Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 56
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 ÉG elska KFC. Fyrir 20 árum spúlaði ég plan hjá rútufyrirtæki fyrir klink til að kaupa vængi á KFC. Ég hef brunað Sæbrautina klukkan fimm mínútur í tíu á sunnudagskvöldi til að ná Tower Zinger út um lúguna fyrir lokun. Ég fór einu sinni á KFC, pantaði kjúkling fyrir 15 þúsund kall og afgreiðslumað- urinn spurði hvort ég ætlaði að borða á staðnum — svo augljós var eftir- vænting mín. ÉG skráði líka einu sinni vin minn í KFC-klúbbinn. Umsóknin var svo vönduð að hann flaug inn og var nánast boðið sæti í stjórn fyrirtækisins. Auð vitað langaði mig bara sjálfan að fá inngöngu en ég er of stoltur til að sækja gjafa- bréfin sem meðlimir fá í laun fyrir vinnu sína í þágu ofurstans. Ást mín er ómenguð. Þetta segi ég þrátt fyrir að hver einasti ungi hafi lifað ömurlegu lífi í þröngu rými með þúsund félögum sínum áður en hann útskrifað- ist sem djúpsteiktur borgari með krydd- uðu majonesi og kartöfluskífu. EKKI nóg með það. Í vikunni sagði internetið mér að alls 23 þrælar væru í vinnu fyrir mig. Ég er 23-þræla maður. Ég hef ómeðvitað safnað í kringum mig nógu mörgum þrælum til að reisa graf- hýsi og get sjálfum mér um kennt; þessi pistill er til dæmis skrifaður á Apple- fartölvu sem Kínverjar settu saman við hræðilegar aðstæður í heimalandi sínu. Laun þeirra myndu ekki duga fyrir kaffibolla í Reykjavík – þrátt fyrir að líkur séu á að kollegar þeirra í þræla- bransanum hafi tínt baunirnar í kaffið. EITT enn. Inni í ísskáp bíða tvö páska- egg sem ég hyggst borða yfir páskana. Saklaust yfirbragð eggjanna felur ekki þá staðreynd að réttlaust fólk kom að öllum líkindum að gerð þeirra með ólaunaðri vinnu innan um kakótré í Afríku. Samviskulausi nútímamaðurinn ég lætur þetta ekki á sig fá, en er voða pirraður yfir ríkisstjórninni sem sam- landar hans kusu yfir sig. Óréttlætið, maður. Játningar nútímamanns Jenny McCarthy tilkynnti það í sjónvarpsþættinum The View í gær að Donnie Wahlberg hefði beðið hennar og hún hefði sagt já. „Ég var að trúlofa mig!“ sagði Jenny í skýjunum. Hún bætti við að þau væru ekki búin að ákveða hve- nær þau ætluðu að ganga upp að altarinu. Þau hefðu hins vegar velt því fyrir sér að gifta sig í ágúst á næsta ári. Þau hafa bæði nóg að gera en Jenny stýrir spjallþætti og Donnie var að klára tökur á seríu fjögur af Blue Bloods. Þá undirbýr hann líka þrjátíu ára afmæli hljómsveitar- innar New Kids on the Block í Las Vegas í júlí. Parið byrjaði saman síðasta sumar og kom sambandið mörgum á óvart. Þetta verður annað hjóna- band beggja. Donnie var kvæntur Kim Fey í níu ár og eiga þau saman tvo syni. Jenny skildi við leikstjór- ann John Asher árið 2005 en þau eiga saman soninn Evan. - lkg „Ég var að trúlofa mig!“ Jenny McCarthy og Donnie Wahlberg ætla að ganga í hjónaband á næsta ári. ÁSTIN BLÓMSTRAR Donnie og Jenny geisla af hamingju. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Allir borga barnaverð A HAUNTED HOUSE 2 8, 10 RIO 2 3D 1:40, 3:50 RIO 2 2D 2, 5 HARRY OG HEIMIR 6, 8, 10:45 MONICA Z 3:30, 5:45 CAPTAIN AMERICA 3D 8, 10 HNETURÁNIÐ 2D 1:40 GLEÐILEGA PÁSKA – OPIÐ ALLA PÁSKANA TÍMAR OG TILBOÐ GILDA 17. APRÍL TIL OG MEÐ 21. APRÍL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.Sími: 553-20755% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SPARBÍÓ L.K.G - FBL. EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY WASHINGTON POST PORTLAND OREGONIAN KEFLAVÍK ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR FRUMSÝNING 18. APRÍL ANTBOY SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas RIO 2 2DÍSL. TAL RIO 2 3DÍSL. TAL OCULUS HARRÝ OG HEIMIR NYMPHOMANIAC PART 2 HEILD GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 KL. 8 - 10.20 KL. 4 - 6 - 8 - 10 KL. 8 KL. 6 KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 RIO 2 2D / 3DÍ SL. TAL RIO 2 3D ENS. TAL (ÓTEXTAÐ) OCULUS HARRÝ OG HEIMIR ÝHARR OG HEIMIR LÚXUS GRAND BUDAPEST HOTEL ÁHNETUR NIÐ 2D RIDE ALONG Ý Í ÝÆVINT RI HR. PBOD S 2D KL. 1 - 3.30 - 5.45 KL. 5.45 - 8 KL. 8 - 10.20 KL. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 KL. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 KL. 8 - 10.15 KL.1 KL. 10.15 KL. 3.30 Miðasala á: -H.S., MBL -B.O., DV EINVÍGIÐ Í AMAZON ÞORIR ÞÚ Í BÍÓ? OPIÐ ALLA PÁSKANA! BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.