, lögfræðingurinn minn, og
þeirra, amma mín, Breivik, nauðgarar, sam-
verjar, skipverjar, einherjar, þú og þið hin.
STUNDUM ligg ég andvaka og hugsa um
hvað þið séuð að gera. Hvort ég hitti ykkur
öll á morgun, hvort einhvern tíma komi sá
dagur að við sjáumst öll, nótt þar sem ég
mæti ykkur öllum í draumi, einu af öðru
og þakka ykkur fyrir allar hugmyndirnar,
áhyggjurnar, reiðina, hlátrana og mynd-
böndin af ykkur á YouTube. Sum
þeirra eru mjög góð. Oftast sef ég
þó og oftast er mér sama. Sjaldan
er ég sanngjörn. Sum ykkar hef ég
hatað án þess að þekkja, sum án
þess að skammast mín, sum alltof
lítið og einhverja í hárnákvæmu
magni. Suma hef ég blekkt, aðra
hrekkt, ég hef rifist vitandi að
ég hafði rangt fyrir mér, neitað
að fyrirgefa til að pína, ég hef
hugsað illa til Mæðrastyrksnefndar, leitað
hefnda og fundið til annarlegra kennda. Ég
hef verið fífl. Og á köflum andstyggilegt
fífl.
EN stundum skipta gallar og mistök mig
engu. Ég gleymi bráðnandi jöklum, sól sem
fuðrar upp fyrir rest og stjörnuþokunni
Andrómedu sem mun sundra okkur öllum á
endanum. Þá megið þið vera mér ósammála
um allt, hella sápu í sjóinn, setja dömubindi
í klósettin, kaupa ykkur ólífræna útlenska
innflutta óhamingjusama genabætta tómata
úr mengandi flugvélum af ökrum ósann-
gjarnra óðalsbænda sem borga engum fyrir
að tína þá.
OG ég hef aldrei sagt ykkur þetta. Öllum
í einu; Ekkert hreyfir mig meira en þú,
elsku mannkynið mitt. Ef ég skyldi ekki ná
ykkur öllum saman eða hitta á rétta draum-
inn langar mig að þakka ykkur, hér og nú,
fyrir allar vökustundirnar, fíflaskapinn og
algleymið. Takk fyrir allar tilfinningarnar.
Án ykkar væri mér alltaf sama.
EINMITT núna, þegar einhver hrasar í
hlíðum Himalaja og Austurvöllur lyktar
eins og allt gubb síðasta vetrar, er líkami
minn undirlagður af ást til ykkar.
Ástarbréf til heimsins
BAKÞANKAR
Sögu
Garðarsdóttur