Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 56
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40
ÉG elska KFC. Fyrir 20 árum spúlaði
ég plan hjá rútufyrirtæki fyrir klink til
að kaupa vængi á KFC. Ég hef brunað
Sæbrautina klukkan fimm mínútur í
tíu á sunnudagskvöldi til að ná Tower
Zinger út um lúguna fyrir lokun. Ég
fór einu sinni á KFC, pantaði kjúkling
fyrir 15 þúsund kall og afgreiðslumað-
urinn spurði hvort ég ætlaði að borða
á staðnum — svo augljós var eftir-
vænting mín.
ÉG skráði líka einu sinni vin minn
í KFC-klúbbinn. Umsóknin var
svo vönduð að hann flaug inn og
var nánast boðið sæti í stjórn
fyrirtækisins. Auð vitað
langaði mig bara sjálfan
að fá inngöngu en ég er of
stoltur til að sækja gjafa-
bréfin sem meðlimir fá
í laun fyrir vinnu sína í
þágu ofurstans. Ást mín er
ómenguð. Þetta segi ég þrátt
fyrir að hver einasti ungi hafi
lifað ömurlegu lífi í þröngu
rými með þúsund félögum
sínum áður en hann útskrifað-
ist sem djúpsteiktur borgari með krydd-
uðu majonesi og kartöfluskífu.
EKKI nóg með það. Í vikunni sagði
internetið mér að alls 23 þrælar væru í
vinnu fyrir mig. Ég er 23-þræla maður.
Ég hef ómeðvitað safnað í kringum mig
nógu mörgum þrælum til að reisa graf-
hýsi og get sjálfum mér um kennt; þessi
pistill er til dæmis skrifaður á Apple-
fartölvu sem Kínverjar settu saman við
hræðilegar aðstæður í heimalandi sínu.
Laun þeirra myndu ekki duga fyrir
kaffibolla í Reykjavík – þrátt fyrir að
líkur séu á að kollegar þeirra í þræla-
bransanum hafi tínt baunirnar í kaffið.
EITT enn. Inni í ísskáp bíða tvö páska-
egg sem ég hyggst borða yfir páskana.
Saklaust yfirbragð eggjanna felur ekki
þá staðreynd að réttlaust fólk kom að
öllum líkindum að gerð þeirra með
ólaunaðri vinnu innan um kakótré í
Afríku. Samviskulausi nútímamaðurinn
ég lætur þetta ekki á sig fá, en er voða
pirraður yfir ríkisstjórninni sem sam-
landar hans kusu yfir sig. Óréttlætið,
maður.
Játningar nútímamanns
Jenny McCarthy tilkynnti það í
sjónvarpsþættinum The View í gær
að Donnie Wahlberg hefði beðið
hennar og hún hefði sagt já.
„Ég var að trúlofa mig!“ sagði
Jenny í skýjunum. Hún bætti við að
þau væru ekki búin að ákveða hve-
nær þau ætluðu að ganga upp að
altarinu. Þau hefðu hins vegar velt
því fyrir sér að gifta sig í ágúst á
næsta ári.
Þau hafa bæði nóg að gera en
Jenny stýrir spjallþætti og Donnie
var að klára tökur á seríu fjögur af
Blue Bloods. Þá undirbýr hann líka
þrjátíu ára afmæli hljómsveitar-
innar New Kids on the Block í Las
Vegas í júlí.
Parið byrjaði saman síðasta
sumar og kom sambandið mörgum
á óvart. Þetta verður annað hjóna-
band beggja. Donnie var kvæntur
Kim Fey í níu ár og eiga þau saman
tvo syni. Jenny skildi við leikstjór-
ann John Asher árið 2005 en þau
eiga saman soninn Evan. - lkg
„Ég var að trúlofa mig!“
Jenny McCarthy og Donnie Wahlberg ætla að ganga í hjónaband á næsta ári.
ÁSTIN BLÓMSTRAR Donnie og Jenny
geisla af hamingju. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Allir borga barnaverð
A HAUNTED HOUSE 2 8, 10
RIO 2 3D 1:40, 3:50
RIO 2 2D 2, 5
HARRY OG HEIMIR 6, 8, 10:45
MONICA Z 3:30, 5:45
CAPTAIN AMERICA 3D 8, 10
HNETURÁNIÐ 2D 1:40
GLEÐILEGA PÁSKA – OPIÐ ALLA PÁSKANA
TÍMAR OG TILBOÐ GILDA 17. APRÍL TIL OG MEÐ 21. APRÍL
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.Sími: 553-20755%
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
SPARBÍÓ
L.K.G - FBL.
EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN
CHICAGO SUN-TIMES
ENTERTAINMENT WEEKLY
WASHINGTON POST
PORTLAND OREGONIAN
KEFLAVÍK
ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR
FRUMSÝNING 18. APRÍL
ANTBOY
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
RIO 2 2DÍSL. TAL
RIO 2 3DÍSL. TAL
OCULUS
HARRÝ OG HEIMIR
NYMPHOMANIAC PART 2
HEILD
GRAND BUDAPEST HOTEL
KL. 3.30 - 5.45
KL. 3.30
KL. 8 - 10.20
KL. 4 - 6 - 8 - 10
KL. 8
KL. 6
KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
RIO 2 2D / 3DÍ SL. TAL
RIO 2 3D ENS. TAL (ÓTEXTAÐ)
OCULUS
HARRÝ OG HEIMIR
ÝHARR OG HEIMIR LÚXUS
GRAND BUDAPEST HOTEL
ÁHNETUR NIÐ 2D
RIDE ALONG
Ý Í ÝÆVINT RI HR. PBOD S 2D
KL. 1 - 3.30 - 5.45
KL. 5.45 - 8
KL. 8 - 10.20
KL. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
KL. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
KL. 8 - 10.15
KL.1
KL. 10.15
KL. 3.30 Miðasala á:
-H.S., MBL
-B.O., DV
EINVÍGIÐ Í AMAZON
ÞORIR ÞÚ Í BÍÓ?
OPIÐ ALLA PÁSKANA!
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar