Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 12
17. apríl 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli hvorki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillits- semi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siða- reglur eiga að tryggja heilsteypta einstak- linga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífs- gæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastig- anum? Er vænlegra til frama að sýna fylgi- spekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegn- ar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar rétt lætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóð- anda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sann- leikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaup- sýslumenn eða heiðarlegir atvinnurek- endur sem hafa unnið sig upp? Gegna sið- blindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá inn- múraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera? Eigum við að kenna börnunum okkar dyggðir? SAMFÉLAG Lýður Árnason læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktar- innar Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU I llugi Gunnarsson menntamálaráðherra blés fyrirhugaða sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskóla Íslands af, eftir að hagsmunaöfl á borð við sveitar- stjórn Borgarbyggðar og Bændasamtökin höfðu lagzt eindregið gegn henni, ásamt þingmönnum Norðvesturkjör- dæmis. Samkvæmt því sem fram kom í fréttaskýringu í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru þó farnar að heyrast efasemdaraddir, að minnsta kosti í hópi þingmannanna, um að það sé rétt að streitast á móti sameiningunni. Hugsanlega gæti enn orðið af henni. Ein ástæðan fyrir því gæti verið sú að Illugi Gunnarsson hyggst taka harðar á halla- rekstri LBHÍ en forverar hans og hefur farið fram á áætlun um hvernig eigi að koma rekstrinum í jafnvægi. Hún liggur fyrir og gerir ráð fyrir að skorið verði niður um 70 milljónir á þessu ári, sem þýðir að stöðugildum við skólann verði fækkað um fimmtán. Sameiningaráformin gerðu hins vegar ráð fyrir fjárfestingum og uppbyggingu á Hvanneyri. Hugsanlega hafa rök fræðimanna við báða háskólana, sem nú eru farnir að láta í sér heyra, líka áhrif. Þrír fjórðuhlutar akademískra starfsmanna LBHÍ hafa skorað á rektor skólans, ráðherrann og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að klára sameiningarferlið. Háskólaráð HÍ hefur sömuleiðis kallað eftir því að tækifærin sem kunni að skapast með sameiningunni verði skoðuð áfram með opnum huga. Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ, segir að meiningin sé að efla starfsmenntanám á Hvanneyri og alls ekki að starfsemin minnki og sogist til Reykjavíkur, heldur þvert á móti. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir að það verði gífurleg vonbrigði ef ekki verði úr sameiningunni vegna andstöðu sveitarfélagsins og Bændasamtakanna. Hún benti í viðtali við Stúdentablaðið á að landbúnaður væri að þróast hratt sem þekkingargrein og því fylgdu auknar kröfur til námsins. Það væru því mjög spennandi tengingar á milli skólanna. Kennarar LBHÍ bentu í grein í Morgunblaðinu á að landbún- aðarvísindi og tengdar greinar ætti ekki að reka í sérhólfi heldur sæmdi þeim að vera við hlið annarra mikilvægra fræðigreina. Það væri líka leiðin sem nágrannaþjóðirnar hefðu farið á síðustu árum. Þetta er mikilvægur punktur í málinu. Hvaða rök eru fyrir því að sérstakur háskóli sé rekinn fyrir landbúnaðinn, fremur en til dæmis sjávarútveginn, ferðaþjónustuna eða stóriðjuna? Flestar fræðigreinar græða á sambýli og samstarfi við aðrar. Kjarni málsins er kannski það sem kemur fram í grein kennar- anna á Hvanneyri: „Sjálfskipaðir umsagnaraðilar Borgarbyggðar og Bændasamtaka Íslands hafa án faglegrar röksemdafærslu sett sig gegn sameiningaráformum.“ Flest bendir nefnilega til að þessi hagsmunaöfl séu föst í gamaldags ótta við breytingar, fremur en að hlusta á fagleg rök um þau tækifæri fyrir báða háskólana og fyrir landbúnaðinn sem atvinnugrein sem felast í sameiningunni. Vísindamenn vilja sameiningu háskóla: Óttinn við tækifærin Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þægileg sæti Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að veita íþróttafélaginu Fylki fjögurra milljóna króna styrk vegna uppsetningar sæta í áhorfendastúku. Áður en tillaga þessi var samþykkt var tillaga sjálfstæðismanna í borgar- stjórn hins vegar felld, en þeir vildu veita félaginu tæplega átta millj- óna styrk til verkefnisins. Einn borgarfulltrúi, Sóley Tómas- dóttir hjá Vinstri grænum, vildi hins vegar engan styrk veita. Hún lagði fram bókun þar sem meðal annars kom fram að þegar hefði 90 milljónum verið varið í verkið, með fögrum fyrirheitum um ráðdeild og sparnað við framkvæmdir, og nú ætti að bæta í. Hún sagði að á meðan leik- og grunnskóla- starf færi fram við þröngan kost og viðhaldi skólabygginga væri stórlega ábótavant væri óréttlætanlegt að veita meira í nógu þægileg sæti fyrir áhorfendur meistaraflokks Fylkis. Grínistinn Guðni Vefsíðan Eyjan hefur sett sig í stellingar völvu þegar kemur að hugleiðingum um hver taki oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík eftir að Óskar Bergs- son dró sig í hlé. Þar segir að orðið á götunni sé að góður möguleiki sé á því að Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra og formaður flokksins, fari fram. Guðni er þar borinn saman við Jón Gnarr, núverandi borgarstjóra og grínista– Guðni sé geysivinsæll, njóti stuðnings úr öllum flokkum og kunni sannarlega að gera lífið skemmti- legra. Hann sé þó að sönnu ekki á heimavelli þegar komi að borgarpóli- tíkinni, en Eyjan spyr hvort hið sama hafi ekki gilt um Jón Gnarr fyrir fjórum árum. Það má allavega fullyrða að Vaktar- sjónvarpsseríurnar hefðu verið áhugaverðar með Guðna Ágústsson í aðal- hlutverki. fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.