Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 62
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Ég er í ónefndu teymi sem býr til spurningarnar, síðan klippi ég inn- slög og bý til alla grafík, svo stjórna ég útsendingunni og klippi þáttinn þegar tökum er lokið,“ segir Ragnar Eyþórsson, starfsmaður Sagafilm. Hann gegnir ýmsum hlutverkum við gerð skemmtiþáttarins Spurninga- bombunnar en síðasta bomba vetrar- ins er sýnd á Stöð 2 á föstudag. Þegar Ragnar, sem er ávallt kall- aður Raggi Ey, stjórnar útsendingu er hann í beinu sambandi við þáttar- stjórnandann Loga Bergmann. „Ég er í eyranu á Loga. Þegar hann er með þokukenndan svip er hann pottþétt að hlusta á mig. Það má segja að efnislega láti ég hann líta vel út en útlitslega er örugglega hægt að þakka smink unni og hár- greiðslumeistaranum fyrir það,“ segir Raggi og hlær. Raggi lærði leikstjórn og hand- ritagerð í Kanada og byrjaði sem lærisveinn hjá Sagafilm árið 2006. „Ég var fenginn sem klippari í Loga í beinni því ég hafði sér- stakt lag á því að finna vandræða- leg myndbrot af gestum þáttarins. Þegar Logi í beinni stökkbreyttist í Spurningabombuna héldu hæfi leikar mínir áfram að blómstra,“ segir Raggi. Hann á einnig heiðurinn af því að koma verðlaunagrip þáttar- ins, bangsanum Bomba, til landsins. „Ég og konan mín, Anna Björg, unnum Bomba í tívolíi í Ameríku og fluttum hann til landsins. Við sátum uppi með þennan tveggja metra háa verðlaunagrip og fengum sérleyfi hjá flugfélaginu til að leyfa honum að fljóta með til landsins.“ Raggi lofar miklu fjöri á föstudag- inn þegar síðasta bomba vetrarins fer í loftið en í liðunum eru Pétur Jesú og Hreimur á móti Ilmi Krist- jánsdóttur og Gunna Helga. „Það vill svo til að hún er á föstu- daginn langa þannig að það var við- eigandi að hafa Pétur Jesú sem gest. Svo verður leyndarmáli um kallar- ann okkar uppljóstrað til dæmis. Þetta verður stórkostleg loka- bomba.“ - lkg Lætur Loga Bergmann líta vel út Ragnar Eyþórsson er maðurinn á bak við sjónvarpsþáttinn Spurningabombuna. MEÐ HÚMOR Í LAGI Raggi er góður í að finna skemmtilegt efni og myndbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Uppáhaldsmálshátturinn minn er Betra er langlífi en harðlífi eftir Sverri Stormsker. Fékk hann í heimatilbúnu eggi fyrir tveimur árum.“ Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður MÁLSHÁTTURINN Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Verðlaunafé 1,2 milljónir. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAM- FÉLAGSVERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2014 GÓÐVERKI? SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. 1 2 3 4 5 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags-verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í maí. að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 23. apríl „Þetta er í raun fyrirlestur sem fjallar um hvernig við tökum ákvarðanir og mannsheilann í því samhengi,“ segir Friðgeir Einars- son, aðalleikari og leikstjóri sýn- ingarinnar Tiny Guy. „Við höldum að við höfum fulla stjórn á ákvörð- unum okkar en svo virðist ekki vera.“ Ásamt Friðgeiri standa að sýningunni þeir Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og einnig bregður fyrir stórleikar- anum Aron MacPherson í óvæntu hlutverki. „Fyrirlesturinn bygg- ist á rannsóknum sem við höfum verið að gera á okkar eigin for- sendum og höfum komist að ýmsu sem okkur þykir mikilvægt að komi fram í dagsljósið,“ segir Frið- geir en sýningin var fyrst sýnd í Háskóla Íslands á leiklistarhátíð- inni Lókal. „Síðan fluttum við sýn- inguna í Mengi á Óðinsgötu sem er skemmtilegur lítill staður,“ segir Friðgeir en þeir hafa ákveðið að breiða úr sér á stóra sviði Borgar- leikhússins. „Við þurfum ekki að breyta söguþræðinum en það er ýmislegt sem við þurfum að tak- ast á við í tæknimálum og þurfum örugglega að stækka nokkur atriði til þess að búa til sömu upplifun á stóra sviðinu.“ Kristín Eysteinsdóttir, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, segir sýninguna vera skemmtilega og óhefðbundna. „Þetta er hugmynd sem spratt upp innanhúss að fá þessa sýningu inn,“ segir Kristín. „Það var akkúrat eitt laust kvöld, 26. apríl, á stóra sviðinu og við vorum sjálf búin að sjá sýninguna og hafa gaman af þannig að við gripum tækifærið.“ „Síðan er bara gaman fyrir Borgarleikhúsið að fara í sam- starf við Friðgeir, hann er einn af okkar björtustu vonum í þessari óhefðbundnu leiklist,“ segir leik- hússtjórinn. Friðgeir segir að niðurstöður rannsóknanna sem kynntar verða í sýningunni séu mjög sláandi og að sýningin muni að öllum líkindum breyta lífi fólks. „Þetta ætti ekki að vera neitt verri dagskrá en hjá Jordan Belfort í Hörpu. Nema bara miklu ódýrara.“ baldvin@frettabladid.is Lítill kall á stórt svið Friðgeir Einarsson segir að sýningin Tiny Guy muni að öllum líkindum breyta lífi fólks og ekki gefa fyrirlestri Jordans Belfort í Hörpu neitt eft ir. Þetta ætti ekki að vera neitt verri dagskrá en hjá Jordan Belfort í Hörpu. Nema bara miklu ódýrara. Friðgeir Einarsson BJARTASTA VONIN Borgar- leikhússtjóri segir Tiny Guy vera óhefðbundna sýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Natalia Tena leikur þokka gyðjuna Osha í vinsælu þáttaröðunum Game of Thrones en hún hefur víst meira til brunns að bera en bara leiklistina. Leikkonan syngur nefnilega og spilar á harmon- ikku með hljómsveitinni Molotov Jukebox sem kemur fram á tón- listarhátíðinni Secret Solstice í sumar. Molotov Jukebox voru að sleppa frá sér plötunni Carni- val Flower sem kom út 31. mars en tónlist sveitarinnar er blanda af lifandi blús og djass. Hljóm- sveitin Molotov Jukebox spilaði á sjö tónlistarhátíðum í fyrra. Þar á meðal var tónlistarhátíðin Gla- stonbury en hún þykir þykir ein af stærstu tónlistarhátíðum heims. Natalia hefur komið víða að en hún lék meðal annars hálf-norn- ina Nymphadora Tonks í vinsælu Harry Potter-myndunum. Einnig fór hún með hlutverk stúlkunnar Ellie í rómantísku gamanmyndinni About a Boy. Tena lærði á harm- onikku þegar hún vann með leik- hópnum KneeHigh í Bretlandi. Þar þurfti hver meðlimur að velja sér hljóðfæri til þess að læra á. Secret Solstice-hátíðin fer fram dagana 20. til 22. júní og eru fjöl- mörg atriði sem koma þar fram. Fjölhæf leikkona á leið til Íslands Aðdáendur Game of Thrones geta glaðst yfi r því að leikkonan frækna Natalia Tena kemur til Íslands í sumar ásamt hljómsveit sinni, Molotov Jukebox. HRESS Natalie leikur á harmonikku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ➜ Natalia Tena leikur hina fallegu Osha í Game of Thrones sem sýnt er á Stöð 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.