Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGGrænn apríl MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 20146 Við sturtum því niður Um það bil 27% af vatnsnotkun hvers heimilis má rekja til klósettsins – því við það að sturta niður notum við meira vatn en fyrir þvottavélina, uppþvottavélina eða sturtuna. Því er mikilvægt að vera með tvöfalda vatnsstillingu á klósettkassanum til að geta minnkað þessa vatnsnotkun. Stillanlegir sturtuhausar Hægt er að draga úr því vatnsmagni sem við notum í sturtunni með því að setja upp sturtuhausa sem draga úr vatnsmagninu, án þess að skerða ánægjuna af góðri sturtu. Þeir sem eru virkilega meðvitaðir um að spara vatn skrúfa fyrir sturtuna meðan þeir þvo hár og líkama og skrúfa svo frá henni aftur til að skola sig. Hreyfiskynjarar Settu upp hreyfiskynjara við blönd- unartækin í vaskinum. Þú sparar ótrúlega mikið vatn á því. Skiptu um ljósaperur Ef þú hefur ekki þegar skipt yfir í LED-perur er tilvalið að gera það nú, ekki bara á baðherberginu held- ur á öllu heimilinu. Þær spara bæði orku auk þess sem þær endast mun lengur en gömlu venjulegu ljósaper- urnar. Reiknað hefur verið út að ef öll heimili á Íslandi skiptu út tíu 60W glóperum fyrir tíu 11W sparperur myndi orkan sem sparast vera um 60 milljón kílóvött á ári, sem samsvar- ar heildarrafmagnsnotkun þrettán þúsund heimila. Orkusparandi vifta Vifta með orkusparandi merking- um dregur úr rafmagnsnotkun á baðherberginu. Mikilvægt er að láta vift- una ganga á meðan verið er í sturtu eða baði og í um það bil 15 mínútur eftir það til að forðast að upp safnist raki, sem getur leitt til myglu. Umhverfisvænni efni Kauptu umhverfisvænt inn í bað- herbergið, allt frá handklæðum og þvottastykkjum yfir í sápur, sjampó, hárnæringu, krem og salernispapp- ír. Leitaðu eftir umhverfisvottunar- merkjum eins og „organic“, „certi- fied organic“, „from organic ingredi- ents“ eða öðru þess háttar á þessum vörum. Hreinsað með grænum efnum Það er hægt að hreinsa baðher- bergið með matarsóda og ediki. Dreifðu matarsódanum yfir svæð- ið sem á að þrífa, helltu smá hvítu ediki yfir og láttu freyða og liggja á svæðinu í fjórar til fimm mínút- ur. Strjúktu svo yfir með góðum svampi. Hægt er að blanda nokkrum dropum af ilm- kjarnaolíum eins og tea tree, lavender, eucalyptus, sítrónugrasi og rósmaríni út í vatn í úðabrúsa. Olíurnar eru bæði bakteríudrepandi og gefa góðan ilm. Umhverfisvæn ráð fyrir baðherbergið Ýmislegt má gera til að minnka vatnsnotkun, orkunotkun og notkun óumhverfisvænna efna á baðherberginu. Hér eru nokkur góð ráð. Íslendingar sóa miklu vatni á baðherberginu en með nokkrum einföldum leiðum er hægt að draga úr notkun þess. NORDICPHOTOS/GETTY Gæðavottaðar Náttúrulegar Snyrtivörur Náttúran.is Nýr ve fur! Allt grænt á einum stað! Þúsundir fyrirtækja eru nú skráð á Græna kortið OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta HEILSU- SPRENGJA 20% afsláttur Grænn apríl í Lifandi markaði G il d ir f rá 3 . - 1 0 . a p rí l 2 0 1 4 Borgartún • Fákafen • Hæðasmári www.lifandimarkadur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.