Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 4

Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 4
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 4.800 manns voru starf-andi í landbúnaði árið 2012. Það eru um 2,9 prósent fólks á vinnumarkaði. Heimild: Bændasamtök Íslands FÉLAGSMÁL Öngþveiti ríkti á Kefla- víkurflugvelli í gærmorgun á meðan á verkfalli flugvallarstarfsmanna stóð. Langar raðir mynduðust við inn- ritunarborð og öryggiseftirlit auk þess sem margt fólk vissi ekki hvert það átti að snúa sér til að fá þjónustu. Formenn stéttarfélaganna þriggja sem voru í verkfalli stóðu vaktina og tryggðu að allt færi vel fram. Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsfólks ríkisins (FFR), var ánægður í lok verkfalls. „Aðgerðir hafa gengið vel og okkar fólk fer aftur til vinnu klukkan níu.“ Hann sagði að engir verkfallsbrjót- ar hefðu verið staðnir að verki. „Við stöndum saman sem einn maður og við erum í þessari vegferð saman. Samninganefndirnar hafa mikinn stuðning félagsmanna. Við Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, erum búnir að vera hér í alla nótt.“ Hann segir að flugfarþegar og aðrir hafi sýnt verkfallinu mikinn skiln- ing. „Það er sorglegt að þurfa að beita þessum aðferðum en þetta er bara brautarsteinn á leiðinni.“ Farþegar Icelandair gátu innrit- að sig rafrænt í flug en mikill fjöldi beið þess að koma farangri sínum í réttar hendur. Farþegar WOW air sem aðeins höfðu handfarangur gátu sömuleiðis innritað sig í flug í tæka tíð en þar með var ekki öll sagan sögð. Enginn komst í gegn- um öryggisleit því þar voru engir starfsmenn. Að minnsta kosti þrír bresk- ir skólahópar höfðu beðið í flug- stöðinni frá því snemma morguns. Flug þeirra hafði átt að fara í loftið korter í sjö en allir voru rólegir yfir biðinni þrátt fyrir að þreyta gerði vart við sig. Um 400 starfsmenn flugvallar- ins lögðu í gærmorgun niður störf. Þeir voru mættir fyrir utan starfs- mannainngang á réttum tíma og streymdu aftur í vinnu klukkan níu. Tíu mínútum síðar var eins og gríðarstór tannhjól hefðu farið í gang og hreyfing komst á hlutina. Tíu flugvélar lentu á fyrsta klukku- tímanum eftir verkfall, sú fyrsta um korteri eftir að verkfalli lauk. snaeros@frettabladid.is Öngþveiti ríkti í Leifsstöð þegar lögð voru niður störf Verkfallsaðgerð 400 flugvallarstarfsmanna lauk á níunda tímanum í gærmorgun. Flug stöðvaðist til og frá landinu. Forsvarsmenn starfsfólks segja að aðgerðin hafi heppnast vel og samhugur ríki þeirra á meðal. NÝGIFT Brúðkaupsferðin endaði með langri bið á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Spænsku hjónin María og Lucas mættu klukkan fimm um morguninn í þeirri von að verkfallsdeilan myndi leysast. Þau voru á leið til Bretlands og þökkuðu fyrir að vera ekki á leið í tengiflug. Verkfallið var óvæntur endir á brúðkaupsferð þeirra hingað til lands. Þau voru örþreytt eftir biðina en voru ánægð með fríið hér sem hafði að mestu farið í að skoða íslenska náttúru og njóta lífsins. Vonuðu að verkfall myndi leysast fyrr VERKFALLSVERÐIR Fjöldi fólks í appelsínugulum vestum sá til þess að engir verk- fallsbrjótar væru mættir til starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KANNANIR Fjöldi ánægðra með frumvarp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda mældist 27,5 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 28. mars til 1. apríl. Þeir sem kváðust óánægðir með frumvarpið voru 47,3 prósent en 25,2 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Mikill munur reyndist á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum. Þeir sem sögðust hafa kosið Fram- sóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum lýstu yfir meiri ánægju með frumvarp ríkisstjórnarinnar, heldur en þeir sem kusu aðra flokka. 960 einstak- lingar svöruðu könnuninni og tóku 84,5 prósent afstöðu. - ibs Ánægja með frumvarp mæld: Innan við 28% segjast ánægð HÚSNÆÐI 47,3 prósent eru óánægð með frumvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Verjendur fjögurra manna sem ákærðir eru í Aurum- málinu, þar sem ákært er fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim vegna sex milljarða króna láns Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á eignarhaldsfélaginu Aurum Hold- ing, kröfðust þess í gær að tveimur vitnum sem búsett eru í Dúbaí yrði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegn- um síma. Þá gerði verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kröfu um að nokkr- um fyrrverandi stjórnarmönnum í Glitni, sem ekki sátu í stjórn þegar lánveitingin átti sér stað, yrði ekki gert að bera vitni, þar sem þeir gætu ekki vitnað neitt um málsat- vik. Framburðurinn væri frekar til vitnis um álit þeirra á Jóni Ásgeiri. Dómari úrskurðar fljótlega um kröfurnar. Málinu hefur verið frest- að til uppkvaðningar úrskurðarins, en vitnaleiðslur munu næst verða þann 14. maí næstkomandi. Þá er von á nokkrum erlendum vitnum, sem og þeim sem hafa frestast hing- að til. - fbj Tekist á um hvort vitni megi gefa skýrslu í gegnum síma í Aurum-málinu: Óhagræði að ferðast í tvo daga BEÐIÐ EFTIR ÚRSKURÐI Dómari mun ákveða hvort vitnin megi gefa sínar skýrslur fljótlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDLAND Fjölmennustu þingkosn- ingar sögunnar standa yfir á Ind- landi um þessar mundir en þær eru taldar vera þær mikilvæg- ustu í landinu í þrjátíu ár. Manmohan Singh, forsætisráð- herra landsins, lætur af embætti og verður arftaki hans kjörinn í kosningunum. Ríflega 800 milljónir manna eru á kjörskrá og verða kjörstað- irnir um 930 þúsund. Kosning- arnar hófust í fyrradag og standa til 12. maí. Von er á niðurstöðum fimm dögum síðar. - jm Indverjar kjósa til þings: Aldrei fleiri kosið í einu AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ NÝJAR VÖRUR Kjóll 9900 Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá KAFLASKIL Á FÖSTUDAG Í dag og á morgun verður yfirleitt prýðisveður; hægur vindur, fremur skýjað og úrkoma á stöku stað. Aðfaranótt föstudags kemur lægð upp að suðvesturströndinni með vaxandi vindi og töluverðri rigningu um tíma. 3° 4 m/s 3° 7 m/s 6° 5 m/s 6° 4 m/s 3-8 m/s en hvas- sara allra syðst. Strek- kingur á annesjum, hægari inn til landsins. Gildistími korta er um hádegi 13° 24° 6° 16° 18° 5° 16° 11° 11° 22° 17° 23° 21° 21° 21° 13° 12° 16° 5° 2 m/s 7° 3 m/s 6° 2 m/s 4° 3 m/s 6° 2 m/s 5° 3 m/s 1° 5 m/s 4° 7° 1° 2° 7° 6° 5° 3° 2° 3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN SVÍÞJÓÐ Mótmæli framhaldsskóla- nema í Kristianstad í Svíþjóð gegn gömlum reglum um dansleikjahald báru árangur. Samkvæmt reglun- um máttu samkynhneigð pör ekki koma á stúdentaballið, það er að segja ef pörin voru karlkyns. Samkynhneigðar stelpur máttu hins vegar koma á ballið. Þetta fannst nemendum ekki við hæfi og efndu til mótmæla á Facebook undir yfirskriftinni: Ball fyrir alla. Skipuleggjendur tóku gagnrýnina til sín. - ibs Mótmæli báru árangur: Ball var ekki fyrir homma

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.