Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2014 | SKOÐUN | 13 Í mínum skóla gerast margir góðir hlutir, ekki síst vegna þess að í honum er Hjallastefnan. Á hverjum degi er unnið að lýðræði, jafnrétti, sam- vinnu, kærleika, virðingu, upplýsingatækni, íslensku, stærðfræði og mörgu öðru. Ég skrifa þessar línur því jafnrétti kynjanna er mér hugleikið og mikil- vægt, því vil ég fara nánar í þann ágæta þátt í mínu skólastarfi. Eitt dæmi sem sýnir að unnið sé að því í mínum skóla er battavöllurinn. Ferhyrn- ingur með gervigrasi og tveimur mörkum. Oft notað til að iðka knattspyrnu – sumir myndu jafn- vel ganga svo langt og segja: „iðka þá listgrein sem knattspyrnan er“ (látum það liggja á milli hluta). Í mínum huga og í menningu barna er þetta nefnilega ekki bara fer- hyrningur þar sem mögulegt er að spila knattspyrnu. Ó, nei – þetta er miklu stærra og viðameira mál þessi bless- aði völlur. Hann er orðinn að menningarlegu fyrir- bæri! Og nú verð ég að rekja smá sögubrot fyrir ykkur. Fyrir um það bil tveimur árum fengum við þennan völl eftir ítrekaðar óskir og fyrirspurnir barnanna í skólanum. Gleðin var því- lík þegar hann loksins kom að allt ætlaði hreinlega um koll að keyra. Nú væri sko hægt að spila fótbolta í hvaða veðri sem er og helst mikið af honum (snjór, frost og stormur er ekki fyrirstaða í mínum skóla). Nú verðið þið að sjá aðeins fyrir ykkur hvernig þetta hefur verið. Hvað sjáið þið fyrir ykkur? Drengi þyrpast á völlinn í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Stúlkur í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Þær voru færri – vissu- lega en þessi völlur hafði og hefur gífurlegt aðdráttarafl. Allt án uppáþrengingar Í mínum skóla er nefnilega val tvisvar sinnum á dag í 30 mínútur í senn. Þá hafa börnin um nokkra úrvalskosti að velja – hvað þau vilji gera. Einn kosturinn er útisvæði, þar skiptast kennarar á að vera með viðbragð spretthlaupara ef eitthvað kemur upp á, hafa samn- ingatækni færustu lögfræðinga, faðm á við skógarbirni og vökul augu arnarins. Allt án uppáþreng- ingar að sjálfsögðu því þetta er frjáls tími barnanna. Allir vildu á völlinn fara og nú mátti samninga- tæknin ekki bregðast okkur. Við sáum þó fljótt að stúlkur sem æfðu fótbolta voru ívið færri en drengirnir og þær áttu það til að gefa völlinn frá sér og voru hreinlega ekki alltaf nógu fljótar að koma og taka sér stöðu á vell- inum til að panta hann. En hvað – geta þau ekki bara spilað saman? Jú, jú, það var nú aldeilis gert en aftur – við sáum kynjaskipt lið, hallað var á stúlkur og þær fengu ekki sendingar til sín og bara fengu ekki að njóta sín! Fúlt! Næsta ráð var að skipta vellinum á milli barnanna. Fyrst fá 10 ára stúlkur völlinn, næst 11 ára og svo 12 ára. Það kerfi rúll- ar í eina viku og næstu viku taka drengirnir við sama kerfi. Hér sáum við fljótt galla á gjöf Njarð- ar. Nefnilega að stúlkur ákváðu að vera „góðar“ við vini sína og gefa þeim völlinn eftir. „Æ, við nennum ekkert að spila fótbolta hvort eð er.“ Eignin gerð heilög Í næsta skrefi var eign vallarins gerð heilög og við það sá ég nokk- uð stórmerkilegt! Stúlkurnar vald- efldust! Enginn mátti láta öðrum völlinn eftir – þó að enginn vilji vera á honum stendur hann bara auður – enginn skaði skeður – nóg flæmi er af dúnmjúku grasi í kring og það sem meira er – það má gera hvað sem er á þessum ferhyrnda gervigrasvelli! Það má liggja og horfa á skýin, fara í brennó, handahlaup, spila hörkuknatt- spyrnu – hvað sem er! Eftir að þessi regla var blessuð og skrifuð í skýin áttuðu margar stúlkur sig á því að þarna mátti ekki taka frá þeim þessi réttindi að nota völlinn, þær nota hann óspart og hafa svo sannarlega gaman af! Engin vinsældakaup í gegn- um battavallarbrask – bara rétt- indi sem við eigum að gefa þeim í vöggugjöf og eiga að sjálfsögðu að vera náttúrulögmál! Áfram jafnrétti! ➜ Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna. ➜ Í næsta skrefi var eign vallarins gerð heilög og við það sá ég nokkuð stórmerkilegt! Battavöllur – menningarlegt fyrirbæri? Öll börn eiga að hafa jöfn tæki- færi til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykja- víkur borg gegnir mikilvægu hlut- verki í að stuðla að þessum tæki- færum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjór- um liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríku- lega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að þar sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjöl- skyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverj- um mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskóla- pláss eða aðra dagvistun og tóm- stunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna. Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingar- innar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðar- samt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra. Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur for- eldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikil- vægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkina- afslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylk- ingarinnar á að tryggja að Reykja- vík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Barnaborgin JAFNRÉTTI Anna Margrét Ólafsdóttir kennari í Vífi lsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ STJÓRNMÁL Magnús Már Guðmundsson frambjóðandi Samfylkingarinnar til borgarstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.