Fréttablaðið - 09.04.2014, Page 46
USD 112,56
GBP 188,16
DKK 20,753
EUR 154,96
NOK 18,835
SEK 17,289
CHF 127,03
JPY 1,097
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6.590,69 +32,15
(0,49%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
Viðskiptaumhverfið er sífellt að
breytast. Breytingar fela í sér tækifæri
fyrir þá sem eru snarir í snúningum.
Krafan er vaxandi um að fyrirtæki séu
rekin af ábyrgð gagnvart umhverfi og
samfélagi og um leið þarf að leita
leiða til að spara, ná sambandi við
nýja viðskiptavini sem koma inn á
markaðinn með nýjar hugmyndir og
ný gildi, auk þess að halda í þá sem
fyrir eru.
Skapandi ferli
Þar kemur að samfélagsábyrgð sem
tæki til að takast á við raunverulegar
breytingar. Ef hún er nýtt markvisst,
þá opnar samfélagsábyrgð fyrir
nýsköpun og samkeppnisforskot
um leið og samfélagsleg vandamál
eru leyst. Hún snýst hins vegar ekki
um styrkveitingar til góðgerðarmála
eða „PR-stönt“ en er markviss og
þrautreynd leið til að bæta vinnu-
brögð og auka sparnað. Skapandi og
skemmtilegt ferli.
Samfélagsábyrgð felst í að skilja
samhengið og fá yfirsýn svo að
fyrirtæki geti tekið ábyrgð á þeim
áhrifum sem ákvarðanir og starfsemi
þess hafa, með gagnsæjum og sið-
legum hætti. Hún er um leið áhættu-
stjórnun þar sem farið er markvisst
yfir virðiskeðjuna. Verkfærin sem
fylgja greininni og leiðbeina við inn-
leiðingu eru m.a. UN Global Compact
og ISO 26000 og svo eru mælitæki til
að mæla árangurinn eins og Global
Reporting Initiative.
Klárt samkeppnisforskot
Michael Porter hefur bent á að
mesti ávinningur af samfélagsábyrgð
náist þegar raunverulegir hagsmunir
fyrirtækis og samfélags skarast. Í
því sambandi má nefna dæmi sem
allir þekkja þegar Toyota brást mjög
snemma við áhyggjum almennings
af loftslagsbreytingum og koltvísýr-
ingsútblæstri frá bílum með því að
þróa Priusinn. Þetta hefur ekki bara
dregið úr koltvísýringslosun heldur
gefið Toyota klárt samkeppnisforskot
á keppinauta sína þegar kemur að
þróun tvinn-bíla.
Óplægður akur
Góðum dæmum fjölgar óðfluga en
hér á landi er þó enn óplægður akur
og líklega erum við um tíu árum á
eftir þeim löndum sem við viljum
miða okkur við í viðskiptalífinu. Þarna
eru því tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
og mikilvægt að fara af stað og finna
þá ávexti sem lægst hanga.
Aukin framlegð fyrirtækja er eitt
helsta tækifæri íslenska hagkerfisins.
Eigum við að halda áfram að vega og
meta rekstur okkar í gegnum sömu
gömlu gleraugun eða ætlum við að
tileinka okkur þekktar, ferskar og
framsæknar leiðir nýsköpunar?
Nýtum við tækifæri
við breytingar?
Hin
hliðin
HALLDÓRA
HREGGVIÐSDÓTTIR,
FRAMKVÆMDASTJÓRI
ALTA
KOMDU Á
KYNNINGAR-
FUND Í HR:
Meistaranám við
tölvunarfræðideild
Miðvikudaginn 9. apríl
kl. 16:15-17:15
Stofu M101
Meistaranám við
viðskiptadeild
Fimmtudaginn 10. apríl
kl. 12:00-13:00
Stofu M325
Meistaranám í
verkefnastjórnun (MPM)
Föstudaginn 11. apríl
kl. 12:15-13:00
Stofu M101
Frekari upplýsingar á hr.is
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í
MEISTARANÁM VIÐ HR
hr.is/meistaranam
VILTU NÁ
FORSKOTI?
Bára Ragnhildardóttir
Ráðgjafi hjá Motus
Nemi í MPM-námi við HR
34 MILLJÓNIR EVRA
Þriðjungur veltu á einum degi
Krónan stóð næstum óbreytt í mánuðinum,
og stóð í 155,3 krónum á evru í lok mánaðar-
ins í samanburði við 155,0 í lok febrúar.
Hagfræðideild Landsbankans greinir frá
þessu. Um þriðjungur af veltu mánaðarins
átti sér stað á einum degi, en fimmtudag-
inn 27. mars skiptu 34 milljónir evra um
hendur. Þetta er fjórða mesta velta á einum
degi síðan í byrjun árs 2009. Þar af keypti
Seðlabanki Íslands 15 milljónir evra.
„Ritstjóri Morgunblaðsins er svo vinsamlegur að helga mér heilan
leiðara í morgun þar sem hann sýnir mér þann heiður
að nefna mig átta sinnum á nafn. Mér þykir vænt
um það, en vegna þess að leiðarinn kann að
hafa farið fram hjá einhverjum örfáum setti ég
hann inn í pistil. Niðurlagið gefur smjörþef af
innihaldinu: „En hitt er svo umhugsunarefni,
hvort líklegt sé til árangurs, þegar lagt er upp í
vegferð, að telja að slíkt óbragð og ódaunn sé af
veganestinu sínu að í það megi hvergi glitta
og enginn fái að hnusa af því.“
Benedikt Jóhannesson
stærðfræðingur
1,83%
Enn hækkar Marel
Veltan með hlutabréf Marel í Kaup-
höll Íslands í gær var 57 milljónir
króna. Gengi bréfanna hækkaði um
1,83 prósent og í fyrradag hækkaði
gengið um 2,83 prósent. Hækkunin
samtals þessa vikuna er því 4,66
prósent en gengi bréfa Marel hafa
þó lækkað talsvert undanfarið og
stóð það í 138 krónum í byrjun árs
en er nú 111 krónur.
Fyrsta hagspá SA
Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins
kynnir hagspá sína á morgunfundi í
dag. Um er að ræða fyrstu spá sviðs-
ins sem er nýtt innan samtakanna. Í
henni kemur meðal annars fram að
staða efnahagslífsins innan hafta sé
brothætt. Raunhætta sé á eignaverð-
bólgu, að hagkerfið ofhitni og að
gjaldeyrisafgangur þjóðarbúsins verði
enginn. Tækifærið til losunar hafta
geti því verið fljótt að hverfa.
BROTTHÆTT
Save the Children á Íslandi