Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 14.02.2014, Qupperneq 58
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42 47 Sævar Birgisson keppir í dag í 15 km skíðagöngu og er einn af 92 keppendum. Sævar ræsir númer 85. Bestum árangri Íslendinga í þessari grein náði Haukur Sigurðsson á ÓL 1980 í Lake Placid þegar hann endaði í 47. sæti. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR SOCHI 2014 STJARNA DAGSINS MARTIN FOURCADE SKÍÐASKOTFIMIMAÐUR Frakkar hafa þurft að bíða í 46 ár eftir margföldum Ólympíumeistara en biðin var á enda í gær þegar Martin Fourcade tryggði sér gull- verðlaun í 20 km skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Fourcade, sem er 25 ára gamall fimmfaldur heimsmeistari í skíðaskotfimi, varð þar með fyrstur til að vinna tvö einstaklingsgull á leikunum og jafnframt fyrsti Frakk- inn til að vinna tvö Ólympíugull á sömu Vetrarólympíuleikum síðan að alpagreinamaðurinn Jean-Claude Killy vann þrjú gull á leikunum í Grenoble árið 1968. Martin var að elta eldri bróður sinn Simon Fourcade þegar hann byrjaði að æfa skíðaskotfimi árið 2002 en Simon, sem er fjórum árum eldri, endaði í 13. sæti í keppninni í gær. Martin Fourcade hefur bætt sig í öllum greinum frá því í Vancouver fyrir fjórum árum þrátt fyrir að 6. sætið í fyrstu grein hafi valdið von- brigðum. Hann vann glæsilegan sigur í 12,5 km eltigöngu sem fór fram á mánudaginn og nú er bara eftir 15 km gangan þar sem hann vann silfur á síðustu leikum. Þrennan er því í sjónmáli hjá þessum frábæra franska skíðaskotfimimanni. - óój DAGSKRÁ ÞRIÐJUDAGUR 06.55 ALPATVÍK. KARLA: BRUN 08.00 ÍSHOKKÍ KARLA: TÉK-LET 09.55 15KM SKÍÐAGANGA KARLA (S2 SPORT 3) 10.00 KRULLA KVENNA (S5) 11.25 ALPATVÍK. KARLA: SVIG 12.30 ÍSHOKKÍ KARLA: SVÍ-SVI 13.55: 15 KM SKÍÐASKOTFIMI KVENNA (SPORT 3) 15.00 LISTHLAUP KARLA (S4) 16.50 MAGASLEÐABRUN KVENNA (S3) 17.00 ÍSHOKKÍ KA: NOR-FIN 17.30 SKÍÐAFIMI KVENNA (S5) 22.00 SAMANTEKT FRÁ DEGI 7 GÓÐUR DAGUR FYRIR... LANGBEST Justyna Kowalczyk frá Póllandi vann gull í 10 km skíðagöngu kvenna en hún var 18 sekúndum á undan næsta keppenda. Þetta er annað Ólympíugull Kowalczyk en hún vann 30 km göngu með hefðbundinni aðferð á ÓL í Vancouver fyrir fjórum árum. ÞREFALT HJÁ BANDARÍKJUNUM Gus Kenworthy (silfur), Joss Christensen (gull) og Nicholas Goepper (brons) voru allir á palli í brettafimi á skíðum en keppt var í greininni í fyrsta sinn. HVOR ER ÁNÆGÐARI? Kínverjinn Li Jianrou vann gull í 500 metra skautaati kvenna en hin 23 ára gamla Arianna Fontana frá Ítalíu tók silfrið og þar með verðlaun á þriðju leikunum í röð. M YN D /A P M YN D /G ET TY M YN D /A FP M YN D /G ETTY SPORT HANDBOLTI „Það skemmir svo sannarlega ekki fyrir að vera Íslendingur. Við erum vinsælir í dag,“ segir Aðalsteinn Reynir Eyj- ólfsson, þjálfari þýska úrvalsdeild- arliðsins Eisenach, en hann er einn fjögurra íslenskra þjálfara í sterk- ustu handboltadeild heims. Hinir eru Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. „Það var Alfreð Gíslason sem opnaði þessar dyr upp á gátt fyrir íslenskum þjálfurum. Ef hann hefði ekki náð þessum árangri frá aldamótum þá væru klárlega ekki fjórir íslenskir þjálfarar í þessari deild í dag. Hann er maðurinn sem opnaði fyrir okkur hinum.“ Hraður uppgangur Ferill Aðalsteins er mjög áhuga- verður en hann skapaði sér fyrst nafn sem þjálfari kvennaliða og þeir voru líklega ekki margir sem trúðu því að hann myndi þjálfa í bestu deild heims er hann tók við neðrideildarliði Kassel fyrir sex árum. Þangað kom hann eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðs Fylkis. „Það væri frekja að pirra sig á því hvar ég er staddur í dag. Ég var að þjálfa kvennalið Fylkis árið 2008. Þetta hefur verið hrað- ur uppgangur en það er alltaf vont að lenda á vegg eins og í vetur. Ég hef verið vanari því að berjast um titla á mínum ferli. Þetta er því ný reynsla fyrir mig. Þetta er mjög lærdómsríkt og ég tek því með auðmýkt og reyni að bæta mig. Ég er alltaf að læra. Þetta hefur verið mikil vinna hjá mér og eitthvað sem ég ætlaði mér alltaf. Það er gaman að þessi draumur hjá mér hafi ræst.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Aðalsteins í vetur. Því var spáð neðsta sæti deildarinnar af öllum miðlum fyrir veturinn enda með lítinn hóp og ekkert lið í deildinni hefur úr eins litlum peningum að moða og Eisenach. Aðalsteinn tók við liðinu í fallsæti í B-deildinni og hefur skilað því í úrvalsdeild þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða. „Fyrstu umferðir mótsins vorum við fyrir ofan fallsæti þó að við ættum erfiðari leiki fyrir áramót en eftir. Við erum í falls- æti núna en það er mikið eftir og við eigum enn möguleika á því að bjarga okkur,“ segir þjálfarinn en lið hans tapaði fyrir meisturum Kiel á miðvikudag með níu marka mun. Liðið hefur þó komið á óvart og tókst meðal annars að skella liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. „Við eigum minnst af peningum í deildinni og erum að gera mikið úr litlu. Við getum ekki keppt fjár- hagslega við önnur lið í deildinni. Miðað við allt sem hefur gengið á er vel gert að vera komnir með ellefu punkta. Það er eitthvað sem enginn átti von á. Það hafa þrír brotnað hjá okkur í vetur. Aðal- varnarmennirnir báðir meiddust í fimm mánuði, örvhenta skyttan hefur spilað þrjá leiki í vetur. Svo hefur Hannes Jón verið mikið frá og aðeins náð 5-6 leikjum á full- um krafti. Þetta er of mikið fyrir okkur,“ segir Aðalsteinn en hann hefur þó ekki gefist upp enda leikmenn að skríða til baka úr meiðslum um þessar mundir. Þar á meðal lykilleikmaður liðs- ins, Hannes Jón Jónsson, en hann hefur verið að glíma við krabba- mein og nú síðast lífshættulega sýkingu í öxl. „Hann þurfti að fara í tvöfalda aðgerð til að bjarga axlarliðnum. Hann er á fullu að fá sig góðan og stefnir á að koma til baka í mars. Ef einhverjum tekst það þá er það Hannes.“ Verður áfram hjá Eisenach Aðalsteinn er að klára sitt fjórða ár með Eisenach og allt bendir til þess að hann verði þar næsta vetur, sama hvaða deild liðið verð- ur í. „Ég er einn langlífasti þjálfar- inn í sögu félagsins. Samningur minn rennur út í sumar og það er nánast klárt að ég framlengi um eitt ár í viðbót með möguleika á öðru ári. Ég var með önnur járn í eldinum sem ekki gengu upp en ég er ánægður með að það sé vilji hjá þeim að semja við mig í þriðja skiptið. Það er ákveðinn gæða- stimpill í Þýskalandi.“ henry@frettabladid.is Íslenskir þjálfarar vinsælir Fjórir íslenskir þjálfarar stýra liðum í bestu handboltadeild heims í Þýskalandi. Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson þakkar Alfreð Gíslasyni fyrir að hafa opnað dyrnar í Þýskalandi fyrir íslenskum þjálfurum. Aðalsteinn hefur náð afar áhugaverðum árangri með lið Eisenach eft ir að hafa lengstum verið þjálfari kvennaliða á Íslandi. MAÐUR Á UPPLEIÐ Árangur Aðalsteins í Þýskalandi hefur vakið athygli víða enda hefur uppgangur hans í þjálfaraheiminum verið mjög hraður. MYND/AÐSEND Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.