Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2014, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 09.04.2014, Qupperneq 41
 7 | 9. apríl 2014 | miðvikudagur í „óhefðbundnar aðgerðir“ til að ýta upp verðlagi. Slíkar að- gerðir gætu verið kaup á skulda- bréfum eða aðrar eignir en bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Japan hafa gert slíkt til að örva sín hagkerfi. Orð Lagarde vöktu ekki góð viðbrögð hjá bankastjóra Seðla- banka Evrópu, Mario Draghi, sem svaraði henni meinfýsi- lega og sagði að AGS hefði verið mjög örlátur á tillögur um hvað bankinn ætti eða ætti ekki að gera og bætti við að hann væri ósammála. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að AGS muni ítreka skila- boð sín til bankans um að vera sókndjarfur. ÁHYGGJUR AF VERÐBÓLGU Verðbólga í evrulöndunum átján féll niður í 0,5 prósent í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að neytend- ur kunni að meta lágt verð getur of lág verðbólga hamlað vexti. Fólk og fyrirtæki fresta kaup- um vitandi að verðið verði hag- stæðara í næsta mánuði. Þannig verði erfiðara að greiða skuld- ir og þetta er mjög erfitt vanda- mál í Evrópu þar sem mörg ríki berjast við miklar skuldir. Mjög lág verðbólga veldur einnig hættu á verðhjöðnun, sem lækkar laun og verð og gæti valdið efnahagslægð. Á fundunum um helgina munu þróunarlöndin líklegast ýta á eftir frekara samstarfi milli seðlabankanna um peninga- stefnu. Mörg þeirra segjast hafa skaðast vegna takmarkaðri að- gerða frá bandaríska seðla- bankanum á þessu ári. Bank- inn hefur dregið úr skuldabréfa- kaupum sínum sem var ætlað að halda þarlendum vöxtum lágum og hvetja til frekari eyðslu. En útlit fyrir hærri vexti í Bandaríkjunum hefur orðið þess valdandi að fjárfestar draga fjármuni frá þróunar- löndunum og endurfjárfesta í Bandaríkjunum til að ná betri árangri. Slíkur flótti hefur vald- ið því að gjaldmiðlar í Tyrk- landi, Suður-Afríku og annars staðar hafa hrunið í verði. Eswar Prasad, fyrrverandi starfsmaður AGS, sagði að mörg ríki í Asíu myndu líklegast hafa sömu áhyggjur af japanska og kínverska seðlabankanum. Talið er að meira samstarf milli seðlabanka heimsins geti tekið á einhverjum af þessum áhyggjum. Bandaríkin gætu einnig orðið fyrir gagnrýni þar sem banda- ríska þingið hefur neitað að samþykkja breytingar á AGS sem gerði þróunarlöndunum kleift að hafa meiri áhrif. LÍTIÐ MINNST Á ÍSLAND Sjóðurinn birtir lítið af upplýs- ingum um minni lönd í spá sinni. Spá á efnahagshorfum á Íslandi er aðeins að finna í einni töflu, þar sem fram kemur að AGS gerir ráð fyrir að hagvöxtur hérlendis fari úr 2,9 prósentum á árinu 2013 í 3,1 prósent á árinu 2015 samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fari atvinnuleysi úr 4,4 prósent- um í 3,7 prósent á sama tíma. Á sama stað er spáð 1,5 pró- senta hagvexti á næsta ári í Dan- mörku, en hann fari í 1,7 árið þar á eftir. Í Noregi verður hann 1,8 prósent árið 2013 og 1,9 prósent á árinu 2015. Atvinnuleysi í Nor- egi stendur í stað í ár sem og næstu tvö ár og verður 3,5 pró- sent. Í Danmörku er spáð sjö pró- senta atvinnuleysi í ár en það fari niður í 6,8 prósent á næsta ári og 6,7 prósent á árinu 2015. Í Svíþjóð verði hagvöxtur 1,5 pró- sent í ár, aukist á næsta ári í 2,8 prósent en á sama ári verði at- vinnuleysi þar átta prósent. 2012 2013 2014 Evrópa 0,5% 1,7% 1,9% Þýskaland -0,5% 1,2% 1,5% Frakkland 0,3% 1,0% 1,5% Ítalía -1,9% 0,6% 1,1% Spánn -1,2% 0,9% 1,0% Holland -0,8% 0,8% 1,6% Belgía 0,2% 1,2% 1,2% Austurríki 0,4% 1,7% 1,7% Grikkland -3,9% 0,6% 2,9% Portúgal -1,4% 1,2% 1,5% Finnland -1,4% 0,3% 1,1% Írland -0,3% 1,7% 2,5% 2012 2013 2014 Slóvakía 0,9% 2,3% 3,0% Slóvenía -1,1% 0,3% 0,9% Lúxemborg 2,0% 2,1% 1,9% Lettland 4,1% 3,8% 4,4% Eistland 0,8% 2,4% 3,2% Kýpur -6,0% -4,8% 0,9% Malta 2,4% 1,8% 1,8% Bretland 1,8% 2,9% 2,5% Svíþjóð 1,5% 2,8% 2,6% Sviss 2,0% 2,1% 2,2% Tékkland -0,9% 1,9% 2,0% Noregur 0,8% 1,8% 1,9% 2012 2013 2014 Danmörk 0,4% 1,5% 1,7% Ísland 2,9% 2,7% 3,1% San Marínó -3,2% 0,0% 2,2% Tyrkland 4,3% 2,3% 3,1% Pólland 1,6% 3,1% 3,3% Rúmenía 3,5% 2,2% 2,5% Ungverjaland 1,1% 2,0% 1,7% Búlgaría 0,9% 1,6% 2,5% Serbía 2,5% 1,0% 1,5% Króatía -0,1% -0,6% 0,4% Litháen 3,3% 3,3% 3,5% HAGVÖXTUR Í LÖNDUM EVRÓPU SAMKVÆMT SPÁ AGS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.