Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 12

Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 12
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 VELFERÐARMÁL Á næsta ári munu tæplega sex hundruð Reykvíking- ar missa bótarétt sinn hjá Vinnu- málastofnun eftir þriggja ára bóta- tímabil. Árið 2015 munu tæplega átta hundruð bætast í hópinn. Gert er ráð fyrir að einhver hluti hóps- ins fái atvinnu en búast má við að nokkuð stór hluti verði háður framfærslu frá borginni. Velferðarsvið Reykjavíkur- borgar áætlar fjóra milljarða í fjárhagsaðstoð á árinu 2014 til að mæta þörf þessa hóps. Það er um það bil fjögur hundruð milljóna króna hækkun frá því á síðasta ári. Hækkunin er þó ekki sérlega mikil í hlutfalli við fjölgun þeirra sem missa bótarétt. „Borgin hefur náð miklum árangri með vinnumarkaðsaðgerð- um síðasta árið og við gerum ráð fyrir að þau úrræði haldi áfram að skera niður þann fjölda sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Við gerð- um spá um fjölda sem þurfti fjár- hagsaðstoð árið 2013 en notuðum ekki allt það fjármagn sem við áætluðum. Við spöruðum í staðinn um sex hundruð milljónir með því að koma fólki í vinnu,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður vel- ferðarráðs. Sveitarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu ein- staklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Til að hafa rétt til aðstoð- ar þurfa einstaklingar að hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Fjárhagsað- stoð til einstaklings getur verið allt að 163.625 krónur á mánuði og 245.453 á mánuði til hjóna eða sambúðarfólks. Ef maki er með laun yfir viðmiðunarmörkum missir einstaklingur rétt til fram- færslustyrks. „Á síðasta ári byrjuðum við með verkefni sem heitir Liðsstyrkur. Þá settum við fókus á hópinn sem var að klára bótarétt sinn og búinn að vera atvinnulaus í þrjú ár,“ segir Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðstjóri yfir vinnumiðlun og ráð- gjöf hjá Vinnumálastofnun. „Það tókst að skapa störf fyrir þriðj- ung, þriðjungur fann ekki úrlausn sinna mála og er hluti af þeim hópi kominn til sveitarfélaga og þriðj- ungur skráði sig ekki til þátttöku og getum við ekki vitað um afdrif þeirra einstaklinga. Það er sann- arlega ástæða til að skoða þennan hóp nánar.“ Vinnumálastofnun hefur gert samkomulag við sveitarfélögin að halda áfram að þjónusta þennan hóp atvinnuleitenda, án þess að þeir hafi bótarétt, með ráðgjöf og virkniúrræðum. erlabjorg@frettabladid.is Áætla 4 milljarða í fjárhagsaðstoðina Á næstu tveimur árum munu 1.400 Reykvíkingar missa bótarétt hjá Vinnumála- stofnun. Hluti af þeim hópi mun vera háður fjárhagsaðstoð borgarinnar. Eingöngu á þessu ári er áætlað að sú aðstoð muni kosta borgina um fjóra milljarða króna. REYKVÍKINGAR Gert er ráð fyrir að um 1.400 Reykvíkingar muni missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun á næstu tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Við gerðum spá um fjölda sem þurfti fjárhagsað- stoð árið 2013 en notuðum ekki allt það fjármagn sem við áætluðum. Við spöruðum í staðinn um sex hundruð milljónir með því að koma fólki í vinnu. Björk Vilhelmsdóttir, formaður Vel- ferðarráðs Reykjavíkurborgar. Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is NÝLEGIR OG LÍTIÐ EKNIR GERÐU FRÁBÆR KAUP! VW TOURAN Nýskr. 09/12, ekinn 8 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 281536. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is CHEVROLET CRUZE Nýskr. 05/13, ekinn 9 þús. km. bensín, beinskiptur. Rnr. 120272. LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 05/13, ekinn 6 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 7.990 þús. Rnr. 191269. HYUNDAI i20 CLASSIC Nýskr. 08/10, ekinn 62 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.690 þús. Rnr. 130998. OPEL ASTRA ENJOY TURBO Nýskr. 09/08, ekinn 62 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.890 þús. Rnr. 130991. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/11, ekinn 68 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.190 þús. Rnr. 151477. HYUNDAI SANTA FE II LUX Nýskr. 07/11, ekinn 54 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.390 þús. Rnr. 281538. Frábært verð 2.590 þús. Ekinn aðeins 9 þús. km. Ekinn aðeins 8 þús. km. Ekinn aðeins 6 þús. km. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.