Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 11

Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11 SVÍÞJÓÐ Lögreglumenn skutu 34 ára gamlan karlmann til bana úti á götu í Uppsölum í Svíþjóð snemma í gærmorgun. Samkvæmt frétt á vef Dagens Nyheter segir að maðurinn hafi verið með hníf í hvorri hendi. Þegar maðurinn, sem hafði ofsótt fyrrverandi eiginkonu sína og misþyrmt henni á mánudags- kvöld, neitaði að nema staðar og sleppa hnífunum skaut lögreglan viðvörunarskotum. Samkvæmt frásögn lögregl- unnar beitti hún einnig piparúða án árangurs. Þá var maðurinn skotinn í fótinn en það stöðv- aði hann ekki. Var þá ákveðið að skjóta hann ofar í líkamann. Talið er að hann hafi látist sam- stundis. Hinn drepni hafði verið handtekinn á mánudagskvöld og sleppt aðfaranótt þriðjudags. Í mars skaut lögreglan í Gauta- borg til bana mann vopnaðan spjóti. Í fyrra skaut sænska lög- reglan fjóra til bana. Fram til ársins 2013 beið að meðaltali einn á ári bana í tengslum við hand- töku lögreglu. Sænskur afbrotafræðingur, Jerzy Sarnecki, segir það enga tilviljun að lögreglan í Svíþjóð hafi skotið sex manns til bana á rúmu ári. Í viðtali við Dagens Nyheter segir hann skotárásirnar fylgja ákveðnu mynstri. Þeir sem voru drepnir hafi verið í andlegu ójafnvægi, mögulega ölvaðir og ógnað lögreglunni með hnífi. Sarnecki bendir á að fleiri ungir lögreglumenn séu nú við störf en áður. Hann segir skot- árásir lögreglunnar afar nei- kvæða þróun. Lögreglan eigi ekki að drepa, heldur bjarga lífi fólks. Ekki sé lengur hægt að skoða hvert atvik fyrir sig. Emb- ætti ríkislögreglustjóra verði að rannsaka málið. - ibs Jerzy Sarnecki, afbrotafræðingur í Svíþjóð, gagnrýnir sænsku lögregluna sem hefur skotið sex menn til bana á rúmu ári: Lögreglan skaut mann vopnaðan hnífum til bana Á VETTVANGI Lögregla við störf í Malmö í Svíþjóð. NORDICPHOTOS/AFP ➜ Skotárásir sænsku lög- reglunnar eru sagðar fylgja ákveðnu mynstri. VIÐSKIPTI Fjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi í marsmánuði jókst um tíu prósent milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar Íslands. Félagið flutti í síðasta mánuði 159 þúsund farþega í millilanda- flugi. Framboð til Evrópu jókst um fimm prósent en framboðs aukning til Norður-Ameríku nam 28 pró- sentum. Meðal annars stafar sú aukning af því að flug hófst til kan- adísku borgarinnar Edmonton. Sætanýting hjá félaginu nam 72 prósentum og dróst saman um 2,1 prósentustig milli ára. - bá Fleiri fljúga með Icelandair: Tíu prósent fjölgun í mars LEIFSSTÖÐ Icelandair flutti 159 þúsund farþega í millilandaflugi í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DANMÖRK Innflytjendur í Dan- mörku frá Miðausturlöndum, Afr- íku og Austur-Asíu lifa væntanlega einu ári lengur heldur en Danir og innflytjendur frá Vesturlöndum. Þetta er niðurstaða greiningar stofnunar danska ríkisins. Blaðið Berlingske hefur það eftir Allan Krasnik, prófessor í lýðheilsu við Kaupmannahafnarhá- skóla, að þetta komi ekki á óvart. Hluti skýringarinnar sé hollara mataræði innflytjenda og minni neysla áfengis og tóbaks. - ibs Lífsstíllinn hefur áhrif: Innflytjendur lifa lengur VINNUMARKAÐUR Starfsfólk RÚV semur Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hefur undirritað nýjan kjarasamning við Ríkisútvarpið ohf. Samningurinn er um flest sambærilegur þeim samningum sem aðildarfélög BSRB hafa gert undan- farið. Laun hækka um 2,8 prósent eða að lágmarki um 8.000 krónur á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. FRAMTÍÐARREIKNINGUR GÓÐUR STAÐUR FYRIR FERMINGARPENINGANA Framtíðarreikningurinn ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparireikninga og er laus við 18 ára aldur. Hann er skynsamlegur staður fyrir fermingarpeningana, svo þeir nýtist í framtíðinni til að láta draumana rætast. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Hægt er að stofna Framtíðarreikning í næsta útibúi Arion banka. *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn 18 ÁRA 12/11 2018 LÁTTU FERMINGARPENINGINN VAXA MEÐ ÞÉR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.