Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 28

Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 28
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir DÓMKIRKJA ÚR PAPPA Dómkirkjan í Christchurch á Nýja- Sjálandi eyðilagðist í jarðskjálfta árið 2011. Shigeru Ban var beðinn um að hanna bráðabirgðadómkirkju. Kirkjan er byggð að mestu leyti úr pappa og getur hýst 700 manns. MYND/STEPHEN GOODENOUGH POMPIDOU-METZ Centre Pompidou-Metz er nútímalistasafn í borginni Metz í Lorraine í Frakklandi. Það er hluti af Pompidou- listamiðstöðinni í París. Húsið var vígt af Nicolas Sarkozy 2010. Þak byggingarinnar þykir eftirtektarvert en Ban notaði kínversk- an hatt sem fyrirmynd. MYND/DIDIER BOY DE LA TOUR Shigeru Ban hefur gert til-raunir með mannvirki úr pappa allt frá því hann stofnaði stofu sína í Tókýó árið 1985, en hann er nú einnig með skrifstofur í París og New York. Hann hefur notað kunnáttu sína til góðs og tekið þátt í verkefnum sem snúa að því að byggja húsaskjól fyrir flótta- menn og fórnarlömb ham- fara víða í heimi. Sem dæmi má nefna pappabjálkahús og pappakirkju sem hann hann- aði og byggði fyrir víetnamska flóttamenn í Japan árið 1995. Þá byggði hann pappaskýli fyrir flóttamenn í Rúanda árið 1999 og pappadómkirkju í Christ- church á Nýja-Sjálandi eftir jarð- skjálftann árið 2011. Arkitektinn er einnig vel þekktur fyrir nýstárlega notkun á efni á borð við timbur, bamb- us, vefnað og plast. Hann hefur sótt innblástur í hefðbundnar japanskar smíðaaðferðir sem hann fylgdist með sem barn. „Þegar ég byrjaði að vinna á þennan máta fyrir nærri þrjátíu árum, var enginn að spá í um- hverfið. Þessi leið var mér eigin- leg, ég hef alltaf verið áhuga- samur um hagkvæmni í kostnaði og vil nota efni sem finna má í nærumhverfinu og endurnýtan- leg efni.“ Shigeru Ban hlýtur Pritzker- verðlaunin árið 2014 en þetta er í 37. sinn sem verðlaunin eru veitt. Pritzker-verðlaunin eru þau æðstu í heimi arkitekta. Ban fær afhent verðlaunafé við hátíð- lega athöfn í Amsterdam í júní. MÓTAÐ Í PAPPA ARKITEKTÚR Japanski arkitektinn Shigeru Ban hlýtur Pritzker-verðlaunin árið 2014. Verðlaunin eru þau æðstu í heimi arkitekta. GARDÍNUHÚS Curtain-Wall House heitir þetta hús í Tókýó sem Ban hannaði 1995. Þar kemur Ban með nýja túlkun á hefðbundnum japönskum byggingarstíl. Stórar svalir um- kringja húsið en hægt er að loka þeim alveg af með sérhönnuðum gardínum. MYND/HIROYUKI ÁN VEGGJA Wall-Less House kallast þetta hús eftir Ban frá 1997 sem stendur í Nag- ano í Japan. Húsið sem stendur í miklum halla hefur enga veggi sem aðskilja eldhús, baðherbergi og salerni en þó er hægt að skipta rýminu upp með færanlegum spjöldum. MYND/HIROYUKI HIRAI VERÐLAUNAÐUR Shigeru Ban hlýtur Pritzker-verðlaunin í ár. MYND/SHIGERU BAN ARCHITECTS 5 frábærir eiginleikar Hvað er BB krem? BB krem (Blemish Balm) er fegurðarleyndarmál frá Asíu með byltingarkenndri formúlu sem sameinar í einu skrefi það besta í húðumhirðu og örfínar litaragnir sem láta húðina ljóma. Miracle Skin Perfector Kraftaverkakremið frá Garnier- 5-í-1 fyrir fullkomna húð á augnabliki. 2 bókstafir, fullkomin húð á 1 augnabliki Miracle Skin Perfector 5-í-1-KREMIÐ krem frá Garnier Jafnar húðlit Rakagefandi Hylur Gefur ljóma Sólarvörn SPF 15 -30% 50%20% 30%40% 10% Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Fyrstir koma fyrstir fá LAGERHREI NSUN Fjarstýringavasar - verð frá 2.900 Púðar - verð frá 2.900 Púðaver - verð frá 1.000 Stólar - verð frá 5.000 Speglar - verð frá 10.000 Skrifstofuhillur - verð frá 9.900 Sjónvarpsskápar - verð frá 19.900 Rúm 150-193 cm - verð frá 69.000 Sófaborð mism. stærðir verð frá 7.500 Borðstofuborð 220 - verð 47.500 Borðstofuskenkar verð frá 159.900 Bar skápar 119x158x52 verð frá 89.000 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 OPNUM KL.10 Tungusófi verð 149.000 á ður 284.900

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.