Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 58
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42
Evrópukeppnirnar
Meistaradeildin 2004-05
UEFA-bikarinn 2000-01
Enska
bikarkeppnin
2000-01
2005-06
Enski
deildabikarinn
2000-01
2002-03
2011-12
MEISTARAMÁNUÐUR STEVIE G?
Lokaspretturinn í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í ár snýst kannski ekki bara um baráttu Liverpool, Chelsea og Manchester
City um sigurinn í ensku deildinni heldur einnig um hvort sextán ára bið Liverpool-goðsagnar eft ir þeim stóra sé nú loksins á enda.
FÓTBOLTI Dramatísk viðbrögð
Liverpool-mannsins Stevens
Gerrard í lokin á 3-2 sigri á
Manchester City í toppslag ensku
úrvalsdeildarinnar síðasta sunnu-
dag
sögðu
meira
en mörg
orð.
Lykil-
maður Liverpool-liðsins í miklu
meira en áratug hefur horft upp
á biðina eftir stóra titlinum lengj-
ast og lengjast og á meðan hafa
erkifjendurnir Manchester Uni-
ted unnið hvern titilinn á fætur
öðrum og tekið stöðu Liverpool
sem sigursælasta félag enskrar
knattspyrnu.
Það er ekki ólíklegt að jafnvel
hörðustu andstæðingar Liver-
pool geti unnt Steven Gerrard að
hljóta loksins Englandsmeistara-
titilinn. Hann hefur verið í hópi
bestu leikmanna deildarinnar
í langan tíma, haldið trúnaði
við sitt félag á tímum þar sem
peningarnir tala og félagsskipti
leikmanna eru tíð.
Nú áttaði þessi frábæri leik-
maður sig kannski á því að ekki
gæfust fleiri tækifæri fyrir
hann og knattspyrnuspeking-
arnir geta verið sammála um að
þetta hafi hægt og rólega breyst
í dauðafæri til að enda næstum
aldarfjórðungsbið eftir Eng-
landsmeistaratitlinum.
Tíu sigurleikir í röð
Liverpool hefur unnið tíu leiki
í röð og marga þeirra þrátt
fyrir að sækja boltann tvisvar
og jafnvel þrisvar í eigið net.
Sóknarleikur liðsins er á
góðri leið í sögubækurnar og
ef marka má hvað féll með
liðinu í City-leiknum er þetta
svolítið eins og örlögin hafi
ákveðið að nú sé loksins komið
að Steven George Gerrard.
Steven Gerrard spilaði sinn
fyrsta deildarleik með Liverpool
29. nóvember 1998 en þá hafði
Liverpool beðið í átta ár eftir
þeim stóra og fram undan var
gullið tímabil erkifjendanna í
Manchester United sem unnu þá
þrefalt. Gerrard hefur sjálfur
talað um stressið sem náði
tökum á honum í þessum fyrstu
skrefum hans í deild þeirra
bestu en árið eftir var hann
búinn að tryggja sér fast sæti
í liðinu. Fljótlega var Gerrard
orðinn andlit Liverpool-liðsins
og hefur verið allar götur síðan.
Hann hefur verið fyrirliði Liver-
pool síðan í október 2003 en var
varafyrirliði Samis Hyypiä
tímabilið á undan.
Englandsmeistaratitillinn
hefur ekki náðst en Gerrard
hefur þó fengið að taka á móti
bikurum. Liverpool vann eftir-
minnilegan sigur í Meistara-
deildinni vorið 2005 og hann
hefur einnig tekið við enska bik-
arnum (2006) og enska deilda-
bikarnum (2012). Það efast eng-
inn um löngun Stevens Gerrard
til að fá að handleika Englands-
bikarinn í næsta mánuði, 24
árum eftir að Alan Hansen tók
við honum.
Gerrard er ekki lengur leik-
maðurinn sem oft lætur líta út
fyrir að Liverpool sé með einum
til tveimur mönnum fleira inni á
vellinum. Hann hefur fengið nýtt
hlutverk hjá Brendan Rodgers
aftarlega á miðjunni sem hann
hefur nýtt frábærlega og væri
eflaust efstur á mörgum listum
yfir knattspyrnumann ársins ef
kappi að nafni Luis Suarez væri
ekki búinn að splundra nær
öllum varnarlínum deildarinnar.
Þáttur Suarez og Rodgers
Gerrard á vissulega þeim Sua-
rez og Rodgers mikið að þakka
og fljótlega kemur í ljós hvort
„mikilvægasti mánuðurinn á
ferlinum“ eins og Gerrard lýsir
lokakafla deildarinnar endi á
því að hann handleiki loksins
Englandsmeistarabikarinn. Það
væri vel skrifaður endir á mögn-
uðum ferli sem hófst í unglinga-
liði Liverpool
þegar hann
var aðeins sjö
ára gamall.
Upp-
klappið
gæti Gerr-
ard síðan
tekið á
H M í
Brasilíu
í sumar
þ a r sem
hann mun
leiða enska landsliðið en Englend-
ingar hafa ekki unnið HM í 48 ár.
Áður en ég og aðrir missum okkur
í ævintýralegum vangaveltum um
draumaútgáfur Stevie G af árinu
2014 þá er komið að leik á móti
Norwich á páskadag. Þrumuræða
Gerrards strax eftir lokaflautið í
City-leiknum snerist einmitt um
þann leik. Þar fáum við að vita
hvort liðsfélagar hans hafi
hlustað á sinn mann.
Chelsea og Manchester
City ætla vissulega að gera
allt til að lengja biðina enn
frekar en staðreyndin er sú
að Gerrard og félagar eru
„aðeins“ fjórum sigur-
leikjum frá því að vinna
fyrsta Englandsmeistara-
titil Liverpool frá 1990.
?
Enska úrvalsdeildin
➜ 16 ára bið eftir Englands-
meistaratitlinum
Gengi Liverpool á tímabilum
Steven Gerrard
Meistari
2. sæti
3. sæti
4. sæti
5. sæti
6. sæti
7. sæti
8. sæti
2002
2001
2000
2003
2011
1999
2012
2006
2004
2005
2010 2013
2008
2007
2009
Aldrei
Óskar Ó.
Jónsson
ooj@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Grindavík og Njarðvík mætast í kvöld klukkan 19.15 í Röstinni í
Grindavík í úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla á móti KR.
Njarðvík tryggði sér oddaleik með 77-68 sigri á Grindavík í leik fjögur.
Það eru liðin tuttugu ár og einum degi betur frá eftirminnilegum oddaleik
Grindavíkur og Njarðvíkur í Röstinni í Grindavík en 16. apríl 1994 mættust
þau í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.
Grindavík var 2-1 yfir í einvíginu en steinlá í leik fjögur í Njarðvík. Grindavík
var einnig 59-51 yfir í oddaleiknum en Njarðvíkurliðið vann lokamínúturnar
17-8 og tryggði Rondey Robinson Njarðvík titilinn á vítalínunni.
Guðmundur Bragason (Grindavík) og Friðrik Ragnarsson (Njarðvík) voru í
stórum hlutverkum með sínum liðum í þessum leikjum fyrir 20 árum og svo
skemmtilega vill til að synir þeirra mætast í leikjunum í ár. Elvar Már Frið-
riksson er lykilmaður hjá Njarðvík og Jón Axel Guðmundsson er að spila
mjög mikilvægt hlutverk hjá Grindavík. Þar að auki hafa yngri bræður þeirra,
Ragnar Helgi Friðriksson og Ingvi Þór Guðmundsson, einnig komið við sögu
í einvíginu. Það má búast við troðfullu íþróttahúsi í Grindavík í kvöld og eins
gott fyrir áhugasama að mæta snemma. - óój
Halda upp á tuttugu ára afmælið með oddaleik á sama stað
ELVAR MÁR
FRIÐRIKSSON
JÓN AXEL
GUÐMUNDSSON
HANDBOLTI Rhein-Neckar Löwen undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar
hirtu toppsætið af Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel þegar liðin
mættust í risaleik í þýsku 1. deildinni í handbolta.
Ljónin hans Guðmundar voru betri nánast frá byrjun til enda en þau voru
yfir, 14-12, í hálfleik. Eftir að heimamenn komust í 17-13 í byrjun seinni hálf-
leiks litu þeir ekki um öxl og náðu mest átta marka
forystu, 27-19.
Kiel náði að laga stöðuna undir lokin en Löwen
hafði sigur, 29-26, sem var miklu öruggari en
lokatölurnar gefa til kynna.
Hvorki Alexander Petersson né Stefán Rafn Sigur-
mannsson komust á blað fyrir Löwen en Guðjón
Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Kiel og Aron
Pálmarsson fjögur mörk.
Löwen og Kiel eru bæði með 49 stig á toppi
deildarinnar en Guðmundur og félagar eru í fyrsta
sæti með betri markatölu. - tom
Guðmundur tók toppsætið af Alfreð
SPORT