Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 56

Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 56
9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur „Útlit síðunnar var orðið átta ára gamalt og því kominn tími til þess að fríska upp á vefinn,“ segir Ólafur Thorarensen, framkvæmda- stjóri miði.is, en nýr vefur þjónustunnar var opnaður í dag. „Helsta viðbótin er að nýja útlitið er skalanlegt og því hentugt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur,“ segir Ólafur en á næstu mán- uðum mun miði.is einnig bjóða upp á nýjungar á borð við vöru- sölu á vefnum. „Segjum að þú sért að kaupa miða á tónleika, þá gætirðu jafnvel keypt geisladisk hljómsveitarinnar á sama tíma og þú kaupir miðann, eða leik- skrána fyrir leikritið sem þú ert að fara á, þetta allt í bígerð.“ Kominn tími á andlitslyft ingu „Þetta er Bræðsla númer tíu og við vorum lengi að velta fyrir okkur hvernig við ættum að útfæra hátíðina af því tilefni og ákváðum því á endanum að hafa þetta svona „best of“. Við fengum nokkra af bestu tónlistarmönnum þjóðar- innar, sem eiga allir sinn þátt í því að Bræðslan er eins og hún er í dag,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra laugardaginn 26. júlí næst- komandi. Þetta er í tíunda skiptið sem Borgfirðingar slá upp tónlist- arhátíð í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði og því verður hátíðin í sumar sérlega vegleg. Eftirtalið tónlistarfólk kemur fram á hátíð- inni í ár: Drangar, Emilíana Torr- ini, Lára Rúnars, Mammút, Polla- pönk og SúEllen. „Við höfum oft haft erlenda tón- listarmenn á hátíðinni eins og Damien Rice og John Grant, en fyrst Emilíana Torrini kom heim aftur ákváðum við vera ekki að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir Magni, sem er sérstaklega ánægð- ur yfir því að Emilíana Torrini snýr nú aftur til Borgarfjarðar. Emilíana varði einmitt hluta af æsku sinni á Borgarfirði og kom fram á fyrstu Bræðslutónleik- unum 2005 og einnig á Bræðsl- unni 2006. Fleiri góðkunningjar Bræðslunnar snúa aftur, meðlim- ir Dranga, þeir Jónas Sigurðs- son, Mugison og Ómar Guðjóns- son, hafa allir komið fram áður á Bræðslunni, auk þess sem þeir unnu hluta af sinni fyrstu plötu á Borgarfirði. „Lára Rúnarsdóttir og meðlim- ir hennar hljómsveitar sigldu ein- mitt með þeim Dröngum í kring- um landið á Húna II á síðasta ári, meðal annars með viðkomu á Borgarfirði, en þetta verður í fyrsta skiptið sem Lára kemur fram í Bræðslunni,“ bætir Magni við. Sömu sögu er að segja um ung- liða þessa árs, Mammút, sem hefur vakið verð- skuldaða athygli á síðustu mánuðum. Bræðslan hefur alla tíð haft það markmið að kynna ungt tónlistarfólk á hátíðinni og er þar skemmst að minnast Of Monst- ers and Men sem kom fram á hátíð- inni 2010, þá að stíga sín fyrstu spor. Önnur hljóm- sveit sem mun koma fram í fyrsta skiptið á Borg- arfirði er þó heldur eldri í hett- unni, en það eru Austfirðingarnir í SúEllen. Þrátt fyrir að hafa spil- að saman í hartnær þrjá áratugi hefur sveitin aldrei komið fram fullskipuð á Borgarfirði. Bræðslan haldin í tíunda sinn Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfi rði eystra 26. júlí. Þar kemur Emilíana Torrini meðal annars fram. BRÆÐSLU- STJÓRINN Magni Ásgeirsson lofar miklu stuði á Bræðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kvikmyndaáhugamenn sem ætl- uðu sér á fyrstu sýningu Noah seinasta föstudag í Exeter-kvik- myndahúsinu þurftu að leita annað þegar kvikmyndahús- inu var lokað vegna flóðs. Þegar starfsmenn Exeter Vue-kvik- myndahússins mættu til vinnu þá brá þeim heldur betur í brún þar sem flætt hafði úr gallaðri ísvél og út um allt kvikmyndahúsið. Kvikmyndagestir fengu því ekki tækifæri til þess að horfa á mynd- ina sem er einmitt byggð á biblíu- sögunni um Nóa og flóðið. - bþ Sýningu afl ýst vegna fl óðs RUSSEL CROWE fer með aðalhlutverkið í myndinni Noah. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 16:00 Fuglejagten, Danmörk (2012) 18:00 Himlen är oskyldigt blå, Svíþjóð (2010) 20:00 Pionér, Noregur (2013) Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er frítt inn á hátíðina. Nánari upplýsingar á norraenahusid.is. NORRÆN KVIKMYNDA HÁTÍÐ 3.–15. APRÍL 2014 NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: CAPTAIN AMERICA 3D CAPTAIN AMERICA 3DLÚXUS NOAH GRAND BUDAPEST HOTEL ÁHNETUR NIÐ 2D ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS ÍSL. TAL 2D RIDE ALONG NYMPHOMANIAC PART 2 HEILD GRAND BUDAPEST HOTEL DEAD SNOW - RED VS DEAD ONE CHANCE KL. 5 - 8 - 10.15 KL. 5 - 8 KL. 5 - 8 - 10.15 KL. 5.45 - 8 KL. 3.30 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 Miðasala á: KL. 6 - 9 KL. 6 - 8 KL. 5.45 - 8 - 9 - 10.15 KL. 10.15 KL. 5.40 - THE TELEGRAPH - FRÉTTABLAÐIÐ - THE GUARDIAN- EMPIRE SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas CAPTAIN AMERICA 3D 5, 8, 10:45 NOAH 6, 8, 9, 10:45 HNETURÁNIÐ 2D 6 THE HOLLYWOOD REPORTER VARIETY EMPIRE ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL. EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 ÓLAFUR THORARENSEN Ég opna sjaldan myndbönd sem fólk er að deila á Facebook. Nenni því ekki. Geri það þó stundum, ef ég held að þau séu sniðug, eða áhugaverð. Opnaði eitt um daginn. Yfirskriftin var eitthvað á þessa leið „kona hrópar óviðeigandi athugasemdir að karlmönnum, sjáðu hvað gerist“. Remban, sem blundar í mér innst inni lyfti brúnum. Ég horfði. MYNDBANDIÐ sýndi unga breska konu sem ýmist gekk upp að karlmönnum á förnum vegi eða ók fram hjá þeim í bíl með opinn glugga, og lét til dæmis kyn- ferðislegar athugasemdir falla um vaxt- arlag þeirra. Spurði til vegar og sagðist í leiðinni gruna að buxur þess sem leið- beindi henni færu betur á svefnherbergis- gólfinu hennar en á honum sjálfum. Hún pantaði drykk á bar, blikkaði barþjón- inn og bað hann svona í framhjá- hlaupi um „eitthvað meira“. Allt á léttu nótunum, auðvitað. FLESTIR urðu mennirnir hvumsa, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Er allt í lagi með þig?“ spurðu þeir hneykslaðir þegar hún stakk upp á að þeir kæmu með henni heim, bara svona í gríni. „Svona talar þú ekki við okkur góða,“ sögðu iðnaðarmennirnir móðgaðir þegar hún blístraði á þá og fór fram á að þeir sýndu meira hold, eða eitthvað í þá áttina. ÞAU sem settu myndbandið saman unnu það upp úr raunverulegum upplifunum kvenna sem höfðu sent inn lýsingar á hinu og þessu sem karlar létu flakka við þær. Tilgangurinn með myndband- inu var að sýna fram á hversu asnaleg- ar þessar athugasemdir og óviðeigandi þessi tilboð hljómuðu þegar hlutverkun- um var snúið við. EN hver urðu viðbrögð mín? Jú, það hlakkaði í rembunni inni í mér yfir því hversu móðgaðir karlarnir urðu. „Já, já, svona er þetta nú elsku karlarnir mínir. Verði ykkur að góðu bara.“ EN varla var það ætlunin eða hvað? Að mér liði eins og ég hefði á einhvern hátt náð fram hefndum? Eitt núll fyrir okkur, í hinu eilífa stríði stelpur á móti strákum! Ég sussaði á rembuna inni í mér. Eitt núll fyrir okkkur! „Síðast en ekki síst skal svo nefna fulltrúa okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið, Pollapönk. Þeir munu koma með sinn góða boðskap um enga fordóma í Borg- arfjörðinn.“ Miðasala á hátíðina hefst á miði. is þann 6. maí kl. 10.00. „Á síðasta ári seldust miðar í Bræðsluna upp á 60 klukkustundum og því rétt að hafa hraðan á til að tryggja sér miða,“ bætir Magni við léttur í lundu en einungis 800 miðar eru í boði. gunnarleo@frettabladid.is FRÉTTBLAÐIÐ/ARNÞÓR SNÝR AFTUR Emilíana Torrini kemur fram á Bræðslunni í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.