Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 41

Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 41
 7 | 9. apríl 2014 | miðvikudagur í „óhefðbundnar aðgerðir“ til að ýta upp verðlagi. Slíkar að- gerðir gætu verið kaup á skulda- bréfum eða aðrar eignir en bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Japan hafa gert slíkt til að örva sín hagkerfi. Orð Lagarde vöktu ekki góð viðbrögð hjá bankastjóra Seðla- banka Evrópu, Mario Draghi, sem svaraði henni meinfýsi- lega og sagði að AGS hefði verið mjög örlátur á tillögur um hvað bankinn ætti eða ætti ekki að gera og bætti við að hann væri ósammála. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að AGS muni ítreka skila- boð sín til bankans um að vera sókndjarfur. ÁHYGGJUR AF VERÐBÓLGU Verðbólga í evrulöndunum átján féll niður í 0,5 prósent í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að neytend- ur kunni að meta lágt verð getur of lág verðbólga hamlað vexti. Fólk og fyrirtæki fresta kaup- um vitandi að verðið verði hag- stæðara í næsta mánuði. Þannig verði erfiðara að greiða skuld- ir og þetta er mjög erfitt vanda- mál í Evrópu þar sem mörg ríki berjast við miklar skuldir. Mjög lág verðbólga veldur einnig hættu á verðhjöðnun, sem lækkar laun og verð og gæti valdið efnahagslægð. Á fundunum um helgina munu þróunarlöndin líklegast ýta á eftir frekara samstarfi milli seðlabankanna um peninga- stefnu. Mörg þeirra segjast hafa skaðast vegna takmarkaðri að- gerða frá bandaríska seðla- bankanum á þessu ári. Bank- inn hefur dregið úr skuldabréfa- kaupum sínum sem var ætlað að halda þarlendum vöxtum lágum og hvetja til frekari eyðslu. En útlit fyrir hærri vexti í Bandaríkjunum hefur orðið þess valdandi að fjárfestar draga fjármuni frá þróunar- löndunum og endurfjárfesta í Bandaríkjunum til að ná betri árangri. Slíkur flótti hefur vald- ið því að gjaldmiðlar í Tyrk- landi, Suður-Afríku og annars staðar hafa hrunið í verði. Eswar Prasad, fyrrverandi starfsmaður AGS, sagði að mörg ríki í Asíu myndu líklegast hafa sömu áhyggjur af japanska og kínverska seðlabankanum. Talið er að meira samstarf milli seðlabanka heimsins geti tekið á einhverjum af þessum áhyggjum. Bandaríkin gætu einnig orðið fyrir gagnrýni þar sem banda- ríska þingið hefur neitað að samþykkja breytingar á AGS sem gerði þróunarlöndunum kleift að hafa meiri áhrif. LÍTIÐ MINNST Á ÍSLAND Sjóðurinn birtir lítið af upplýs- ingum um minni lönd í spá sinni. Spá á efnahagshorfum á Íslandi er aðeins að finna í einni töflu, þar sem fram kemur að AGS gerir ráð fyrir að hagvöxtur hérlendis fari úr 2,9 prósentum á árinu 2013 í 3,1 prósent á árinu 2015 samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fari atvinnuleysi úr 4,4 prósent- um í 3,7 prósent á sama tíma. Á sama stað er spáð 1,5 pró- senta hagvexti á næsta ári í Dan- mörku, en hann fari í 1,7 árið þar á eftir. Í Noregi verður hann 1,8 prósent árið 2013 og 1,9 prósent á árinu 2015. Atvinnuleysi í Nor- egi stendur í stað í ár sem og næstu tvö ár og verður 3,5 pró- sent. Í Danmörku er spáð sjö pró- senta atvinnuleysi í ár en það fari niður í 6,8 prósent á næsta ári og 6,7 prósent á árinu 2015. Í Svíþjóð verði hagvöxtur 1,5 pró- sent í ár, aukist á næsta ári í 2,8 prósent en á sama ári verði at- vinnuleysi þar átta prósent. 2012 2013 2014 Evrópa 0,5% 1,7% 1,9% Þýskaland -0,5% 1,2% 1,5% Frakkland 0,3% 1,0% 1,5% Ítalía -1,9% 0,6% 1,1% Spánn -1,2% 0,9% 1,0% Holland -0,8% 0,8% 1,6% Belgía 0,2% 1,2% 1,2% Austurríki 0,4% 1,7% 1,7% Grikkland -3,9% 0,6% 2,9% Portúgal -1,4% 1,2% 1,5% Finnland -1,4% 0,3% 1,1% Írland -0,3% 1,7% 2,5% 2012 2013 2014 Slóvakía 0,9% 2,3% 3,0% Slóvenía -1,1% 0,3% 0,9% Lúxemborg 2,0% 2,1% 1,9% Lettland 4,1% 3,8% 4,4% Eistland 0,8% 2,4% 3,2% Kýpur -6,0% -4,8% 0,9% Malta 2,4% 1,8% 1,8% Bretland 1,8% 2,9% 2,5% Svíþjóð 1,5% 2,8% 2,6% Sviss 2,0% 2,1% 2,2% Tékkland -0,9% 1,9% 2,0% Noregur 0,8% 1,8% 1,9% 2012 2013 2014 Danmörk 0,4% 1,5% 1,7% Ísland 2,9% 2,7% 3,1% San Marínó -3,2% 0,0% 2,2% Tyrkland 4,3% 2,3% 3,1% Pólland 1,6% 3,1% 3,3% Rúmenía 3,5% 2,2% 2,5% Ungverjaland 1,1% 2,0% 1,7% Búlgaría 0,9% 1,6% 2,5% Serbía 2,5% 1,0% 1,5% Króatía -0,1% -0,6% 0,4% Litháen 3,3% 3,3% 3,5% HAGVÖXTUR Í LÖNDUM EVRÓPU SAMKVÆMT SPÁ AGS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.