Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 58

Fréttablaðið - 09.04.2014, Side 58
Real Madrid og Chelsea í undanúrslit FÓTBOLTI Real Madrid og Chelsea tryggðu sér sæti í undanúrslit- um Meistaradeildarinnar í gær í dramatískum leikjum. Demba Ba og Andre Schürrle skoruðu mörk Chelsea í 2-0 sigri á PSG. Chelsea fer áfram á marki á útivelli. Real Madrid tapaði 2-0 fyrir Dortmund en vann fyrri leikinn 3-0. Liðið var heppið að tapa ekki stærra í gær. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um leikina. BADMINTON Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeist- ari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábóta- vant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýj- ungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka fram- förum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræð- unum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálf- ari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna. Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Kefla- vík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er bad- minton í Hafnarfirði og Mos- fellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþrótta- grein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstak- lingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitt- hvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heim- ur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgang- ana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera fram- sæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í bad- minton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. tom@frettabladid.is Sömu menn í 25 ár Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en fær ekki tækifæri hér. YFIRÞJÁLFARI Íslandsmeistarinn Tinna Helgadóttir starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en henni býðst ekki starf hér heima. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KEILA „Við erum að fara af stað með nýja afreksstefnu og hluti af henni er að fastráða landsliðsþjálf- arana,“ segir Ásgrímur Helgi Ein- arsson, formaður landsliðsnefndar Keilusambands Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Keilusambandið gekk frá ráðningu þriggja lands- liðsþjálfara í gær en samið var við þá alla til tveggja ára. Arnar Sæbergsson er nýr þjálf- ari karlalandsliðsins og Theo- dóra Ólafsdóttir, sem stýrt hefur kvennaliðinu, er nú orðin fast- ráðin. Þá er Guðmundur Sigurðs- son frá Akranesi nýr þjálfari ung- mennalandsliðsins. „Við erum að horfa til þess að setja starf okkar í fastari skorður. Við erum bara algjörlega að taka afreksmál okkar í gegn. Þetta snýst um hvar við viljum vera eftir 5-10 ár og hvert við stefnum á heimsmeistaramótum.“ Metnaður er í nýrri afreksstefnu Keilusambandsins en í henni segir að framtíðarsýnin sé að eignast áhuga- og/eða atvinnukeilara í fremstu röð innan tíu ára. Á sama tíma vill KLÍ eignast a.m.k. tíu íslenska keilara sem verða þátttak- endur á sterkustu mótum Evrópu. Til að ná þessum markmið- um mun KLÍ einblína á að fjölga afrekskeilurum og styðja við þá sem þegar standast viðmið sam- bandsins. - tom Keilari í fremstu röð innan 10 ára Keilusamband Íslands samdi við þrjá nýja landsliðsþjálfara til tveggja ára í gær. LANDSLIÐSÞJÁLFARAR Undirskriftin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Prófaðu HETJAN Demba Ba fagnar markinu sem kom Chelsea í undanúrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT 9. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.