Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 09.04.2014, Qupperneq 30
KYNNING − AUGLÝSINGGrænn apríl MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512-5442Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. GRÆN RÁÐ FYRIR BÍLINN • Til að bæta eldsneytisnýtingu og draga úr mengun er gott að stíga hvorki fast á bremsur né bensíngjöf. • Ekki láta bílinn vera í lausagangi lengur en 30 sekúndur. • Taktu ónauðsynlega hluti úr skottinu til að létta bílinn. Þú eyðir minna eldsneyti ef bíllinn er léttur. • Ef þú ert með lausa toppgrind, taktu hana þá af ef hún er ekki í notkun til að bæta eldsneytisnýtinguna. • Notaðu „cruise control“ ef það er í bílnum. Jafnari akstur sparar bensín og minnkar mengun. • Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl, sem líka er hægt að velja að hafa bara í tveggja hjóla drifi, íhugaðu þá að nota það þegar aðstæður leyfa. Fjórða árið í röð er GRÆNN APRÍL hvatning til allra þeirra sem selja vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn, um að kynna hana fyrir neytandanum, svo hann geti í framtíðinni valið grænni kostinn, því það er betra fyrir okkur öll. Mikilvægt er að hvetja fólk til að velja umhverfisvænt því nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna málar svarta mynd af framtíðinni vegna veðurfarsbreytinga og ýmissa annarra sem við munum standa frammi fyrir á næstunni. Kannski hefur stærsti vandinn hingað til falist í því viðhorfi fólks að framlag þess til umhverfis- ins skipti ekki máli. Það kýs að vísa ábyrgðinni frá sér og segja að „einhver annar“ þurfi að sjá um það eða jafn- vel að það sé nú lítið hægt að gera meðan aðrir mengi svo og svo mikið. En margt smátt gerir eitt stórt í þessu eins og öðru. Við ræðum á góðum stund- um um það hversu sjálfbært Ísland sé, en staðreyndin er sú að við mengum gífurlega með lífsstíl okkar, fiskiskipa- flota og miklum innflutn- ingi á vörum til landsins með flugvélum og skipum. Sem eyþjóð höfum við alltaf und- irstrikað sérstöðu okkar og gert kröfur um að tekið sé til- lit hennar. En hvað ef við snerum sérstöðu okkar við? Hvað ef við settum stefnu okkar á að verða sjálfbært land með aukinni innlendri matvælafram- leiðslu og vottuðum sveitarfélögum? Margir hafa lagt fram hugmyndir að leiðum sem fara má til að auka matvælaöryggi í landinu. Vinna þarf að þeim málum af festu og öryggi til að tryggja að við verðum sjálfum okkur nóg í framtíðinni. Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og sveit- arfélögin níu á Vestfjörðum eru nú vottuð af EarthCheck fyrir sjálf- bærnistefnu sína. Öll voru þau með markaða umhverfisstefnu þegar þau hófu ferlið, en staðlar og sjálfbærnivísar EarthCheck hafa hjálp- að þeim að draga markvisst úr vistfræðilegu fótspori sínu og setja sér mælanleg markmið um árlegar úrbætur. Þessi sveitarfélög eru smá, en hafa sýnt fram á að þetta er hægt. Önnur stærri geta gert slíkt hið sama, því vilji er allt sem þarf. Kannski kristallast hann í GRÆNUM APRÍL þetta árið. Guðrún Bergmann Vilji er allt sem þarf MYND/HELENA STEFÁNS EarthCheck er alþjóðlega við-urkennt umhverfisstjórnun-ar- og vottunarkerfi með með- limi í yfir 80 löndum, þar á meðal á Íslandi. Patrick Renouard, yfirmað- ur Evrópuskrifstofu EarthCheck, hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og átt fundi með ráðamönnum í nokkrum sveitarfélögum og ferða- þjónustufyrirtækjum. Í gær átti hann svo fund með Ragnheiði Elínu Árna- dóttur, iðnaðar- og atvinnumála- ráðherra, og kynnti fyrir henni kosti EarthCheck-vottunarkerfisins. Hann ræddi einnig um þá forystu á heims- vísu sem sveitarfélögin á Snæfells- nesi og Vestfjörðum hafa en þau eru í vottunarkerfi EarthCheck. Þá lagði hann áherslu á hversu mikilvægt það er að markaðssetja sjálfbærni- vinnu þeirra enn betur út á við. Pat- rick átti líka fund með Degi B. Egg- ertssyni og fulltrúum frá menning- ar- og ferðamálasviði Reykjavíkur og Höfuðborgarstofu til að kynna möguleika á vottun fyrir Reykjavík, en með henni gæti Reykjavík orðið fyrsta höfuðborg í heimi með sjálf- bærnivottun. EarthCheck nálgast sjálfbærni á bæði vísindalegan og kerfisbundinn hátt. „Við erum þekkt fyrir að bjóða upp á heildrænar markaðsprófaðar lausnir sem hafa jákvæð áhrif á fólk, umhverfi og arðsemi fyrirtækja. Með þeim hefur okkur tekist að hjálpa viðskiptavinum okkar að spara yfir 100 milljónir dollara í rekstri,“ segir Patrick. Í gegnum EarthCheck-rannsókn- arstofnunina og aðra samstarfsaðila víða um heim hefur EarthCheck stundað vísindarannsóknir á öllum hliðum sjálfbærrar ferðaþjónustu undanfarin 25 ár og lagt í það verk- efni milljónir dollara. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa gert Earth- Check kleift að bjóða fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á víðtæka þekk- ingu sem þau geta nýtt til að ná sem bestum árangri. Út frá þessum rann- sóknum hafa þeir þróað sjálfbærni- vísa fyrir áfangastaði og fyrirtæki, sem gerir þeim kleift að mæla sjálf- bærni í rekstri út frá efnahagsleg- um, félagslegum og umhverfisleg- um þáttum. „Mikið af þessari vinnu má auð- veldlega nálgast á vefsíðu okkar, www.earthcheck.org, en þar er skýrslum okkar hlaðið niður í tug- þúsunda tali í hverjum mánuði sem sýnir greinilegan áhuga á rannsókn- arniðurstöðum okkar. Með þær að leiðarljósi höfum við þróað ný kerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, áfanga- staði og sveitarfélög sem gerir þeim kleift að mæla og fylgjast með eigin frammistöðu í umhverfismálum og bera sig saman við aðra. Ísland leiðandi EarthCheck hefur átt í farsælu sam- starfi við fyrirtæki og sveitarfé- lög hér á landi í næstum fjórtán ár. „Við erum mjög stolt af frammistöðu þeirra fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna með okkur hér á landi,“ segir Patrick. „Sveitarfélögin á Snæfells- nesi voru til að mynda með fyrstu sveitarfélögum í heimi til að fara í vottunarferli EarthCheck en það var árið 2003. Ferlið að eiginlegri vottun tók nokkuð langan tíma, enda um algert frumherjaverkefni að ræða en fyrsta vottun fékkst árið 2008. Nú eru sveitarfélögin og Þjóðgarðurinn Snæfellsnes komin með gullvottun eftir sex ár í ferlinu. Sveitarfélögin níu sem eru í Fjórðungssambandi Vestfjarða, sem hófu vottunarferli sitt árið 2012 mættu viðmiðum Eart- hCheck árið 2013 og eru með brons- merki þeirra. Þess má geta að á Vest- fjörðum voru það ferðaþjónustuaðil- ar sem hvöttu til vottunar. Þeir telja hana besta gæðastimpilinn fyrir landshlutann. Eitt fyrirtæki hér á landi hefur verið vottað allt frá árinu 2002 en það er Hótel Hellnar á Snæfellsnesi. Það hlaut árið 2012, fyrst allra hótela í Evrópu, platínuvottun frá Earth- Check fyrir að hafa í tíu ár staðfast- lega haft sjálfbærni að leiðarljósi í öllum þáttum rekstursins.“ Önnur fyrirtæki með vottun Earth Check hér á landi eru Elding hvalaskoðun, Ferðaskrifstofa bænda og Íshestar, sem öll eru með gullvott- un. Tjaldsvæðið í Laugardal í rekstri Farfugla hefur verið metið af Eart- hCheck og er„assessed.” Í gær skráði ION-hótelið á Nesja- völlum sig í vottunarferli Eart- hCheck. Það er annað tveggja hót- ela hér á landi sem er aðili að Design Hotels, en sú keðja hefur gert sam- komulag við EarthCheck um að votta öll hótel innan keðjunnar. ION-hót- elið er eitt af fyrstu 25 hótelunum sem vottuð verða og er því í forystu- liðinu. 22 ár frá Ríó-ráðstefnunni Segja má að fyrsta alþjóðlega ákall- ið um þörfina á samstarfi þjóða að sjálfbærnistefnu hafi komið frá Ríó- ráðstefnunni sem haldin var árið 1992. Þar var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ferðaþjón- ustan legði sitt af mörkum til sjálf- bærrar þróunar. En hvað er það sem hindrar helst sjálfbæra ferðaþjón- ustu? „Við höfum í dag fullan skiln- ing á þeim sjálfbærniáskorunum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir,“ segir Patrick. „Um þær þarf ekkert að deila. Við höfum líka öll tæki, þekkingu og tækni til að tak- ast á við þær. Við stöndum hins vegar frammi fyrir samstöðuleysi atvinnugreinarinnar til að marka heildstæða stefnu og koma henni í framkvæmd.“ Patrick telur mikilvægt að sjálf- bærnimálin séu ekki gerð of flókin, svo bæði stór og smá fyrirtæki geti unnið að þeim. „Okkar reynsla er að jafnvel einföldustu hlutir geta vaf- ist fyrir sumum, hvort sem það eru lítil fyrirtæki eða sveitarfé- lög. Því þurfa skrefin sem tekin eru í átt að meiri sjálfbærni að vera raunsæ, fram- kvæmanleg og mælanleg og það þarf að vera hægt að taka þau aftur og aftur.“ Tækifærin á Íslandi „Mesti árangur í sjálfbærniþróun um allan heim hefur náðst á stöð- um þar sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa unnið að því að ná sameiginleg- um árangri,“ segir Patrick. „Lykill- inn felst í góðri forystu, góðum sjálf- bærnivísum og mælieiningum sem geta verið leiðbeinandi í allri ákvarð- anatöku.“ Tæknin er að ryðja sér til rúms í allri vottunar- og sjálfbærnivinnu eins og annars staðar og er hægt að hlaða öllum upplýsingum úr skrán- ingu sjálfbærnivísanna niður í síma eða spjaldtölvur og skoða hvar og hvenær sem er sem gerir stjórnend- um fært að sjá hversu vel gengur hjá fyrirtækinu. Þeir geta skoðað yfirlit- in, borið þau saman við fyrri ár og leitað svara ef niðurstöðurnar eru ekki í samræmi við áætlanir. Patrick segir starfsfólk á hverjum vinnustað vera í framvarðarsveit- inni þegar kemur að hinni eiginlegu vinnu að sjálfbærni og því er mikil- vægt að þjálfa það vel en það getur skipt sköpum þegar kemur að lang- tímaárangri. Þeir sem sjá um þrifin, viðhaldið, garðyrkjustörfin og bera ábyrgð á notkun kemískra efna svo dæmi séu nefnd skipta miklu máli í sjálfbærum rekstri. Rannsókn- ir okkar sýna að meðvitað starfs- fólk getur bætt árangur fyrirtækja um allt að 15% án þess að til komi ný tæki eða tól.“ Tengiliður við EarthCheck hér á landi er fyrirtækið Grænir hælar. Sé óskað eftir nánari upplýsingum um vottunarkerfið er hægt að senda tölvupóst á gh@graenirhaelar.is. Umhverfisvottun leiðir til sparnaðar EarthCheck er alþjóðlegt umhverfis- og vottunarkerfi sem býður heildrænar og markaðsprófaðar lausnir sem hafa jákvæð áhrif á fólk, umhverfi og arðsemi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.