Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.04.2014, Qupperneq 28
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 TÓNLIST ★★ ★★★ Hans og Gréta Engelbert Humperdinck ÓP-HÓPURINN Í SALNUM Í KÓPAVOGI SUNNUDAGINN 30. MARS. Mörg lítil, ákaflega prúðbúin börn voru í fylgd með foreldrum sínum á barnaóperusýningunni Hans og Grétu í Salnum í Kópa- vogi á sunnudaginn. Það voru tvær sýningar þann dag, ég var á þeirri fyrri sem var klukkan hálf tvö. Ein stúlkan var klædd alveg eins og mamma sín. Stemningin virtist góð. En þegar ég settist inn, heyrði ég að barn í anddyr- inu byrjaði að hágráta. Það æpti „nei, nei, NEI!!!“ Kannski var það svona hrætt við galdranorn- ina, sem í ævintýrinu um Hans og Grétu er ekki bara norn, held- ur mannæta. Óperan er eftir Engelbert Humperdinck, en hann var uppi á seinni hluta nítjándu aldar. Það er heilmikill Wagner í tónlist- inni, en hann var uppi á svipuð- um tíma og hafði gríðarleg áhrif á mörg tónskáld. Samt er tónlist- in þjóðlagakennd; „Það búa litlir dvergar“ er t.d. úr þessari óperu. Ævintýrið sjálft er líka meira og minna eins og ég man eftir því úr bernsku. Rétt áður en sýningin hófst heyrði ég barn fyrir aftan mig furða sig á því að Hans væri leikinn af konu. Það var Sigríður Aðalsteinsdóttir, en sýningarn- ar voru alls fjórar og misjafnt hverjir fóru með hlutverkin eftir sýningum. Vissulega var dálítið skringilegt að kona skyldi leika strák. En Sigríður virkaði hæfi- lega stráksleg til að passa ágæt- lega inn í hlutverkið, og hún söng allan tímann af yfirburðum. Í það heila voru söngvararn- ir með sitt á hreinu. Gréta var leikin af Erlu Björgu Káradótt- ur, Jóhann Smári Sævarsson var pabbinn, Bylgja Dís Gunnars- dóttir var bæði mamman og norn- in og Hanna Þóra Guðbrandsdótt- ir var Óli Lokbrá. Þau sungu öll af fítonskrafti. Tilfinningarnar í söngtúlkuninni voru auðmerkjan- legar, en samt var flutningurinn agaður og nákvæmur. Leikstjórn Maju Jantar vakti hins vegar spurningar. Jantar fór þá leið að láta söngvarana leika eins og þeir væru fávitar. Ofleikurinn var svo ofboðslegur að það fór um mann hvað eftir annað. Hugsanlega var ástæðan fyrir þessu sú að það er engin textavél í Salnum líkt og Íslenska óperan býr yfir. Þótt sungið væri á íslensku var stundum erfitt að skilja söngvarana. Ýkt látbragð átti e.t.v. að vinna þar upp á móti. Látbragðið átti líka að vera fyndið, en ef marka má viðbrögð barnanna í kringum mig þá fór það að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Sterkasta hlið leikgerðarinn- ar var þegar allir voru kallaðir út úr salnum og látnir setjast í anddyrið. Þar fór fram kaflinn þegar Hans og Gréta villtust í skóginum. Þetta var frumlegt og það lyfti stemningunni heilmik- ið. Salurinn í Kópavogi er ekki ætlaður fyrir óperusýningar, en þegar hægt er að nota allt húsið sem vettvang fyrir óperuplott, þá er það mjög af hinu góða. Það gerir húsið spennandi. Verst bara hvað bannsettur síminn í miða- sölunni hringdi látlaust. Miðasal- an er í anddyrinu og þegar sím- inn hringir þar glymur í honum um allt. Þetta var töluvert trufl- andi. Tónlistarstjórnin var í hönd- unum á Hrönn Þráinsdóttur, sem spilaði á píanó. Ópera Humper- dincks er hugsuð fyrir hljómsveit og þannig er tónlistin áhugaverð- ari; fleiri litir eru í tónmálinu. Hrönn spilaði þó í sjálfu sér afar fallega, skýrt og með nostursam- lega mótaðri hljómfegurð. Því miður dugði það ekki til. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Góður söngur og píanóleikur en misjöfn leikstjórn, sem gerði að verkum að sýningin í heild missti marks. Ofleikin Hans og Gréta HANS OG GRÉTA „Þótt sungið væri á íslensku var stundum erfitt að skilja söngvar- ana. Ýkt látbragð átti e.t.v. að vinna þar upp á móti.“ Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir ung- linga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunn- arsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharm- óníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudags- kvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkis- borgara en ég sendi þeim tölvu- póst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutn- ings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstök- um kammertónleikum Fílharm- óníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tón- verk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tón- leikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upp- lyftingar bendir hann á að ákveð- ið hafi verið að nemendur Tón- listarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkom- ið,“ segir hann. „En verkið verð- ur flutt heima fljótlega.“ fridrikab@frettabladid.is Verk fi mmtán ára tónskálds fl utt í Berlín Hjalti Nordal Gunnarsson tók þátt í tónsmíðasamkeppni Berlínarfílharmón- íunnar og var verk hans eitt fj ögurra sem valin voru til fl utnings á tónleikum hljómsveitarinnar og hið eina sem fl utt var á sérstökum kammertónleikum. HJALTI NORDAL GUNNARSSON „Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim.“ MYND: GUNNAR KARLSSON Sópransöngkonan Tanja Kaupp- inen-Savijoki, Eeva Rysä á selló og Ilmo Ranta á píanó skipa hið finnska tríó Trio TEI. Þau flytja fjölbreytta efnisskrá með ljóða- söng, einleiksverkum fyrir selló og verkum fyrir sópran, selló og píanó í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta. Verkin eru eftir Sibel ius, Merikanto, Sal- onen, Holmström, Bergman og Trbojevic. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaröðinni Klassík í Vatns- mýrinni á þessu ári, en röðin er samstarfsverkefni FÍT, klassískr- ar deildar FÍH, í samvinnu við Norræna húsið. Tónleikaröðin leggur áherslu á norrænt og alþjóðlegt samstarf. Markmiðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn. Á morgun leikur Trio TEI nor- ræna dagskrá í tónleikaröðinni Líttu inn í hádeginu í Salnum í Kópavogi. - gun Sópran, selló og píanó Trio TEI leikur fi nnska tónlist fyrir sópran, selló og píanó í Norræna húsinu í kvöld. Þau sem skipa tríóið eru öll virk í tónlistarlífi nu í Finnlandi. NORRÆNA HÚSIÐ Finnska tríóið Trio TEI er skipað þekktu tónlistarfólki í sínu heimalandi. ➜ Klassík í Vatnsmýrinni er samstarfsverkefni FÍT, klassískrar deildar FÍH, í samvinnu við Norræna húsið. AUGLÝSINGUM FRAMLAGNINGU KJÖRSKRÁR VEGNA KOSNINGA TIL KIRKJUÞINGS 2014 Kjörstjórn vegna kosninga til kirkjuþings hefur samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 301/2013 samið kjörskrá vegna kosninga til kirkjuþings sem fram fara á þessu ári. Kjörskráin, sem miðast við 1. aprí l 2014, liggur frammi til sýnis á biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, og hjá próföstum til þriðjudagsins 8. aprí l 2014. Hún er enn fremur bir t á vef þjóðkirkjunnar (kirkjan.is). Kærur til brey tinga á kjörskránni þurfa að hafa borist kjörstjórn á Biskupsstofu fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 8. aprí l nk., eða hafa verið póstlagðar og póststimplaðar í síðasta lagi þann dag. Kærur má einnig senda á net fangið hanna.sampsted@kirkjan.is. Kjörstjórn úrskurðar kærur og gengur endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kærufrests. Niðurstöður kjörstjórnar munu liggja frammi á biskupsstofu og geta kærendur kynnt sér þær þar. Reykjavík 1. apríl 2014 f.h. kjörstjórnar við kirkjuþingskjör Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is hvað byggir upp? Elín Ebba Gunnarsdóttir fjallar um hvað byggir upp eftir erfið áföll og missi, á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar í safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:00. Allir velkomnir. MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.